Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. október 2017 06:30 Liðlega 20 konur hafa stigið fram og sakað Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Vísir/Getty Bandaríska kvikmyndaakademían, sem meðal annars úthlutar Óskarsverðlaununum ár hvert, mun boða til neyðarfundar til að ræða framtíð kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Fjölmargar konur hafa stigið fram á undanförnum dögum og sakað hann um kynferðisofbeldi og áreitni, þeirra á meðal leikkonurnar Gwyneth Paltrow og Angelina Jolie. Eiginkona Weinstein, Georgina Chapman, hefur jafnframt yfirgefið hann og sagt gjörðir hans vera ófyrirgefanlegar. Þá var honum um liðna helgi vikið frá störfum sem stjórnarformaður The Weinstein Company. Á vef breska ríkisútvarpsins er haft eftir akademíunni að henni þyki ásakanirnar á hendur Weinstein vera viðurstyggilegar. Muni hún því funda um stöðu hans innan akademíunnar og taldar eru líkur á að aðild hans verði afturkölluð. Áætlað er að fundað verði á laugardag til að „ræða ásakanirnar og aðgerðir sem akademían getur gripið til.“ Hún hefur alls veitt kvikmyndafyrirtækjum Weinstein, Miramax og Weinstein Company, 81 Óskarsverðlaun í gegnum árin. Sjá einnig: Cara Delevingne opnar sig um hræðilega reynslu sína af Weinstein Bafta, breska kvikmyndaakademían, greindi frá því í gær að hún hefi ógilt aðild hans. Weinstein hefur ætíð lýst yfir sakleysi sínu í málinu, þrátt fyrir að The New Yorker hafi birt hljóðupptöku á dögunum þar sem greinilega má heyra hann áreita unga fyrirsætu. Þá hefur lögreglan í New York reynt að ná tali af manneskju í tengslum við ásakanir á hendur Weinstein sem ná til ársins 2004. Lögreglan vildi ekki greina BBC nánar frá ástæðum þessa. Mál Harvey Weinstein Óskarinn Bandaríkin Hollywood MeToo Tengdar fréttir „Til hamingju, þið þurfið ekki lengur að þykjast vera hrifnar af Harvey Weinstein“ Fjögurra ára gamall Óskarsverðlaunabrandari ratar í fréttirnar vegna umfjöllunar um framleiðandann Harvey Weinstein. 11. október 2017 10:24 Birta hljóðupptöku af samskiptum Harvey Weinstein við konu sem hann áreitti Bandaríska tímaritið The New Yorker birti í gær hljóðupptöku þar sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein heyrist eiga í samskiptum við konu sem hann áreitti kynferðislega. 11. október 2017 10:44 Umfjöllun New Yorker varpar ljósi á mun flóknari sögu skuggahliða Weinstein Þrettán konur stíga fram í umfjöllun bandaríska tímaritsins sem segir frá "verst geymda“ leyndarmáli Hollywood. 10. október 2017 15:53 Angelina Jolie og Gwyneth Paltrow opna sig um ofbeldi af hálfu Weinstein Listinn af konum sem ásakað hafa bandaríska kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi lengist ört. 10. október 2017 21:00 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Bandaríska kvikmyndaakademían, sem meðal annars úthlutar Óskarsverðlaununum ár hvert, mun boða til neyðarfundar til að ræða framtíð kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Fjölmargar konur hafa stigið fram á undanförnum dögum og sakað hann um kynferðisofbeldi og áreitni, þeirra á meðal leikkonurnar Gwyneth Paltrow og Angelina Jolie. Eiginkona Weinstein, Georgina Chapman, hefur jafnframt yfirgefið hann og sagt gjörðir hans vera ófyrirgefanlegar. Þá var honum um liðna helgi vikið frá störfum sem stjórnarformaður The Weinstein Company. Á vef breska ríkisútvarpsins er haft eftir akademíunni að henni þyki ásakanirnar á hendur Weinstein vera viðurstyggilegar. Muni hún því funda um stöðu hans innan akademíunnar og taldar eru líkur á að aðild hans verði afturkölluð. Áætlað er að fundað verði á laugardag til að „ræða ásakanirnar og aðgerðir sem akademían getur gripið til.“ Hún hefur alls veitt kvikmyndafyrirtækjum Weinstein, Miramax og Weinstein Company, 81 Óskarsverðlaun í gegnum árin. Sjá einnig: Cara Delevingne opnar sig um hræðilega reynslu sína af Weinstein Bafta, breska kvikmyndaakademían, greindi frá því í gær að hún hefi ógilt aðild hans. Weinstein hefur ætíð lýst yfir sakleysi sínu í málinu, þrátt fyrir að The New Yorker hafi birt hljóðupptöku á dögunum þar sem greinilega má heyra hann áreita unga fyrirsætu. Þá hefur lögreglan í New York reynt að ná tali af manneskju í tengslum við ásakanir á hendur Weinstein sem ná til ársins 2004. Lögreglan vildi ekki greina BBC nánar frá ástæðum þessa.
Mál Harvey Weinstein Óskarinn Bandaríkin Hollywood MeToo Tengdar fréttir „Til hamingju, þið þurfið ekki lengur að þykjast vera hrifnar af Harvey Weinstein“ Fjögurra ára gamall Óskarsverðlaunabrandari ratar í fréttirnar vegna umfjöllunar um framleiðandann Harvey Weinstein. 11. október 2017 10:24 Birta hljóðupptöku af samskiptum Harvey Weinstein við konu sem hann áreitti Bandaríska tímaritið The New Yorker birti í gær hljóðupptöku þar sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein heyrist eiga í samskiptum við konu sem hann áreitti kynferðislega. 11. október 2017 10:44 Umfjöllun New Yorker varpar ljósi á mun flóknari sögu skuggahliða Weinstein Þrettán konur stíga fram í umfjöllun bandaríska tímaritsins sem segir frá "verst geymda“ leyndarmáli Hollywood. 10. október 2017 15:53 Angelina Jolie og Gwyneth Paltrow opna sig um ofbeldi af hálfu Weinstein Listinn af konum sem ásakað hafa bandaríska kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi lengist ört. 10. október 2017 21:00 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
„Til hamingju, þið þurfið ekki lengur að þykjast vera hrifnar af Harvey Weinstein“ Fjögurra ára gamall Óskarsverðlaunabrandari ratar í fréttirnar vegna umfjöllunar um framleiðandann Harvey Weinstein. 11. október 2017 10:24
Birta hljóðupptöku af samskiptum Harvey Weinstein við konu sem hann áreitti Bandaríska tímaritið The New Yorker birti í gær hljóðupptöku þar sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein heyrist eiga í samskiptum við konu sem hann áreitti kynferðislega. 11. október 2017 10:44
Umfjöllun New Yorker varpar ljósi á mun flóknari sögu skuggahliða Weinstein Þrettán konur stíga fram í umfjöllun bandaríska tímaritsins sem segir frá "verst geymda“ leyndarmáli Hollywood. 10. október 2017 15:53
Angelina Jolie og Gwyneth Paltrow opna sig um ofbeldi af hálfu Weinstein Listinn af konum sem ásakað hafa bandaríska kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi lengist ört. 10. október 2017 21:00