Heilbrigðiskerfið ekki nógu samkeppnishæft Heimir Már Pétursson skrifar 18. október 2017 20:30 Ríkisendurskoðun telur mikilvægt að hraða nýliðun hjúkrunarfræðinga til að bregðast við skorti á þeim innan íslensks heilbrigðiskerfis. Verði ekki gripið til viðhlítandi ráðstafana gæti sá skortur haft óæskileg áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að stefnt hafi í þetta í mörg ár og félagið hafi bent á þetta lengi. „Starfsaldur hjúkrunarfræðinga fer hækkandi. Við erum ekki að fá þá alla til starfa sem útskrifast og við þurfum fleiri í þjónustuna. Bæði erum við að veita flóknari þjónustu, við erum að eldast, tækninni fer fram og það er svo margt svoleiðis sem líka hefur áhrif,“ segir Guðbjörg.Enn fremur segir hún þetta vera mjög stórt launamál. Tvö ár séu frá því að gerðardómur hafi verið settur á hjúkrunarfræðinga. Sömuleiðis skipti vinnuumhverfið mjög miklu máli. „Vinnuumhverfið, eins og við vitum, bara hér á Landspítalanum mætti vera betra og í rauninni alls annars staðar í kerfinu. Þannig að þetta skiptir máli. Við erum enn með 40 stunda vinnuviku á Íslandi fyrir fólk sem er að vinna þrískiptar vaktir og það sjáum við til dæmis ekki hjá hjúkrunarfræðingum á Norðurlöndum og höfum ekki séð í mörg ár.“ Guðbjörg segir að ekki sé einungis verið að missa hjúkrunarfræðinga úr landi heldur einnig til annarra starfa. „Það er sorglegt, að við séum að mennta hjúkrunarfræðinga til annarra starfa. Menntunin er góð og gild og því er þetta eftirsóknarverðir starfskraftar. Það er í rauninni þannig að heilbrigðiskerfið er ekki nógu samkeppnishæft um þessa starfskrafta í dag,“ segir Guðbjörg. Heilbrigðismál Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Ríkisendurskoðun telur mikilvægt að hraða nýliðun hjúkrunarfræðinga til að bregðast við skorti á þeim innan íslensks heilbrigðiskerfis. Verði ekki gripið til viðhlítandi ráðstafana gæti sá skortur haft óæskileg áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að stefnt hafi í þetta í mörg ár og félagið hafi bent á þetta lengi. „Starfsaldur hjúkrunarfræðinga fer hækkandi. Við erum ekki að fá þá alla til starfa sem útskrifast og við þurfum fleiri í þjónustuna. Bæði erum við að veita flóknari þjónustu, við erum að eldast, tækninni fer fram og það er svo margt svoleiðis sem líka hefur áhrif,“ segir Guðbjörg.Enn fremur segir hún þetta vera mjög stórt launamál. Tvö ár séu frá því að gerðardómur hafi verið settur á hjúkrunarfræðinga. Sömuleiðis skipti vinnuumhverfið mjög miklu máli. „Vinnuumhverfið, eins og við vitum, bara hér á Landspítalanum mætti vera betra og í rauninni alls annars staðar í kerfinu. Þannig að þetta skiptir máli. Við erum enn með 40 stunda vinnuviku á Íslandi fyrir fólk sem er að vinna þrískiptar vaktir og það sjáum við til dæmis ekki hjá hjúkrunarfræðingum á Norðurlöndum og höfum ekki séð í mörg ár.“ Guðbjörg segir að ekki sé einungis verið að missa hjúkrunarfræðinga úr landi heldur einnig til annarra starfa. „Það er sorglegt, að við séum að mennta hjúkrunarfræðinga til annarra starfa. Menntunin er góð og gild og því er þetta eftirsóknarverðir starfskraftar. Það er í rauninni þannig að heilbrigðiskerfið er ekki nógu samkeppnishæft um þessa starfskrafta í dag,“ segir Guðbjörg.
Heilbrigðismál Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira