Helmingur vill spítala við Hringbraut Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. október 2017 06:00 Helmingur, eða 51 prósent, þeirra sem afstöðu taka vill að nýr Landspítali verði á Hringbraut. Vísir/Vilhelm Helmingur, eða 51 prósent, þeirra sem afstöðu taka vill að nýr Landspítali verði á Hringbraut. Þá vill þriðjungur, eða 35 prósent, að hann verði á Vífilsstöðum en 14 prósent vilja að hann verði annars staðar. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þeir sem telja að hann eigi að vera annars staðar sögðu flestir að hann ætti að vera í Fossvogi, nokkrir sögðu að hann ætti að vera einhvers staðar annars staðar í Reykjavík en enn aðrir sögðu að hann ætti að vera í Garðabæ.Lilja Alfreðsdóttir.Áætlað er að framkvæmdir hefjist á vormánuðum 2018 við byggingu nýs spítala og er fullnaðarhönnun vel á veg komin. Útboð vegna hönnunar á nýju rannsóknahúsi stendur yfir. „Nú líður senn að því að grunnteikningar meðferðarkjarnans, sem er nýi spítalinn, verði sendar til skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar til umsagnar og samþykktar. Um er að ræða umfangsmikið verkefni, það stærsta á borði borgarinnar síðan Harpa var byggð,“ sagði Erling Ásgeirsson, stjórnarformaður Nýja Landspítalans, í blaði um Hringbrautarverkefnið sem dreift var í gær. Stjórnmálamenn hafa haft ólíkar skoðanir á staðsetningu spítalans og hefur Framsóknarflokkurinn meðal annars gagnrýnt að reisa eigi spítalann við Hringbraut. „Ég tel að þessi staðsetning sem stjórnvöld eru búin að velja, séu hreinlega mistök,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, í viðtali við Bylgjuna í fyrradag. Hún segir umferðaræðar miðsvæðis í borginni vera sprungnar. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. og 3. október. Svarhlutfallið var 59,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvar vilt þú að nýr Landspítali sé staðsettur? Alls tóku 80 prósent afstöðu til spurningarinnar, 18 prósent sögðust óákveðin en 1 prósent svaraði ekki. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Helmingur, eða 51 prósent, þeirra sem afstöðu taka vill að nýr Landspítali verði á Hringbraut. Þá vill þriðjungur, eða 35 prósent, að hann verði á Vífilsstöðum en 14 prósent vilja að hann verði annars staðar. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þeir sem telja að hann eigi að vera annars staðar sögðu flestir að hann ætti að vera í Fossvogi, nokkrir sögðu að hann ætti að vera einhvers staðar annars staðar í Reykjavík en enn aðrir sögðu að hann ætti að vera í Garðabæ.Lilja Alfreðsdóttir.Áætlað er að framkvæmdir hefjist á vormánuðum 2018 við byggingu nýs spítala og er fullnaðarhönnun vel á veg komin. Útboð vegna hönnunar á nýju rannsóknahúsi stendur yfir. „Nú líður senn að því að grunnteikningar meðferðarkjarnans, sem er nýi spítalinn, verði sendar til skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar til umsagnar og samþykktar. Um er að ræða umfangsmikið verkefni, það stærsta á borði borgarinnar síðan Harpa var byggð,“ sagði Erling Ásgeirsson, stjórnarformaður Nýja Landspítalans, í blaði um Hringbrautarverkefnið sem dreift var í gær. Stjórnmálamenn hafa haft ólíkar skoðanir á staðsetningu spítalans og hefur Framsóknarflokkurinn meðal annars gagnrýnt að reisa eigi spítalann við Hringbraut. „Ég tel að þessi staðsetning sem stjórnvöld eru búin að velja, séu hreinlega mistök,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, í viðtali við Bylgjuna í fyrradag. Hún segir umferðaræðar miðsvæðis í borginni vera sprungnar. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. og 3. október. Svarhlutfallið var 59,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvar vilt þú að nýr Landspítali sé staðsettur? Alls tóku 80 prósent afstöðu til spurningarinnar, 18 prósent sögðust óákveðin en 1 prósent svaraði ekki.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent