Fá nýja sérgreinalækna á Sjúkrahúsið á Akureyri Sveinn Arnarsson skrifar 11. október 2017 06:00 Fleiri sérgreinalæknar eru komnir til Sjúkrahússins á Akureyri (SAK) þó ekki sé búið að manna allar stöður. Ráðningar ganga nú betur. vísir/pjetur Undanfarin misseri hefur gengið betur að ráða sérgreinalækna á Sjúkrahúsið á Akureyri (SAK) en síðustu ár að mati Sigurðar Einars Sigurðssonar, framkvæmdastjóra lækninga á SAK. Sjúkrahúsið hefur unnið að því að fá til sín sérgreinalækna síðustu ár en oft ekki haft erindi sem erfiði. „Við erum búin að ráða bæklunarskurðlækna, svæfinga- og gjörgæslulækna, almenna skurðlækna, þvagfæraskurðlækni og lyflækni svo eitthvað sé nefnt,“ segir Sigurður. „Við erum ekki komin á þann stað að manna allar stöður en staðan í mörgum greinum er betri en oft áður.“ Að auki nefnir Sigurður að vel hafi gengið að ráða unglækna við sjúkrahúsið. Þær stöður eru nokkuð mikilvægar að mati Sigurðar. „Þá hefur vel gengið að manna unglæknastöður hjá okkur. Það er alltaf gott ef við horfum fram í tímann.“ Fyrir viku tilkynnti sjúkrahúsið að nýr þvagfæraskurðlæknir hafi verið ráðinn í hlutastarf til sjúkrahússins. Sá heitir Jón Örn Friðriksson. „Jón Örn mun starfa í hlutastarfi og alla jafna vera á sjúkrahúsinu vikulega, þriðjudaga og miðvikudaga. Hann mun sinna göngudeildarþjónustu þvagfæravandamála, legudeildarsjúklingum og speglunum ásamt aðgerðum á skurðstofu,“ sagði í tilkynningu sjúkrahússins. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingar fluttir suður vegna læknaskorts á Norðurlandi Dæmi eru um að sjúklingar séu fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur vegna skorts á sérgreinalæknum á Akureyri. Enginn háls-, nef- og eyrnalæknir verður á vakt þessa viku. 9. október 2017 06:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur gengið betur að ráða sérgreinalækna á Sjúkrahúsið á Akureyri (SAK) en síðustu ár að mati Sigurðar Einars Sigurðssonar, framkvæmdastjóra lækninga á SAK. Sjúkrahúsið hefur unnið að því að fá til sín sérgreinalækna síðustu ár en oft ekki haft erindi sem erfiði. „Við erum búin að ráða bæklunarskurðlækna, svæfinga- og gjörgæslulækna, almenna skurðlækna, þvagfæraskurðlækni og lyflækni svo eitthvað sé nefnt,“ segir Sigurður. „Við erum ekki komin á þann stað að manna allar stöður en staðan í mörgum greinum er betri en oft áður.“ Að auki nefnir Sigurður að vel hafi gengið að ráða unglækna við sjúkrahúsið. Þær stöður eru nokkuð mikilvægar að mati Sigurðar. „Þá hefur vel gengið að manna unglæknastöður hjá okkur. Það er alltaf gott ef við horfum fram í tímann.“ Fyrir viku tilkynnti sjúkrahúsið að nýr þvagfæraskurðlæknir hafi verið ráðinn í hlutastarf til sjúkrahússins. Sá heitir Jón Örn Friðriksson. „Jón Örn mun starfa í hlutastarfi og alla jafna vera á sjúkrahúsinu vikulega, þriðjudaga og miðvikudaga. Hann mun sinna göngudeildarþjónustu þvagfæravandamála, legudeildarsjúklingum og speglunum ásamt aðgerðum á skurðstofu,“ sagði í tilkynningu sjúkrahússins.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingar fluttir suður vegna læknaskorts á Norðurlandi Dæmi eru um að sjúklingar séu fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur vegna skorts á sérgreinalæknum á Akureyri. Enginn háls-, nef- og eyrnalæknir verður á vakt þessa viku. 9. október 2017 06:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira
Sjúklingar fluttir suður vegna læknaskorts á Norðurlandi Dæmi eru um að sjúklingar séu fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur vegna skorts á sérgreinalæknum á Akureyri. Enginn háls-, nef- og eyrnalæknir verður á vakt þessa viku. 9. október 2017 06:00