Bein útsending: Tilkynnt um friðarverðlaun Nóbels Þórdís Valsdóttir skrifar 6. október 2017 08:30 Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, hlaut friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir að binda endi á borgarastríð í Kólumbíu Vísir/getty Nóbelsnefnd norska Stórþingsins mun tilkynna innan skamms hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels. Fréttamannafundurinn fer fram í Osló og verður í beinni útsendingu. Fundurinn hefst klukkan 9 og hægt er að fylgjast með útsendingunni hér að neðan. Norska nefndin samanstendur af fimm einstaklingum sem tilnefndir eru af norska þinginu.Mikil spenna ríkir á hverju ári yfir því hver hlýtur verðlaunin. Spekúlantar velta því fyrir sér hverjir koma til með að hreppa vinninginn og engin undantekning er á því nú í ár. Í ár bárust alls 318 tilnefningar, þar af eru 215 einstaklingar og 103 stofnanir. Upplýsingar um tilnefningarnar mega ekki líta dagsins ljós fyrr en 50 árum eftir að verðlaunin eru veitt. Frá árinu 1901 hafa 130 einstaklingar og stofnanir verið sæmd friðarverðlaunum Nóbels. Forseti Kólumbíu, Juan Manuel Santos, hlaut friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir að binda endi á borgarastríð í Kólumbíu sem kostaði 220 þúsund manns lífið.Líklegir vinningshafar Margir telja líklegt að sjálfboðaliðar á átakasvæðum í Sýrlandi sem ganga undir nafninu „hvítu hjálmarnir“ muni hljóta verðlaunin í ár fyrir að hætta lífi sínu við leit að eftirlifandi fórnarlömbum í húsarústum í Aleppo. Sjálfboðaliðar í Sýrlandi sem kenna sig við hvíta hjálma eru taldir líklegir til að hljóta friðarverðlaunin í ár.Vísir/GettyBandaríkjamaðurinn Edward Snowden hefur einnig verið ofarlega á lista yfir þá sem líklegir teljast til að hreppa verðlaunin í ár. Hann varð þekktur á heimsvísu árið 2013 eftir að hann lak gríðarlegu magni leynilegra gagna bandarískra yfirvalda. Snowden flúði til Rússlands árið 2013. Bandaríkjamenn hafa ákært hann fyrir njósnir og krefjast þess að hann verði framseldur. Einnig hefur Frans páfi verið orðaður við verðlaunin ásamt Angelu Merkel. Hagfræðiverðlaun tilkynnt í næstu viku Friðarverðlaunin eru næstsíðustu Nóbelsverðlaunin sem tilkynnt eru á þessu ári. Á mánudaginn verða síðustu verðlaunin, hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans til minningar um Alfred Nobel, tilkynnt. Sýnt verður beint frá fréttamannafundinum í Stokkhólmi og hægt verður að fylgjast með honum í beinni útsendingu á Vísi. Nóbelsverðlaun Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Nóbelsnefnd norska Stórþingsins mun tilkynna innan skamms hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels. Fréttamannafundurinn fer fram í Osló og verður í beinni útsendingu. Fundurinn hefst klukkan 9 og hægt er að fylgjast með útsendingunni hér að neðan. Norska nefndin samanstendur af fimm einstaklingum sem tilnefndir eru af norska þinginu.Mikil spenna ríkir á hverju ári yfir því hver hlýtur verðlaunin. Spekúlantar velta því fyrir sér hverjir koma til með að hreppa vinninginn og engin undantekning er á því nú í ár. Í ár bárust alls 318 tilnefningar, þar af eru 215 einstaklingar og 103 stofnanir. Upplýsingar um tilnefningarnar mega ekki líta dagsins ljós fyrr en 50 árum eftir að verðlaunin eru veitt. Frá árinu 1901 hafa 130 einstaklingar og stofnanir verið sæmd friðarverðlaunum Nóbels. Forseti Kólumbíu, Juan Manuel Santos, hlaut friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir að binda endi á borgarastríð í Kólumbíu sem kostaði 220 þúsund manns lífið.Líklegir vinningshafar Margir telja líklegt að sjálfboðaliðar á átakasvæðum í Sýrlandi sem ganga undir nafninu „hvítu hjálmarnir“ muni hljóta verðlaunin í ár fyrir að hætta lífi sínu við leit að eftirlifandi fórnarlömbum í húsarústum í Aleppo. Sjálfboðaliðar í Sýrlandi sem kenna sig við hvíta hjálma eru taldir líklegir til að hljóta friðarverðlaunin í ár.Vísir/GettyBandaríkjamaðurinn Edward Snowden hefur einnig verið ofarlega á lista yfir þá sem líklegir teljast til að hreppa verðlaunin í ár. Hann varð þekktur á heimsvísu árið 2013 eftir að hann lak gríðarlegu magni leynilegra gagna bandarískra yfirvalda. Snowden flúði til Rússlands árið 2013. Bandaríkjamenn hafa ákært hann fyrir njósnir og krefjast þess að hann verði framseldur. Einnig hefur Frans páfi verið orðaður við verðlaunin ásamt Angelu Merkel. Hagfræðiverðlaun tilkynnt í næstu viku Friðarverðlaunin eru næstsíðustu Nóbelsverðlaunin sem tilkynnt eru á þessu ári. Á mánudaginn verða síðustu verðlaunin, hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans til minningar um Alfred Nobel, tilkynnt. Sýnt verður beint frá fréttamannafundinum í Stokkhólmi og hægt verður að fylgjast með honum í beinni útsendingu á Vísi.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira