Enginn vill tilnefna fulltrúa neytenda í verðlagsnefnd búvara Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. október 2017 06:00 Forystumenn launþega og neytenda hafa ekki áhuga á að eiga fulltrúa í verðlagsnefnd Búvara. mynd/lárus karl ingason Velferðarráðherra skipaði Þórólf Matthíasson hagfræðiprófessor og Dóru Siv Tynes í verðlagsnefnd búvöru í stað fulltrúa neytenda sem enginn vill tilnefna. Samkvæmt búvörulögum eiga ASÍ og BSRB að tilnefna sinn fulltrúann hvort. Hvorug samtakanna nýttu sér réttinn og féll það í skaut velferðarráðherra að tilnefna í þeirra stað. „ASÍ krafðist þess fyrir tveimur árum að þessi nefnd yrði lögð niður, enda væri starfsemi hennar tóm vitleysa,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og segir ASÍ ekki vilja ábyrgð á þessu kerfi. Greinin eigi að falla undir samkeppnislög eins og aðrar atvinnugreinar. „BSRB og ASÍ hættu að tilnefna fulltrúa í verðlagsnefnd þegar mjólkurframleiðendur ályktuðu á aðalfundi að gera breytingar á verðlagsnefndinni og ákveða sjálfir hvernig þeir verðlegðu sínar vörur,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. „Við verðum bara að treysta því að þarna séu neytendur inni því allir eru neytendur búvara,“ segir Elín, aðspurð hvort hún telji ekki slæmt að neytendur eigi ekki lengur fulltrúa í nefndinni. Neytendasamtökin eiga ekki tilnefningarrétt í nefndina og hafa ekki sóst eftir því að sögn Brynhildar Pétursdóttur, framkvæmdastjóra samtakanna. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að nefndin vinnur eftir fyrirfram gefnum forsendum sem nefndarmenn hafa lítið um að segja.“ Neytendasamtökin hafi oft hafa gagnrýnt landbúnaðarkerfið því ekki sé nægilegt tillit tekið til hagsmuna neytenda. Aðalhagfræðingur Viðskiptaráðs er nýskipaður formaður nefndarinnar, en Viðskiptaráð hefur gagnrýnt landbúnaðarkerfið harðlega á svipuðum forsendum og ASÍ, BSRB og Neytendasamtökin. Ólíkt samtökum launafólks og neytenda fagnar Viðskiptaráð hins vegar fjölbreyttri samsetningu nefndarinnar, að sögn Katrínar Olgu Jóhannesdóttur, formanns Viðskiptaráðs. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Gunnar Bragi og Sigmundur æfir vegna skipunar Þórólfs í verðlagsnefnd Tala um skipan Þórólfs sem stríðsyfirlýsingu við bændur og landsbyggðina. 3. október 2017 16:29 Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Erlent Fleiri fréttir Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Sjá meira
Velferðarráðherra skipaði Þórólf Matthíasson hagfræðiprófessor og Dóru Siv Tynes í verðlagsnefnd búvöru í stað fulltrúa neytenda sem enginn vill tilnefna. Samkvæmt búvörulögum eiga ASÍ og BSRB að tilnefna sinn fulltrúann hvort. Hvorug samtakanna nýttu sér réttinn og féll það í skaut velferðarráðherra að tilnefna í þeirra stað. „ASÍ krafðist þess fyrir tveimur árum að þessi nefnd yrði lögð niður, enda væri starfsemi hennar tóm vitleysa,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og segir ASÍ ekki vilja ábyrgð á þessu kerfi. Greinin eigi að falla undir samkeppnislög eins og aðrar atvinnugreinar. „BSRB og ASÍ hættu að tilnefna fulltrúa í verðlagsnefnd þegar mjólkurframleiðendur ályktuðu á aðalfundi að gera breytingar á verðlagsnefndinni og ákveða sjálfir hvernig þeir verðlegðu sínar vörur,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. „Við verðum bara að treysta því að þarna séu neytendur inni því allir eru neytendur búvara,“ segir Elín, aðspurð hvort hún telji ekki slæmt að neytendur eigi ekki lengur fulltrúa í nefndinni. Neytendasamtökin eiga ekki tilnefningarrétt í nefndina og hafa ekki sóst eftir því að sögn Brynhildar Pétursdóttur, framkvæmdastjóra samtakanna. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að nefndin vinnur eftir fyrirfram gefnum forsendum sem nefndarmenn hafa lítið um að segja.“ Neytendasamtökin hafi oft hafa gagnrýnt landbúnaðarkerfið því ekki sé nægilegt tillit tekið til hagsmuna neytenda. Aðalhagfræðingur Viðskiptaráðs er nýskipaður formaður nefndarinnar, en Viðskiptaráð hefur gagnrýnt landbúnaðarkerfið harðlega á svipuðum forsendum og ASÍ, BSRB og Neytendasamtökin. Ólíkt samtökum launafólks og neytenda fagnar Viðskiptaráð hins vegar fjölbreyttri samsetningu nefndarinnar, að sögn Katrínar Olgu Jóhannesdóttur, formanns Viðskiptaráðs.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Gunnar Bragi og Sigmundur æfir vegna skipunar Þórólfs í verðlagsnefnd Tala um skipan Þórólfs sem stríðsyfirlýsingu við bændur og landsbyggðina. 3. október 2017 16:29 Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Erlent Fleiri fréttir Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Sjá meira
Gunnar Bragi og Sigmundur æfir vegna skipunar Þórólfs í verðlagsnefnd Tala um skipan Þórólfs sem stríðsyfirlýsingu við bændur og landsbyggðina. 3. október 2017 16:29