Fá leyfi til framkvæmda við Minden til að ná í fjársjóðskistuna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. október 2017 16:33 Kassi sem AMS vill skyggnast í er í sérstyrktu rými undir efsta þilfari Minden sem liggur á 2.242 metra dýpi um 120 mílur undan Íslandi. MYND/AMS Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir breska fyrirtækið Advanced Marine Services Limited (AMS) vegna framkvæmda við skipsflakið Minden en fyrirtækið vill ná verðmætum úr skipinu. Í bréfi lögmanns AMS til Umhverfisstofnunar kemur fram að fyrirtækið telji að finna megi gull og silfur í skipsflakinu en fyrst var greint frá því á vef Fiskifrétta í dag. Minden var þýskt gufuknúið fraktskip sem sökk þann 24. júní 1939. Skipið liggur á 2240 metra dýpi á hafsbotni í 120 sjómílna fjarlægð suðaustur af Íslandi. Samkvæmt frétt á vef Umhverfisstofnunar er starfsleyfið veitt samkvæmt lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir sbr. og reglugerð nr. 785/1999 og gildir til 1. maí 2018. Í umfjöllun Fréttablaðsins í júlí kom fram að AMS hafi í apríl síðastliðnum byrjað að bjástra við Minden. Skipinu sem AMS leigði til verksins, Seabed Constructor, var hins vegar stuggað í land af Landhelgisgæslunni 9. apríl. Umsókn um starfsleyfi til að leita í flakinu barst Umhverfisstofnun síðar í mánuðinum eða þann 27. apríl. Nú hefur starfsleyfið sem sagt fengist og segir í frétt Umhverfisstofnunar að helstu umsóknargögn og drög að starfsleyfistillögu hafi verið send nokkrum stofnunum til umsagnar áður en opinber auglýsing fór í loftið. „Athygli er vakin á því að starfsleyfi Umhverfisstofnunar snýr að hugsanlegum mengunarþáttum en ekki verðmætum sem kunna að finnast í flakinu. Í starfsleyfinu er farið fram á að gerðar séu skráningar m.a. á því sem tekið er úr skipsflakinu (magn og gerð) og þeim upplýsingum komið til stofnunarinnar,“ segir á vef Umhverfisstofnunar. Tengdar fréttir Svara ekki frekar um fjársjóðsleitina í bili "Án þess að það hafi áhrif á réttindi og aðgerðir Hapag-Lloyd AG með tilliti til eignarhaldsins á verðmætum í flakinu eða á skipinu viljum við ekki tjá okkur neitt frekar um málið að svo stöddu,“ segir Nils Haupt, aðalframkvæmdastjóri samskipta hjá þýska skipafélaginu Hapag-Lloyd AG sem lýst hefur sig eiganda að flutningaskipinu SS Minden. 12. október 2017 04:00 Þýskt útgerðarfélag gerir tilkall til fjársjóðsskipsins SS Minden Skipafélagið Hapag-Lloyd gerir tilkall til þýska skipsins Minden sem breska félagið AMS hyggst opna á hafsbotni undan Íslandi til að ná upp verðmætum málmum. AMS minnir Umhverfisstofnun á loforð um að gefa ekki upp staðsetningu Minden. 5. október 2017 06:00 Ráðuneyti segja pass við leit að fjársjóði í skipsflaki úr stríðinu Þar sem ekki er um vísindarannsókn að ræða tekur utanríkisráðuneytið ekki afstöðu til þess hvort leita megi verðmæta í flaki þýska skipsins Minden. Dómsmálaráðuneytið svarar ekki spurningum um málið. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir breska fyrirtækið Advanced Marine Services Limited (AMS) vegna framkvæmda við skipsflakið Minden en fyrirtækið vill ná verðmætum úr skipinu. Í bréfi lögmanns AMS til Umhverfisstofnunar kemur fram að fyrirtækið telji að finna megi gull og silfur í skipsflakinu en fyrst var greint frá því á vef Fiskifrétta í dag. Minden var þýskt gufuknúið fraktskip sem sökk þann 24. júní 1939. Skipið liggur á 2240 metra dýpi á hafsbotni í 120 sjómílna fjarlægð suðaustur af Íslandi. Samkvæmt frétt á vef Umhverfisstofnunar er starfsleyfið veitt samkvæmt lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir sbr. og reglugerð nr. 785/1999 og gildir til 1. maí 2018. Í umfjöllun Fréttablaðsins í júlí kom fram að AMS hafi í apríl síðastliðnum byrjað að bjástra við Minden. Skipinu sem AMS leigði til verksins, Seabed Constructor, var hins vegar stuggað í land af Landhelgisgæslunni 9. apríl. Umsókn um starfsleyfi til að leita í flakinu barst Umhverfisstofnun síðar í mánuðinum eða þann 27. apríl. Nú hefur starfsleyfið sem sagt fengist og segir í frétt Umhverfisstofnunar að helstu umsóknargögn og drög að starfsleyfistillögu hafi verið send nokkrum stofnunum til umsagnar áður en opinber auglýsing fór í loftið. „Athygli er vakin á því að starfsleyfi Umhverfisstofnunar snýr að hugsanlegum mengunarþáttum en ekki verðmætum sem kunna að finnast í flakinu. Í starfsleyfinu er farið fram á að gerðar séu skráningar m.a. á því sem tekið er úr skipsflakinu (magn og gerð) og þeim upplýsingum komið til stofnunarinnar,“ segir á vef Umhverfisstofnunar.
Tengdar fréttir Svara ekki frekar um fjársjóðsleitina í bili "Án þess að það hafi áhrif á réttindi og aðgerðir Hapag-Lloyd AG með tilliti til eignarhaldsins á verðmætum í flakinu eða á skipinu viljum við ekki tjá okkur neitt frekar um málið að svo stöddu,“ segir Nils Haupt, aðalframkvæmdastjóri samskipta hjá þýska skipafélaginu Hapag-Lloyd AG sem lýst hefur sig eiganda að flutningaskipinu SS Minden. 12. október 2017 04:00 Þýskt útgerðarfélag gerir tilkall til fjársjóðsskipsins SS Minden Skipafélagið Hapag-Lloyd gerir tilkall til þýska skipsins Minden sem breska félagið AMS hyggst opna á hafsbotni undan Íslandi til að ná upp verðmætum málmum. AMS minnir Umhverfisstofnun á loforð um að gefa ekki upp staðsetningu Minden. 5. október 2017 06:00 Ráðuneyti segja pass við leit að fjársjóði í skipsflaki úr stríðinu Þar sem ekki er um vísindarannsókn að ræða tekur utanríkisráðuneytið ekki afstöðu til þess hvort leita megi verðmæta í flaki þýska skipsins Minden. Dómsmálaráðuneytið svarar ekki spurningum um málið. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
Svara ekki frekar um fjársjóðsleitina í bili "Án þess að það hafi áhrif á réttindi og aðgerðir Hapag-Lloyd AG með tilliti til eignarhaldsins á verðmætum í flakinu eða á skipinu viljum við ekki tjá okkur neitt frekar um málið að svo stöddu,“ segir Nils Haupt, aðalframkvæmdastjóri samskipta hjá þýska skipafélaginu Hapag-Lloyd AG sem lýst hefur sig eiganda að flutningaskipinu SS Minden. 12. október 2017 04:00
Þýskt útgerðarfélag gerir tilkall til fjársjóðsskipsins SS Minden Skipafélagið Hapag-Lloyd gerir tilkall til þýska skipsins Minden sem breska félagið AMS hyggst opna á hafsbotni undan Íslandi til að ná upp verðmætum málmum. AMS minnir Umhverfisstofnun á loforð um að gefa ekki upp staðsetningu Minden. 5. október 2017 06:00
Ráðuneyti segja pass við leit að fjársjóði í skipsflaki úr stríðinu Þar sem ekki er um vísindarannsókn að ræða tekur utanríkisráðuneytið ekki afstöðu til þess hvort leita megi verðmæta í flaki þýska skipsins Minden. Dómsmálaráðuneytið svarar ekki spurningum um málið. 2. ágúst 2017 06:00