Þotu Primera Air lent aftur með hraði skömmu eftir flugtak á Alicante Birgir Olgeirsson skrifar 17. október 2017 14:51 Farþegaþota frá Primera Air. Vísir Lenda þurfti farþegaþotu Primera Air á Alicante-flugvelli á Spáni skömmu eftir flugtak klukkan tvö í dag. Fjöldi Íslendinga var á meðal farþega í þotunni en einhverjir þeirra heyrðu háan smell skömmu eftir flugtak. Skömmu síðar var þotunni flogið langan hring og henni lent aftur á Alicante-flugvelli. Farþegarnir voru sendir aftur inn í flugstöð og bíða nú eftir frekari upplýsingum. Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna þotunni var snúið við og lent aftur með hraði en flest bendir til þess að um sé að ræða vélarbilun. Tilkynning hefur borist frá Primera Air en þar kemur fram að skömmu eftir flugtak hafi kviknað varúðarljós sem bentu til bilunar í öðrum hreyfli.Flugstöðin í Alicante.Vísir/GettyFerðaskrifstofan Heimsferðir átti sæti bókuð með þessu flugi Primera Air. Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, segir í samtali við Vísi að hann bíði eftir upplýsingum frá Primera Air um það hvenær vélin fer aftur af stað. Vonast er til að bilunin sé minniháttar en þeir sem voru á vegum Heimsferða verða látnir vita þegar frekari upplýsingar berast. Uppfært klukkan 15:15 Eftirfarandi tilkynning var að berast frá Primera Air vegna málsins: Flugvél Primera Air Nordic snéri fyrr í dag tilbaka til Alicante á Spáni vegna tæknibilunar. Vélin, sem hefur flugnúmerið 6F108, var á leið til Keflavikur frá Alicante og skömmu eftir flugtak kviknuðu varúðarljós sem bentu til bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar. Í samræmi við vinnureglur var ákveðið að snúa vélinni við og lenda henni aftur í Alicante. Flugvélin lenti kl 15:30 að staðartíma í Alicante. Tæknimenn eru að skoða vélina og gert er ráð fyrir að vélin fari frá Alicante með farþegana til Keflavíkur eftir skoðun. Farþegar bíða nú í flugstöðinni eftir frekari fréttum. Öryggi farþega Primera Air er alltaf í fyrirrúmi og var af þeim ástæðum ákveðið að snúa vélinni við. Flugmenn vélarinnar eru þjálfaðir til að bregðast við í aðstæðum sem þessum og lendingin var í samræmi við verkferla félagsins í tilvikum sem þessum. Áhöfn og farþegar hafa það gott samkvæmt upplýsingum frá Alicante. Uppfært klukkan 16:55:ÖNNUR VÉL SÆKIR FARÞEGA FRÁ ALICANTEÁkveðið hefur verið að senda aðra flugvél til Alicante á Spáni til að sækja farþega Primera Air sem voru um borð í vél með flugnúmerið 6F108, en henni var snúið til baka til flugvallar skömmu eftir flugtak um miðjan dag í dag. Viðvörunarljós sem kviknuðu bentu til bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar og í samræmi við vinnureglur var ákveðið að snúa vélinni við og lenda henni aftur í Alicante. Flugvélin lenti kl 15:30 að staðartíma í Alicante. Tæknimenn skoðuðu vélina og hafa nú staðfest bilun í hreyflinum. Óskað hefur verið eftir varahlutum til viðgerða en um er að ræða olíusíu í vinstri hreyfli. Hins vegar er ljóst að viðgerð muni ekki ljúka áður en kemur til lögbundins hvíldartíma áhafnar og því hefur verið ákveðið að senda aðra flugvél til að sækja farþega. Farþegum flugvélarinnar verður nú ekið aftur til Alicante þar sem þeim er boðin gisting á hóteli ásamt kvöldverði. Áætlað er að farþegar fljúgi til Keflavíkur kl. 05:00 að staðartíma. Fréttir af flugi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sjá meira
Lenda þurfti farþegaþotu Primera Air á Alicante-flugvelli á Spáni skömmu eftir flugtak klukkan tvö í dag. Fjöldi Íslendinga var á meðal farþega í þotunni en einhverjir þeirra heyrðu háan smell skömmu eftir flugtak. Skömmu síðar var þotunni flogið langan hring og henni lent aftur á Alicante-flugvelli. Farþegarnir voru sendir aftur inn í flugstöð og bíða nú eftir frekari upplýsingum. Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna þotunni var snúið við og lent aftur með hraði en flest bendir til þess að um sé að ræða vélarbilun. Tilkynning hefur borist frá Primera Air en þar kemur fram að skömmu eftir flugtak hafi kviknað varúðarljós sem bentu til bilunar í öðrum hreyfli.Flugstöðin í Alicante.Vísir/GettyFerðaskrifstofan Heimsferðir átti sæti bókuð með þessu flugi Primera Air. Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, segir í samtali við Vísi að hann bíði eftir upplýsingum frá Primera Air um það hvenær vélin fer aftur af stað. Vonast er til að bilunin sé minniháttar en þeir sem voru á vegum Heimsferða verða látnir vita þegar frekari upplýsingar berast. Uppfært klukkan 15:15 Eftirfarandi tilkynning var að berast frá Primera Air vegna málsins: Flugvél Primera Air Nordic snéri fyrr í dag tilbaka til Alicante á Spáni vegna tæknibilunar. Vélin, sem hefur flugnúmerið 6F108, var á leið til Keflavikur frá Alicante og skömmu eftir flugtak kviknuðu varúðarljós sem bentu til bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar. Í samræmi við vinnureglur var ákveðið að snúa vélinni við og lenda henni aftur í Alicante. Flugvélin lenti kl 15:30 að staðartíma í Alicante. Tæknimenn eru að skoða vélina og gert er ráð fyrir að vélin fari frá Alicante með farþegana til Keflavíkur eftir skoðun. Farþegar bíða nú í flugstöðinni eftir frekari fréttum. Öryggi farþega Primera Air er alltaf í fyrirrúmi og var af þeim ástæðum ákveðið að snúa vélinni við. Flugmenn vélarinnar eru þjálfaðir til að bregðast við í aðstæðum sem þessum og lendingin var í samræmi við verkferla félagsins í tilvikum sem þessum. Áhöfn og farþegar hafa það gott samkvæmt upplýsingum frá Alicante. Uppfært klukkan 16:55:ÖNNUR VÉL SÆKIR FARÞEGA FRÁ ALICANTEÁkveðið hefur verið að senda aðra flugvél til Alicante á Spáni til að sækja farþega Primera Air sem voru um borð í vél með flugnúmerið 6F108, en henni var snúið til baka til flugvallar skömmu eftir flugtak um miðjan dag í dag. Viðvörunarljós sem kviknuðu bentu til bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar og í samræmi við vinnureglur var ákveðið að snúa vélinni við og lenda henni aftur í Alicante. Flugvélin lenti kl 15:30 að staðartíma í Alicante. Tæknimenn skoðuðu vélina og hafa nú staðfest bilun í hreyflinum. Óskað hefur verið eftir varahlutum til viðgerða en um er að ræða olíusíu í vinstri hreyfli. Hins vegar er ljóst að viðgerð muni ekki ljúka áður en kemur til lögbundins hvíldartíma áhafnar og því hefur verið ákveðið að senda aðra flugvél til að sækja farþega. Farþegum flugvélarinnar verður nú ekið aftur til Alicante þar sem þeim er boðin gisting á hóteli ásamt kvöldverði. Áætlað er að farþegar fljúgi til Keflavíkur kl. 05:00 að staðartíma.
Fréttir af flugi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sjá meira