Þingmaður varaði við „ófyrirséðum“ viðbótargjöldum WOW Air á breska þinginu Birgir Olgeirsson skrifar 11. október 2017 12:56 Þingmaðurinn Darren Jones var óánægður með copy/paste-svör flugfélagsins eftir ferð hans og eiginkonunnar til Íslands og vakti athygli á því á breska þinginu. Vísir/Getty Breskur þingmaður gerði íslenska flugfélagið WOW Air að umtalsefni á breska þinginu í gær þegar neytendamál voru til umræðu. Sagðist hann illa svikinn eftir ferð hans og eiginkonunnar til Íslands með WOW Air þar sem hann þurfti að borga meira fyrir handfarangurstöskurnar þeirra heldur en flugfarið sjálft.Breska dagblaðið The Mirror greindi fyrst frá ræðu þingmannsins á vef sínum en Ríkisútvarpið gerði henni skil á vef sínum fyrr í dag.Þingmaður beygði af Umræðan um neytendamál hófst þegar Vicky Ford, þingmaður Íhaldsflokksins, bað þingmenn um að styðja ekki neinar breytingar sem gætu veikt stöðu breskra neytenda í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Ford brast í grát þegar hún lýsti því yfir að hún hefði misst föður sinn í eldsvoða þegar hún var tíu ára vegna gallaðs raftækis. „Eldurinn kviknaði vegna raftækis. Þetta er ekki tíminn til að draga úr öryggiskröfum,“ sagði Ford og beygði af. „Það þarf að verja neytendur með ströngum öryggiskröfum, bæði á meðan útgöngunni stendur og eftir hana.“Rifjaði upp ferð með eiginkonunni til Íslands Í þessum umræðum tók þingmaður Verkamannaflokksins, Darren Jones, til máls og var allt annað en sáttur vegna framkomu WOW Air. Hann sagði frá því hvernig viðbótargjald hefði komið aftan að honum og eiginkonu hans þegar þau flugu með WOW Air til Íslands. „Margir af kjósendum okkar munu þurfa að ganga í gegnum þá árlegu þolraun að borga viðbótargjöld fyrir eitthvað á borð við útprentun flugmiða, bókun sæta eða að komu tösku í flug þegar þú hélst að það væri í lagi en komst síðar að því að svo var ekki,“ sagði Jones.Í frétt Mirror um málið er haft eftir WOW Air að það sé skýrt tekið fram um stærð handfarangurs á vef flugfélagsins.Vísir/GettyViðbótargjöldin gleymist við verðsamanburð Hann sagði vefi sem bjóða upp á verðsamanburð áætlunarferða flugfélaga gleyma að minnast á viðbótargjöldin, að sögn Jones sem starfaði sem lögmaður á svið neytendamála áður en hann var kjörinn á þing. „Þegar viðskiptavinir eru að leita að ódýrustu flugferðunum gera þeir sér oft á tíðum ekki grein fyrir því að flugfélögin eru að auka tekjur sínar með því að koma aftan að þeim með viðbótargjöldum,“ sagði Jones. Hann greindi frá því að þau hjónin hefðu verið rukkuð um 75 pund, eða því sem nemur um 10 þúsund íslenskum krónum miðað við gengi dagsins í dag, fyrir að fá að taka með sér tösku í áætlunarflug WOW Air. „Þetta var hærri upphæð en við greiddum fyrir farið sjálft,“ sagði Jones og benti á að stærðin á töskum sem má taka með í handfarangur hjá WOW Air sé umtalsvert minni en hjá öðrum flugfélögum.Segir kvörtuninni ekki hafa verið svarað Hann sagðist hafa greitt viðbótargjaldið í þeirri trú að hann gæti fengið að endurgreitt siðar meir. Honum var þó brugðið þegar kvörtun hans var ekki svarað af WOW Air nema með stöðluðu „copy/paste“-svari. Þegar hann hafi reynt að fá frekari svör hafi honum verið tilkynnt að honum yrði ekki svarað frekar af WOW Air.Ræðu hans í heild má lesa hér. Í frétt Mirror um málið er haft eftir WOW Air að það sé skýrt tekið fram um stærð handfarangurs á vef flugfélagsins. Allir þeir sem bóka miða hjá flugfélaginu séu spurði um hversu margar töskur þeir ætla að taka með sér í handfarangur. Á vef flugfélagsins séu stærðirnar og kostnaður tekinn fram þegar bókunin fer fram. Farþegar megi taka með sér litla hluti á endurgjalds en greiða þurfi fyrir stærri handfarangurstöskur. Fréttir af flugi Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Breskur þingmaður gerði íslenska flugfélagið WOW Air að umtalsefni á breska þinginu í gær þegar neytendamál voru til umræðu. Sagðist hann illa svikinn eftir ferð hans og eiginkonunnar til Íslands með WOW Air þar sem hann þurfti að borga meira fyrir handfarangurstöskurnar þeirra heldur en flugfarið sjálft.Breska dagblaðið The Mirror greindi fyrst frá ræðu þingmannsins á vef sínum en Ríkisútvarpið gerði henni skil á vef sínum fyrr í dag.Þingmaður beygði af Umræðan um neytendamál hófst þegar Vicky Ford, þingmaður Íhaldsflokksins, bað þingmenn um að styðja ekki neinar breytingar sem gætu veikt stöðu breskra neytenda í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Ford brast í grát þegar hún lýsti því yfir að hún hefði misst föður sinn í eldsvoða þegar hún var tíu ára vegna gallaðs raftækis. „Eldurinn kviknaði vegna raftækis. Þetta er ekki tíminn til að draga úr öryggiskröfum,“ sagði Ford og beygði af. „Það þarf að verja neytendur með ströngum öryggiskröfum, bæði á meðan útgöngunni stendur og eftir hana.“Rifjaði upp ferð með eiginkonunni til Íslands Í þessum umræðum tók þingmaður Verkamannaflokksins, Darren Jones, til máls og var allt annað en sáttur vegna framkomu WOW Air. Hann sagði frá því hvernig viðbótargjald hefði komið aftan að honum og eiginkonu hans þegar þau flugu með WOW Air til Íslands. „Margir af kjósendum okkar munu þurfa að ganga í gegnum þá árlegu þolraun að borga viðbótargjöld fyrir eitthvað á borð við útprentun flugmiða, bókun sæta eða að komu tösku í flug þegar þú hélst að það væri í lagi en komst síðar að því að svo var ekki,“ sagði Jones.Í frétt Mirror um málið er haft eftir WOW Air að það sé skýrt tekið fram um stærð handfarangurs á vef flugfélagsins.Vísir/GettyViðbótargjöldin gleymist við verðsamanburð Hann sagði vefi sem bjóða upp á verðsamanburð áætlunarferða flugfélaga gleyma að minnast á viðbótargjöldin, að sögn Jones sem starfaði sem lögmaður á svið neytendamála áður en hann var kjörinn á þing. „Þegar viðskiptavinir eru að leita að ódýrustu flugferðunum gera þeir sér oft á tíðum ekki grein fyrir því að flugfélögin eru að auka tekjur sínar með því að koma aftan að þeim með viðbótargjöldum,“ sagði Jones. Hann greindi frá því að þau hjónin hefðu verið rukkuð um 75 pund, eða því sem nemur um 10 þúsund íslenskum krónum miðað við gengi dagsins í dag, fyrir að fá að taka með sér tösku í áætlunarflug WOW Air. „Þetta var hærri upphæð en við greiddum fyrir farið sjálft,“ sagði Jones og benti á að stærðin á töskum sem má taka með í handfarangur hjá WOW Air sé umtalsvert minni en hjá öðrum flugfélögum.Segir kvörtuninni ekki hafa verið svarað Hann sagðist hafa greitt viðbótargjaldið í þeirri trú að hann gæti fengið að endurgreitt siðar meir. Honum var þó brugðið þegar kvörtun hans var ekki svarað af WOW Air nema með stöðluðu „copy/paste“-svari. Þegar hann hafi reynt að fá frekari svör hafi honum verið tilkynnt að honum yrði ekki svarað frekar af WOW Air.Ræðu hans í heild má lesa hér. Í frétt Mirror um málið er haft eftir WOW Air að það sé skýrt tekið fram um stærð handfarangurs á vef flugfélagsins. Allir þeir sem bóka miða hjá flugfélaginu séu spurði um hversu margar töskur þeir ætla að taka með sér í handfarangur. Á vef flugfélagsins séu stærðirnar og kostnaður tekinn fram þegar bókunin fer fram. Farþegar megi taka með sér litla hluti á endurgjalds en greiða þurfi fyrir stærri handfarangurstöskur.
Fréttir af flugi Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira