Hagsmunir stúdenta

Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs
Nemandi í HR sem glímir við geðræn veikindi kærði ákvörðun Háskólans í Reykjavík að hann þyrfti að sitja tvö sjúkrapróf samdægurs. Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema staðfesti ákvörðun háskólans og hafnaði kröfum nemandans.

Kristófer Breki nýr formaður Vöku
Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, kaus sér nýja forystu á mánudag. Kristófer Breki Halldórsson er nýr formaður félagsins. Hann tekur við formennsku af Sæþóri Má Hinrikssyni.

Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu
Ármann Leifsson, tuttugu og tveggja ára kennaranemi, var í gærkvöldi kjörinn nýr forseti Röskvu. María Björk Stefánsdóttir, tuttugu og eins árs efnaverkfræðinemi, var kjörin oddviti Röskvu í Stúdentaráði.

Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði
Markmið Lánasjóðs námsmanna, sem nú ber nafnið Menntasjóður Námsmanna var frá upphafi skýrt: að tryggja öllum sömu réttindi til menntunar. Hugmyndin var einföld en öflug – að börn verkafólks og efnaminni fjölskyldna hefðu sömu tækifæri til háskólanáms og þau sem búa við betri aðstæður.

Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði
Vaka - félag lýðræðissinaðra stúdenta jók við meirihluta sinn í stúdentaráðskosningum við Háskóla Íslands og hlaut tíu sæti í ráðinu en Röskva, samtök félagshyggjufólk við Háskóla Íslands sjö sæti.

Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna
Samkvæmt frumvarpi menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra sem nú er til afgreiðslu á Alþingi er lagður grunnur að því að fleiri nemendur fái hluta námslána sinna breytt í styrk en nú er.

Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna
Í gær lagði Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um Menntasjóð námsmanna. Hér er um að ræða brýnar breytingar á lögum um Menntasjóðinn.

Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ
Á meðan Vaka, félag lýðræðissinaðra stúdenta, hefur setið í meirihluta Stúdentaráðs Háskóla Íslands hafa slæm vinnubrögð viðgengist.

Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina
Háskólanemar af landsbyggðinni hafa lengi staðið frammi fyrir gríðarlegum áskorunum sem stúdentar höfuðborgarsvæðisins glíma ekki við. Húsnæðismál, samgöngumál, námsfyrirkomulag og kostnaður er áhyggjuefni margra af landsbyggðinni sem kemur niður á háskólamenntun landsfólks.

Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands
Hvers vegna þurfa nemendur í hjúkrunarfræði að borga fyrir verknám?

Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki
Þegar haustmisserið hófst síðasta ágúst áttum við að vera komin í glæsilega endurbætta byggingu Háskóla Íslands, Sögu. En raunin varð önnur.

Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta
„Af hverju eru ekki endurtektarpróf í sálfræði og lyfjafræði?” Sem oddviti Röskvu á heilbrigðisvísindasviði er þetta spurning sem ég fæ aftur og aftur. Endurtektarpróf eru í raun mikilvægur björgunarhringur fyrir stúdenta við Háskóla Íslands.

Ósunginn óður til doktorsnema
Undanfarnar vikur hefur virk umræða átt sér stað um stuðning við sérfræðinga og svokölluð laun sérfræðinga. Í þessari umræðu hefur einn mikilvægur hópur sérfræðinga algjörlega gleymst, doktorsnemar.

Bætt skipulag fyrir stúdenta
Svæðið í kringum Háskóla Íslands hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum árum. Þær breytingar sem þar hafa orðið eru afar jákvæðar, ekki aðeins fyrir háskólasamfélagið og stúdenta heldur einnig fyrir borgina og samfélagið í heild.

Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar
„Við völdum fyrirtæki sem stúdentar eru að versla mikið við því þetta eru fyrirtæki sem við viljum einfaldlega að séu með hlutina í lagi; starfi eftir þeim gildum sem við viljum hafa að leiðarljósi,“ segir Arent Orri Jónsson Claessen, forseti stúdentaráðs Háskóla Íslands um þau 400 fyrirtæki sem sjónunum er beint að í átakinu Stúdentar taka til.

Vaka kynnti listann með hjálp töframanns
Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, kynnti framboðslista sína í gærkvöldi fyrir komandi kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands.

Framboðslistar Röskvu kynntir
Framboðslistar Röskvu - samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, voru kynntir á kosningaskrifstofu Röskvu nú í kvöld.

Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri
Á þriðjudag og miðvikudag gefst stúdentum Háskóla Íslands kostur að taka þátt í að kjósa nýjan leiðtoga í embætti rektors. Ég vil í stuttu máli útskýra hvernig ég mun beita mér í málefnum háskólanema.

Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum
Forseti Landssambands íslenskra stúdenta segir skjóta skökku við að tugir milljarða hafi setið inni á bankabók Menntasjóðs á sama tíma og stúdentar borgi himinháa vexti af námslánum. Breytingar á lögum um Mennntasjóð séu skref í rétta átt en margt þurfi að gera svo hann þjóni tilgangi sínum sem félagslegur jöfnunarsjóður.

Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla
Það er mikilvægt fyrir framtíðina að háskólar skili út í samfélagið vel menntuðu fólki sem getur tekist á við helstu vandamálin sem nú eru yfirvonandi. Þar á meðal eru hverfandi líffræðilegur fjölbreytileiki, loftslagsvá, aukin skautun og bakslag í jafnréttisbaráttu.

Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll?
Á síðasta fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands var lögð fram tillaga um að Háskóli Íslands ætti að ráða aðgengisfulltrúa í starf. Sú tillaga var samþykkt einróma og sýnir fram á vilja stúdenta til þess að bæta og vinna að aðgengismálum innan Háskóla Íslands.

30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs
Fjörutíu milljarðar af endurgreiddu lánsfé Lánasjóðs námsmanna, sem lagður var niður árið 2020, hafa farið í útlán Menntasjóðs námsmanna, sem tók við af LÍN. Á sama tíma hafa þrjátíu milljarðar safnast upp á reikningum MSNM. Háskólaráðherra kannaðist ekki við það þegar fréttastofa spurði hann út í málið föstudaginn 28. febrúar.

Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku
Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta fagnaði níutíu ára afmæli sínu í gærkvöldi og var fjöldi þjóðþekktra einstaklinga viðstaddur viðburðinn í Gamla bíói.

Stúdentar á milli steins og sleggju
Í kosningabaráttu er allt stjórnmálafólk sammála um mikilvægi æðri menntunar til að tryggja bjarta framtíð lýðræðissamfélagsins Íslands. Þrátt fyrir það berjast íslenskir stúdentar í bökkum við að mennta sig og eru við það að sligast undan leiguverði, jafnvægi á milli vinnu og skóla og ósveigjanlegu, markaðsvæddu námslánakerfi.

Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma
Þar sem prófatíð byrjaði í Háskólanum á Akureyri síðastliðinn föstudag, 29. nóvember og Alþingiskosningar gengu í garð laugardaginn 30. nóvember. Það er ekki á hverju ári þar sem að við stúdentar stöndum frammi fyrir kosningum í miðri prófatíð.

Hætta í bili að rukka fyrir stæðin í þremur götum nærri HÍ
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hætta við gjaldskyldu fyrir notkun bílastæða í þremur götum nálægt Háskóla Íslands þar til að skólinn mun sjálfur hefja gjaldtöku á bílastæðum sínum.

Háskólinn sveik stúdenta um góðar samgöngur
U-passinn: Orðið sem er á allra manna vörum í Vatnsmýrinni. U-passinn hefur verið mikið í umræðunni meðal nemenda í HÍ, sér í lagi í ljósi gjaldtöku HÍ á bílastæðum skólans, en hvað er hann? U-passinn er afsláttarkort í almenningssamgöngur að erlendri fyrirmynd.

Minni munur á launum verkafólks og háskólagenginna
Varaformaður BHM segir minni mun á launum háskólamenntaðra og verkafólks hér á landi en í öðrum Evrópulöndum. Heildarkostnaður við að fara í háskólanám hlaupi á tugum milljóna sem verði að umbuna fyrir.

Októberfest, opið bréf/erindi til Stúdentaráðs, rektors, Háskólaráðs Háskóla Íslands og háskólaráðherra
Nú um þessar mundir eins og undanfarin haust boðar Stúdentaráð Háskóla Íslands til Októberfest – bjór-fylleríshátíðar innfluttrar frá Suður-Þýskalandi. Fylleríið er haldið á lóð Háskóla Íslands, skóla allra landsmanna, þá væntanlega með leyfi rektors og Háskólaráðs.

Gjaldtöku á bílastæðum háskólans frestað
Gjaldtöku fyrir bílastæði við Háskóla Íslands hefur verið frestað fram yfir áramót. Ætlað var að almenn gjaldtaka yrði innleidd á háskólasvæðinu með fyrsta september en fram kemur í tilkynningu frá háskólanum að vinna við innleiðinguna hafi tekið lengri tíma en ætlað var og því hafi verið tekin sú ákvörðun að fresta henni.