Metið sem Liverpool setti á móti KR-ingum féll loksins í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2017 09:30 Fyrirliðar liðanna heilsast fyrir leikinn fyrir 53 árum síðan. Ron Yeats og Ellert B Schram. Liverpool-liðið setti allskonar met í stórsigri sínum í Meistaradeildinni í gærkvöldi en Ísland kom við sögu í einu af metunum sem féllu. Fyrsti Evrópuleikur íslensks fótboltaliðs fór fram á Laugardalsvellinum 17. ágúst 1964. Þá settu gestir KR-inga í Liverpool met sem stóð þar til í gærkvöldi. Liverpool vann 5-0 sigur á KR í þessum leik fyrir meira en 50 árum síðan og samanlagt 11-1 eftir 6-1 sigur í seinni leiknum á Anfield. Fyrirsögnin í Vísi var „KR með handknattleiksvörn“ en fyrirsögnin í Morgunblaðinu var „Liverpool-liðið lék sér að KR eins og köttur að mús“ „Þið hefðu fengið á ykkur 25 mörk, hefðuð þið notað aðra varnaraðferð en þessa,“ sagði Bill Shankly, knattspyrnustjóri Liverpool, við Jón Birgi Pétursson, blaðamann Vísis, eftir leikinn. Það má sjá upplýsingar um leikinn á heimasíðu Liverpool hér sem og grein um ferðina til Reykjavíkur hér. Hér fyrir neðan má sjá hluta úr heimildarmynd um fyrstu leiki Liverpool í Evrópukeppni þar sem meðal annars er talað heilmikið um ferðina til Reykjavíkur haustið 1964. Umfjöllun um KR-leikinn hefst um 4:30.Í gærkvöldi mættu Liverpool-menn hinsvegar til Maribor í Slóveníu og léku þar við hvern sinn fingur í 7-0 sigri. Metið sem Liverpool setti á Laugardalsvellinum, stærsti sigur félagsins á útivelli í Evrópukeppni, hafði staðið í 19.419 daga. Liverpool hafði jafnað það tvisvar sinnum, 1976 og 2001, en aldrei náð að bæta það þar til í gærkvöldi. Á bloggsíðunni Boltabull á finna umfjöllun um þennan sögulega leik á Laugardalsvellinum þar sem kom meðal annars fram að þegar Liverpool liðið kom til landsins tóku flugmenn Loftleiðavélarinnar Skýfaxa heilmikið útsýnisflug yfir Surtsey, sem enn gaus með miklum látum, og leikmenn liðsins áttu ekki orð yfir þeim ósköpum sem þar fóru fram. Þar er einnig sagt frá miklum áhuga breskra fjölmiðla á leiknum en stuttu fyrir leikinn í Reykjavík komu hingað sjónvarpstökulið frá BBC og tóku upp efni fyrir þáttinn Tonight Show. Það má lesa skemmtilega umfjöllun um leikinn hér. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Markaveisla í Maribor Liverpool sló félagsmet í kvöld er liðið valtaði yfir slóvenska liðið Maribor í kvöld, 0-7. 17. október 2017 20:30 Sjáðu markaveisluna í Meistaradeildinni Það var enginn skortur á mörkum í Meistaradeildinni í kvöld og hægt er að sjá öll mörkin á Vísi. 17. október 2017 21:24 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Liverpool-liðið setti allskonar met í stórsigri sínum í Meistaradeildinni í gærkvöldi en Ísland kom við sögu í einu af metunum sem féllu. Fyrsti Evrópuleikur íslensks fótboltaliðs fór fram á Laugardalsvellinum 17. ágúst 1964. Þá settu gestir KR-inga í Liverpool met sem stóð þar til í gærkvöldi. Liverpool vann 5-0 sigur á KR í þessum leik fyrir meira en 50 árum síðan og samanlagt 11-1 eftir 6-1 sigur í seinni leiknum á Anfield. Fyrirsögnin í Vísi var „KR með handknattleiksvörn“ en fyrirsögnin í Morgunblaðinu var „Liverpool-liðið lék sér að KR eins og köttur að mús“ „Þið hefðu fengið á ykkur 25 mörk, hefðuð þið notað aðra varnaraðferð en þessa,“ sagði Bill Shankly, knattspyrnustjóri Liverpool, við Jón Birgi Pétursson, blaðamann Vísis, eftir leikinn. Það má sjá upplýsingar um leikinn á heimasíðu Liverpool hér sem og grein um ferðina til Reykjavíkur hér. Hér fyrir neðan má sjá hluta úr heimildarmynd um fyrstu leiki Liverpool í Evrópukeppni þar sem meðal annars er talað heilmikið um ferðina til Reykjavíkur haustið 1964. Umfjöllun um KR-leikinn hefst um 4:30.Í gærkvöldi mættu Liverpool-menn hinsvegar til Maribor í Slóveníu og léku þar við hvern sinn fingur í 7-0 sigri. Metið sem Liverpool setti á Laugardalsvellinum, stærsti sigur félagsins á útivelli í Evrópukeppni, hafði staðið í 19.419 daga. Liverpool hafði jafnað það tvisvar sinnum, 1976 og 2001, en aldrei náð að bæta það þar til í gærkvöldi. Á bloggsíðunni Boltabull á finna umfjöllun um þennan sögulega leik á Laugardalsvellinum þar sem kom meðal annars fram að þegar Liverpool liðið kom til landsins tóku flugmenn Loftleiðavélarinnar Skýfaxa heilmikið útsýnisflug yfir Surtsey, sem enn gaus með miklum látum, og leikmenn liðsins áttu ekki orð yfir þeim ósköpum sem þar fóru fram. Þar er einnig sagt frá miklum áhuga breskra fjölmiðla á leiknum en stuttu fyrir leikinn í Reykjavík komu hingað sjónvarpstökulið frá BBC og tóku upp efni fyrir þáttinn Tonight Show. Það má lesa skemmtilega umfjöllun um leikinn hér.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Markaveisla í Maribor Liverpool sló félagsmet í kvöld er liðið valtaði yfir slóvenska liðið Maribor í kvöld, 0-7. 17. október 2017 20:30 Sjáðu markaveisluna í Meistaradeildinni Það var enginn skortur á mörkum í Meistaradeildinni í kvöld og hægt er að sjá öll mörkin á Vísi. 17. október 2017 21:24 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Markaveisla í Maribor Liverpool sló félagsmet í kvöld er liðið valtaði yfir slóvenska liðið Maribor í kvöld, 0-7. 17. október 2017 20:30
Sjáðu markaveisluna í Meistaradeildinni Það var enginn skortur á mörkum í Meistaradeildinni í kvöld og hægt er að sjá öll mörkin á Vísi. 17. október 2017 21:24
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu