Sætir geðrannsókn eftir manndrápið á Hagamel Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. október 2017 06:00 Maður, sem játað hefur að hafa banað Sanitu Brauna, óskaði ekki eftir því að andlit hans yrði hulið er hann var leiddur fyrir dómara. Vísir/anton brink Karlmaður, sem játað hefur að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í húsi við Hagamel þann 21. september síðastliðinn, sætir geðrannsókn til að skera megi úr um sakhæfi hans. Samkvæmt 2. mgr. 77. gr. laga um meðferð sakamála er rétt að láta sakborning sæta sérstakri geðrannsókn „ef vafi leikur á um að sakborningur sé sakhæfur eða refsing geti borið árangur vegna andlegs ástands hans“. Aðspurður segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, það ekki fortakslausa reglu að sakborningar í manndrápsmálum sæti geðrannsókn en ákæruvaldið geri þó mjög gjarnan kröfu um það í svona málum.Grímur Grímsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/Anton Brink„Eins og kom fram í tilkynningu, þá liggur játning fyrir í málinu, en í svona málum eru alltaf rannsakaðir allir þættir sem mögulega geta skýrt málið, tæma talið má segja.“ Grímur bendir á að sakhæfi er lögfræðilegt álitaefni og þótt læknir framkvæmi geðmatið er það dómarans að komast að niðurstöðu um hvort hann sé sakhæfur eða ekki. Endanleg niðurstaða um sakhæfi liggi þannig ekki fyrir með mati læknis heldur með dómi. Rannsókn málsins er nú á lokametrunum. „Málið er enn í rannsókn hjá okkur, en það er ekki mikið eftir. Það eru að koma niðurstöður úr tæknirannsóknum og skýrslur eru að berast,“ segir Grímur sem þorir ekki að segja til um hvenær niðurstaða rannsóknarinnar verði send héraðssaksóknara sem fer með ákæruvald í málinu. Grímur segir blasa við að konan hafi látist af völdum höfuðáverka, en lögregla hefur þegar greint frá því að sakborningurinn í málinu hafi játað að hafa greitt henni höfuðhögg með slökkvitæki. Sakborningurinn sætir nú gæsluvarðhaldi til 27. október á grundvelli úrskurðar sem kveðinn var upp 29. september síðastliðinn. Upphaflega var maðurinn úrskurðaður í vikuvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna, en vegna þess hve vel rannsóknin er á veg komin, byggir gildandi úrskurður á 2. mgr. 95. gr. almennra hegningarlaga um almannahagsmuni eins og tíðkast í manndrápsmálum. Birtist í Fréttablaðinu Manndráp á Hagamel Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Karlmaður, sem játað hefur að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í húsi við Hagamel þann 21. september síðastliðinn, sætir geðrannsókn til að skera megi úr um sakhæfi hans. Samkvæmt 2. mgr. 77. gr. laga um meðferð sakamála er rétt að láta sakborning sæta sérstakri geðrannsókn „ef vafi leikur á um að sakborningur sé sakhæfur eða refsing geti borið árangur vegna andlegs ástands hans“. Aðspurður segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, það ekki fortakslausa reglu að sakborningar í manndrápsmálum sæti geðrannsókn en ákæruvaldið geri þó mjög gjarnan kröfu um það í svona málum.Grímur Grímsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/Anton Brink„Eins og kom fram í tilkynningu, þá liggur játning fyrir í málinu, en í svona málum eru alltaf rannsakaðir allir þættir sem mögulega geta skýrt málið, tæma talið má segja.“ Grímur bendir á að sakhæfi er lögfræðilegt álitaefni og þótt læknir framkvæmi geðmatið er það dómarans að komast að niðurstöðu um hvort hann sé sakhæfur eða ekki. Endanleg niðurstaða um sakhæfi liggi þannig ekki fyrir með mati læknis heldur með dómi. Rannsókn málsins er nú á lokametrunum. „Málið er enn í rannsókn hjá okkur, en það er ekki mikið eftir. Það eru að koma niðurstöður úr tæknirannsóknum og skýrslur eru að berast,“ segir Grímur sem þorir ekki að segja til um hvenær niðurstaða rannsóknarinnar verði send héraðssaksóknara sem fer með ákæruvald í málinu. Grímur segir blasa við að konan hafi látist af völdum höfuðáverka, en lögregla hefur þegar greint frá því að sakborningurinn í málinu hafi játað að hafa greitt henni höfuðhögg með slökkvitæki. Sakborningurinn sætir nú gæsluvarðhaldi til 27. október á grundvelli úrskurðar sem kveðinn var upp 29. september síðastliðinn. Upphaflega var maðurinn úrskurðaður í vikuvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna, en vegna þess hve vel rannsóknin er á veg komin, byggir gildandi úrskurður á 2. mgr. 95. gr. almennra hegningarlaga um almannahagsmuni eins og tíðkast í manndrápsmálum.
Birtist í Fréttablaðinu Manndráp á Hagamel Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira