Bíó og sjónvarp

Leita að krökkum í talsetningu á Lói - Þú flýgur aldrei einn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Teiknimyndin Lói - Þú flýgur aldrei einn, kemur út snemma á næsta ári og er leit hafin af krökkum til þess að talsetja aðalpersónurnar í myndinni.

Áheyrnarprufur fyrir talsetningu verða haldnar í Smárabíói, Kópavogi laugardaginn 21. október frá kl 10:00 til 14:00 en leitað er að strák á aldrinum 10-14 til þess að talsetja Lóa og stelpu á sama aldri til að talsetja Lóu.

Lói – þú flýg­ur aldrei einn seg­ir af lóu unga sem er ófleyg­ur að hausti þegar far­fugl­arn­ir halda suður á bóg­inn. Hann verður að lifa af vet­ur­inn til að geta sameinast ástvinum sínum næsta vor. Saga er eftir Friðrik Erlingsson, leikstjórar eru Árni Ólafur Ásgeirsson og Gunnar Karlsson, sem jafnframt hannar útlit.

Myndin verður sýnd um allan heim og búið er að selja hana til yfir 50 landa. Hér má skrá sig í prufu. 



Hér fyrir neðan er brotið úr myndinni sem notað er í prufunum.

Lói - Áheyrnarpróf from Sagafilm Productions on Vimeo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×