Vaxtakostnaður vanrækslunnar Þórir Garðarsson skrifar 6. október 2017 15:04 Síðustu ríkisstjórnir hafa tekið drjúgan hluta tekna til að greiða niður skuldir ríkissjóðs og lækka vaxtakostnað. Nánast engir peningar eru sagðir aflögu til viðhalds eða uppbyggingar innviða, allra síst þjóðveganna. Samtök iðnaðarins kynntu fyrir skömmu útreikninga sem sýna að 110-130 milljarða króna þarf til viðhalds þjóðvega og sveitarfélagavega. Þeir peningar eru ekki í augsýn, sultarólin hefur verið hert svo mikið að vegakerfið er að molna niður undan álagi vegna viðhaldsleysis. Það er auðvelt að reikna út vaxtakostnað af lánum. En hver reiknar út vaxtakostnað vanrækslunnar? Hvað mun sú skuld kosta þjóðarbúið þegar upp er staðið? Ekki þarf nema drjúga rigningu á Suðausturlandi til að afhjúpa hversu illa er komið fyrir vegakerfinu. Lítið má út af bregða til að samgöngur fari á hliðina. Nógu slæmt er þetta fyrir almenna umferð, en áfallið er ekki síður mikið fyrir ferðaþjónustufyrirtæki á stóru svæði frá Suðurlandi til Austurlands. Ekki aðeins tapast tekjur, heldur hefur afhendingaröryggi fyrirtækjanna boðið hnekki. Slíkt er slæmt afspurnar þegar verið er að byggja upp heilsáratvinnugrein. Óbreytt ástand hamlar þróun atvinnulífs á landsbyggðinni. Eftir því sem vanrækslan stendur lengur hækkar skuldin.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Síðustu ríkisstjórnir hafa tekið drjúgan hluta tekna til að greiða niður skuldir ríkissjóðs og lækka vaxtakostnað. Nánast engir peningar eru sagðir aflögu til viðhalds eða uppbyggingar innviða, allra síst þjóðveganna. Samtök iðnaðarins kynntu fyrir skömmu útreikninga sem sýna að 110-130 milljarða króna þarf til viðhalds þjóðvega og sveitarfélagavega. Þeir peningar eru ekki í augsýn, sultarólin hefur verið hert svo mikið að vegakerfið er að molna niður undan álagi vegna viðhaldsleysis. Það er auðvelt að reikna út vaxtakostnað af lánum. En hver reiknar út vaxtakostnað vanrækslunnar? Hvað mun sú skuld kosta þjóðarbúið þegar upp er staðið? Ekki þarf nema drjúga rigningu á Suðausturlandi til að afhjúpa hversu illa er komið fyrir vegakerfinu. Lítið má út af bregða til að samgöngur fari á hliðina. Nógu slæmt er þetta fyrir almenna umferð, en áfallið er ekki síður mikið fyrir ferðaþjónustufyrirtæki á stóru svæði frá Suðurlandi til Austurlands. Ekki aðeins tapast tekjur, heldur hefur afhendingaröryggi fyrirtækjanna boðið hnekki. Slíkt er slæmt afspurnar þegar verið er að byggja upp heilsáratvinnugrein. Óbreytt ástand hamlar þróun atvinnulífs á landsbyggðinni. Eftir því sem vanrækslan stendur lengur hækkar skuldin.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar