Sagan um Sigga Nanna Hermannsdóttir skrifar 7. október 2017 09:00 Það var mánudagsmorgun þegar söguhetjan okkar, Siggi, gekk um háskólasvæðið á leið í sinn fyrsta tíma sem háskólanemi. Siggi var spenntur að byrja þennan nýja kafla í lífi sínu og leit björtum augum til framtíðar þegar hann gekk inn í sal 1 í Háskólabíó. Þar tók við honum undarleg sýn. Salurinn var troðfullur! Setið var í öllum stólum og nemendur voru byrjaðir að koma sér fyrir í tröppunum. Þetta var ekki það sem Siggi hafði búist við þegar hann vaknaði um morguninn, en hann ætlaði ekki að láta það slá sig út af laginu. „Þetta eru örugglega bara einhver mistök“ hugsaði hann, sannfærður um að hann myndi fá persónulegri kennslu í framhaldinu. Hann mundi þó fljótlega komast að því að sú væri ekki raunin. Næstu mánuðina sat hann í gegnum heilu dagana og hlustaði á staðlaða fyrirlestra. Hægt og rólega fóru færri nemendur að mæta í tímana, bæði af því að það var ómögulegt að fá sæti og af því að kennslan var ekki nógu persónuleg. Pirringurinn beindist fljótlega að kennurunum sem honum fannst ekki leggja nógu mikinn metnað í kennslu, en raunin var sú að það var kennaraskortur við skólann sem bitnaði meðal annars á framþróun í kennsluháttum. Þess vegna sátu þau föst í gamaldags fyrirlestrarforminu og fengu fá verkefni þar sem þau þau þurftu að takast á við raunveruleg vandamál sem þau gætu mætt á vinnumarkaði. Um miðja önn urðu börnin hans Sigga veik og hann þurfti að vera heima. Þetta átti eftir að hafa meiri áhrif en hann hafði búist við. Á meðan Siggi hugsaði um fárveik börnin gekk lífið sinn vanagang og kennslustundir í háskólanum héldu áfram. Það voru hins vegar engar upptökur af kennslustundum í boði, þannig að Siggi missti út heila viku af kennslu og bar sjálfur ábyrgð á að afla sér upplýsinga um hvað hafi farið fram. Þegar líður að lokaprófunum fer hann að hafa áhyggjur yfir að hafa misst svona mikið úr tímum og sendir póst á einn kennarann sinn. Nokkrum dögum seinna þegar honum hafði ekki enn borist svar komst hann að því að deildin hans bannar nemendum sínum að senda tölvupósta vegna þess að það eru of margir í hópnum og ekki hægt að sinna því. Siggi var svo heppinn að hafa fengið úthlutað íbúð á stúdentagörðum. En það, ásamt námslánunum hans, var háð því hvort hann næði ákveðið mörgum einingum. Þegar hann fékk út úr jólaprófunum kom í ljós að hann hafði fallið í 10 eininga áfanga. Fallið þýddi að Siggi þyrfti að taka endurtektar próf í áfanganum um vorið, fengi lægri útborgun frá LÍN og gæti því ekki borgað yfirdráttinn hjá bankanum til baka að fullu leyti. Í jólafríinu fór Siggi yfir áfangavalið sitt fyrir vorönnina og sá að tveir áfangar sem hann hafði haft auga á þegar hann skráði sig í námið stóðu honum ekki lengur til boða. Þetta voru einu áfangarnir í náminu sem fjölluðu um það sem hann hafði áhuga á að sérhæfa sig í. Þegar hann fór að kanna málið komst hann að því áfangarnir yrðu ekki kenndir næstu þrjú ár. Þar sem Siggi hugðist útskrifast á 3 árum myndi það þýða að hann fengi aldrei tækifæri til að fara í þessa áfanga. Siggi vissi ekki hvað hann ætti til bragðs að taka. Hann stóð frammi fyrir valinu um að fresta útskrift eða taka ekki þá áfanga sem hann hafði auga á. Þar að auki var ljóst að hann myndi þurfa að vinna með námi til þess að borga niður yfirdráttinn sem hann var kominn með hjá bankanum ofan á það að þurfa að fara út á almennan leigumarkað. Myndi hann hafa tíma til að sinna náminu? Dæmisagan um Sigga er byggð á reynslu fjölda nemenda sem líða fyrir undirfjármögnun háskólastigsins. Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nanna Hermannsdóttir Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Kjóstu menntun 28. október Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. 2. október 2017 09:00 Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. 4. október 2017 09:00 Undirfjármögnun kemur í veg fyrir sérhæfingu nemenda Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til þess að sérhæfa sig á hinum ýmsu námsleiðum en ekki aðeins brot af því sem þeim þeir hafa hug á að sérhæfa sig í. 6. október 2017 09:00 Skiptir þessi háskóli máli? Nú rúmum 100 árum eftir stofnun hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. 3. október 2017 09:00 Hugvísindi í hættu Háskóli Íslands er í fyrsta skipti í hópi 250 bestu háskóla heims á sviði hugvísinda samkvæmt nýjum lista Times Higher Education University Rankings 5. október 2017 09:39 Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Það var mánudagsmorgun þegar söguhetjan okkar, Siggi, gekk um háskólasvæðið á leið í sinn fyrsta tíma sem háskólanemi. Siggi var spenntur að byrja þennan nýja kafla í lífi sínu og leit björtum augum til framtíðar þegar hann gekk inn í sal 1 í Háskólabíó. Þar tók við honum undarleg sýn. Salurinn var troðfullur! Setið var í öllum stólum og nemendur voru byrjaðir að koma sér fyrir í tröppunum. Þetta var ekki það sem Siggi hafði búist við þegar hann vaknaði um morguninn, en hann ætlaði ekki að láta það slá sig út af laginu. „Þetta eru örugglega bara einhver mistök“ hugsaði hann, sannfærður um að hann myndi fá persónulegri kennslu í framhaldinu. Hann mundi þó fljótlega komast að því að sú væri ekki raunin. Næstu mánuðina sat hann í gegnum heilu dagana og hlustaði á staðlaða fyrirlestra. Hægt og rólega fóru færri nemendur að mæta í tímana, bæði af því að það var ómögulegt að fá sæti og af því að kennslan var ekki nógu persónuleg. Pirringurinn beindist fljótlega að kennurunum sem honum fannst ekki leggja nógu mikinn metnað í kennslu, en raunin var sú að það var kennaraskortur við skólann sem bitnaði meðal annars á framþróun í kennsluháttum. Þess vegna sátu þau föst í gamaldags fyrirlestrarforminu og fengu fá verkefni þar sem þau þau þurftu að takast á við raunveruleg vandamál sem þau gætu mætt á vinnumarkaði. Um miðja önn urðu börnin hans Sigga veik og hann þurfti að vera heima. Þetta átti eftir að hafa meiri áhrif en hann hafði búist við. Á meðan Siggi hugsaði um fárveik börnin gekk lífið sinn vanagang og kennslustundir í háskólanum héldu áfram. Það voru hins vegar engar upptökur af kennslustundum í boði, þannig að Siggi missti út heila viku af kennslu og bar sjálfur ábyrgð á að afla sér upplýsinga um hvað hafi farið fram. Þegar líður að lokaprófunum fer hann að hafa áhyggjur yfir að hafa misst svona mikið úr tímum og sendir póst á einn kennarann sinn. Nokkrum dögum seinna þegar honum hafði ekki enn borist svar komst hann að því að deildin hans bannar nemendum sínum að senda tölvupósta vegna þess að það eru of margir í hópnum og ekki hægt að sinna því. Siggi var svo heppinn að hafa fengið úthlutað íbúð á stúdentagörðum. En það, ásamt námslánunum hans, var háð því hvort hann næði ákveðið mörgum einingum. Þegar hann fékk út úr jólaprófunum kom í ljós að hann hafði fallið í 10 eininga áfanga. Fallið þýddi að Siggi þyrfti að taka endurtektar próf í áfanganum um vorið, fengi lægri útborgun frá LÍN og gæti því ekki borgað yfirdráttinn hjá bankanum til baka að fullu leyti. Í jólafríinu fór Siggi yfir áfangavalið sitt fyrir vorönnina og sá að tveir áfangar sem hann hafði haft auga á þegar hann skráði sig í námið stóðu honum ekki lengur til boða. Þetta voru einu áfangarnir í náminu sem fjölluðu um það sem hann hafði áhuga á að sérhæfa sig í. Þegar hann fór að kanna málið komst hann að því áfangarnir yrðu ekki kenndir næstu þrjú ár. Þar sem Siggi hugðist útskrifast á 3 árum myndi það þýða að hann fengi aldrei tækifæri til að fara í þessa áfanga. Siggi vissi ekki hvað hann ætti til bragðs að taka. Hann stóð frammi fyrir valinu um að fresta útskrift eða taka ekki þá áfanga sem hann hafði auga á. Þar að auki var ljóst að hann myndi þurfa að vinna með námi til þess að borga niður yfirdráttinn sem hann var kominn með hjá bankanum ofan á það að þurfa að fara út á almennan leigumarkað. Myndi hann hafa tíma til að sinna náminu? Dæmisagan um Sigga er byggð á reynslu fjölda nemenda sem líða fyrir undirfjármögnun háskólastigsins. Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun.
Kjóstu menntun 28. október Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. 2. október 2017 09:00
Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. 4. október 2017 09:00
Undirfjármögnun kemur í veg fyrir sérhæfingu nemenda Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til þess að sérhæfa sig á hinum ýmsu námsleiðum en ekki aðeins brot af því sem þeim þeir hafa hug á að sérhæfa sig í. 6. október 2017 09:00
Skiptir þessi háskóli máli? Nú rúmum 100 árum eftir stofnun hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. 3. október 2017 09:00
Hugvísindi í hættu Háskóli Íslands er í fyrsta skipti í hópi 250 bestu háskóla heims á sviði hugvísinda samkvæmt nýjum lista Times Higher Education University Rankings 5. október 2017 09:39
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun