Óþarfi að súpa hveljur þrátt fyrir djúpa lægð Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. október 2017 08:18 Veðurkortið er nokkuð haustlegt næstu daga. Vísir/Anton Íslendingar sleppa „nokkuð vel“ frá djúpri lægð sem nú er fyrir austan landið ef marka má hugleiðingar veðurfræðings Veðurstofunnar nú í morgun. „Nú er 963 mb lægð skammt austan við landið. Nú kunna einhverjir að hafa sopið hveljur við að heyra svo lága þrýstitölu,“ segir í hugleiðingunum en jafnframt bætt við að flestir landsmenn geti prísað sig nokkuð sæla þrátt fyrir það. Það séu helst Vestfirðir sem fá hvassviðri, en aðrir landshlutar sleppa með strekking í mesta lagi. Lægðinni fylgir rigning - „og eins og vera ber í norðanátt verður hún mest á norðanverðu landinu.“ Það mun þó einnig rigna sunnanlands þegar myndarlegt úrkomusvæði lægðarinnar dreifir úr sér suður yfir heiðar. Þó áttin sé norðlæg, kólnar ekki á landinu, enda er um að ræða milt loft sem ferðast hefur sunnanað með lægðinni. „Þegar veðurfræðingar leyfa sér að tala frjálslega er slík norðanátt stundum nefnd "bakflæði". Á morgun grynnist lægðin, en nær þó að viðhalda allhvössum vindi á Vestfjörðum og rigningu norðanlands. Sunnan megin á landinu verður þokkalegt veður eða fremur hægur vindur og þurrt fram eftir degi, en þar hvessir annað kvöld og fer að rigna þegar skil næstu lægðar koma inn á landið.“Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Norðaustan 10-18 m/s norðvestantil á landinu, annars hægari vindur. Rigning á Vestfjörðum og Norðurlandi, annars þurrt. Gengur í austan og norðaustan 10-18 um kvöldið með rigningu um allt land. Hiti 3 til 9 stig.Á föstudag:Norðan 13-20 m/s og rigning norðvestantil á landinu. Breytileg átt 5-13 annars staðar og skúrir. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Norðvestan 8-15 m/s. Rigning eða slydda um landið norðanvert, en bjartviðri sunnantil. Hægari vestlæg átt og úrkomulítið um kvöldið. Hiti frá 1 stigi í innsveitum fyrir norðan, upp í 9 stig á Suðausturlandi.Á sunnudag og mánudag:Hæg vestlæg eða breytileg átt. Bjart með köflum, en lítilsháttar skúrir eða slydduél við vestur- og norðurströndina. Hiti 2 til 7 stig yfir daginn, en líkur á næturfrosti, einkum inn til landsins.Á þriðjudag:Líkur á austlægri átt með þurru og björtu veðri. Hiti svipaður. Veður Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Sjá meira
Íslendingar sleppa „nokkuð vel“ frá djúpri lægð sem nú er fyrir austan landið ef marka má hugleiðingar veðurfræðings Veðurstofunnar nú í morgun. „Nú er 963 mb lægð skammt austan við landið. Nú kunna einhverjir að hafa sopið hveljur við að heyra svo lága þrýstitölu,“ segir í hugleiðingunum en jafnframt bætt við að flestir landsmenn geti prísað sig nokkuð sæla þrátt fyrir það. Það séu helst Vestfirðir sem fá hvassviðri, en aðrir landshlutar sleppa með strekking í mesta lagi. Lægðinni fylgir rigning - „og eins og vera ber í norðanátt verður hún mest á norðanverðu landinu.“ Það mun þó einnig rigna sunnanlands þegar myndarlegt úrkomusvæði lægðarinnar dreifir úr sér suður yfir heiðar. Þó áttin sé norðlæg, kólnar ekki á landinu, enda er um að ræða milt loft sem ferðast hefur sunnanað með lægðinni. „Þegar veðurfræðingar leyfa sér að tala frjálslega er slík norðanátt stundum nefnd "bakflæði". Á morgun grynnist lægðin, en nær þó að viðhalda allhvössum vindi á Vestfjörðum og rigningu norðanlands. Sunnan megin á landinu verður þokkalegt veður eða fremur hægur vindur og þurrt fram eftir degi, en þar hvessir annað kvöld og fer að rigna þegar skil næstu lægðar koma inn á landið.“Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Norðaustan 10-18 m/s norðvestantil á landinu, annars hægari vindur. Rigning á Vestfjörðum og Norðurlandi, annars þurrt. Gengur í austan og norðaustan 10-18 um kvöldið með rigningu um allt land. Hiti 3 til 9 stig.Á föstudag:Norðan 13-20 m/s og rigning norðvestantil á landinu. Breytileg átt 5-13 annars staðar og skúrir. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Norðvestan 8-15 m/s. Rigning eða slydda um landið norðanvert, en bjartviðri sunnantil. Hægari vestlæg átt og úrkomulítið um kvöldið. Hiti frá 1 stigi í innsveitum fyrir norðan, upp í 9 stig á Suðausturlandi.Á sunnudag og mánudag:Hæg vestlæg eða breytileg átt. Bjart með köflum, en lítilsháttar skúrir eða slydduél við vestur- og norðurströndina. Hiti 2 til 7 stig yfir daginn, en líkur á næturfrosti, einkum inn til landsins.Á þriðjudag:Líkur á austlægri átt með þurru og björtu veðri. Hiti svipaður.
Veður Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Sjá meira