Flest bendir til þess að hinn þrítugi Nagelsmann, sem hefur gert frábæra hluti með Hoffenheim, taki við Bayern eftir tímabilið.

„Kannski væri það gott að vera hjá Hoffenheim í nokkur ár í viðbót og safna í reynslubankann,“ sagði Heynckes.
„Þú getur enn gert mistök hjá minna félagi. Einn daginn mun hann enda hjá Bayern.“
Heynckes tók við Bayern eftir að Carlo Ancelotti var látinn taka pokann sinn. Þetta er í fjórða sinn sem Heynckes stýrir Bayern en síðast þegar hann var með liðið vann það þrefalt.
Bayern rúllaði yfir Freiburg, 5-0, í fyrsta leiknum eftir að Heynckes tók við.
Bayern tekur á móti Celtic í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5