Kvenviðmælendum í ljósvakamiðlum fjölgar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. október 2017 10:06 Katrín Jakobsdóttir er formaður Vinstri grænna. Hún er sú kona sem oftast er rætt við í ljósvakamiðlum. vísir/anton brink Kvenviðmælendum í ljósvakamiðlum fjölgar um tvö prósentustig á milli ára og eru nú 35 af hverjum 100 viðmælendum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi kvenna í atvinnulífinu en það er Creditinfo sem mælir stöðu kynjanna í ljósvakamiðlum. Hefur konum fjölgað um fimm prósentustig á síðustu fjórum árum. Oftast er talað við Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna. Mæling á hlutföllum kynjanna í ljósvakamiðlum nær til Rás 1, Rás 2, Bylgjunnar, Sjónvarpsins og Stöð 2 á tímabilinu 1. september 2016 til 31. ágúst 2017. Horft er til allra viðmælenda frétta í ljósvakamiðlum. Auk frétta eru helstu þættir mældir. Í tilkynningu segir að færri konur birtist sem viðmælendur í fréttum heldur en þáttum og er hlutfallið 33 prósent sem er þó einu prósentustigi betra en árið á undan. Í þáttum innlendra ljósvakamiðla eru karlar svo 62 prósent viðmælenda þó að konur sæki í sig veðrið og eru tveimur prósentustigum fleiri nú en árið á undan. Þá er ekki marktækur munur á milli sjónvarps- og útvarpsfrétta en fréttatímar RÚV standa sig betur en fréttatímar 365. „Konur eru 37% viðmælenda þar á móti 63% karla. Þær eru fimm prósentustigum færri hjá 365, eða 32% á móti 68%. Þátturinn Samfélagið á Rás 1 stendur sig best. Þar eru konur 51% viðmælenda en karlar 49%. Reykjavík Síðdegis stendur sig verst, með hlutfallið 24% konur á móti 76% karla – og dalar hlutfall kvenna milli ára. Áhugavert er að sjá dreifingu viðmælenda en 3% þeirra komu 15 sinnum eða oftar fyrir í ljósvakamiðlum á tímabilinu 1. september 2016- 31. ágúst 2017. Þar af voru 99 karlar og 52 konur. Sjö konur eru á topp tuttugu vinsælustu viðmælenda. Allar eru þær í stjórnmálum; Katrín Jakobsdóttir þar efst, svo Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Björt Ólafsdóttir, Oddný G. Harðardóttir og Sigríður Á. Andersen,“ segir í tilkynningu FKA. Tengdar fréttir Í fréttum er þetta helst ... Árið 1937 voru aðildarfélagar Blaðamannafélags Íslands tuttugu talsins. Þetta voru þá blaðamenn helstu dagblaða í Reykjavík og innan hópsins var ein kona. 4. október 2017 07:00 Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Kvenviðmælendum í ljósvakamiðlum fjölgar um tvö prósentustig á milli ára og eru nú 35 af hverjum 100 viðmælendum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi kvenna í atvinnulífinu en það er Creditinfo sem mælir stöðu kynjanna í ljósvakamiðlum. Hefur konum fjölgað um fimm prósentustig á síðustu fjórum árum. Oftast er talað við Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna. Mæling á hlutföllum kynjanna í ljósvakamiðlum nær til Rás 1, Rás 2, Bylgjunnar, Sjónvarpsins og Stöð 2 á tímabilinu 1. september 2016 til 31. ágúst 2017. Horft er til allra viðmælenda frétta í ljósvakamiðlum. Auk frétta eru helstu þættir mældir. Í tilkynningu segir að færri konur birtist sem viðmælendur í fréttum heldur en þáttum og er hlutfallið 33 prósent sem er þó einu prósentustigi betra en árið á undan. Í þáttum innlendra ljósvakamiðla eru karlar svo 62 prósent viðmælenda þó að konur sæki í sig veðrið og eru tveimur prósentustigum fleiri nú en árið á undan. Þá er ekki marktækur munur á milli sjónvarps- og útvarpsfrétta en fréttatímar RÚV standa sig betur en fréttatímar 365. „Konur eru 37% viðmælenda þar á móti 63% karla. Þær eru fimm prósentustigum færri hjá 365, eða 32% á móti 68%. Þátturinn Samfélagið á Rás 1 stendur sig best. Þar eru konur 51% viðmælenda en karlar 49%. Reykjavík Síðdegis stendur sig verst, með hlutfallið 24% konur á móti 76% karla – og dalar hlutfall kvenna milli ára. Áhugavert er að sjá dreifingu viðmælenda en 3% þeirra komu 15 sinnum eða oftar fyrir í ljósvakamiðlum á tímabilinu 1. september 2016- 31. ágúst 2017. Þar af voru 99 karlar og 52 konur. Sjö konur eru á topp tuttugu vinsælustu viðmælenda. Allar eru þær í stjórnmálum; Katrín Jakobsdóttir þar efst, svo Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Björt Ólafsdóttir, Oddný G. Harðardóttir og Sigríður Á. Andersen,“ segir í tilkynningu FKA.
Tengdar fréttir Í fréttum er þetta helst ... Árið 1937 voru aðildarfélagar Blaðamannafélags Íslands tuttugu talsins. Þetta voru þá blaðamenn helstu dagblaða í Reykjavík og innan hópsins var ein kona. 4. október 2017 07:00 Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Í fréttum er þetta helst ... Árið 1937 voru aðildarfélagar Blaðamannafélags Íslands tuttugu talsins. Þetta voru þá blaðamenn helstu dagblaða í Reykjavík og innan hópsins var ein kona. 4. október 2017 07:00