Hækka verðmat á Skeljungi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 11. október 2017 11:00 Afkoma Skeljungs var yfir væntingum greinenda á fyrri helmingi ársins. Vísir/GVA Hagfræðideild Landsbankans hefur hækkað verðmat sitt á Skeljungi og mælir með því að fjárfestar kaupi hlut í olíufélaginu. Samkvæmt nýju verðmati hagfræðideildarinnar, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er virði hvers hlutar í félaginu 7,54 krónur. Er verðmatsgengið um 11 prósentum hærra en gengi bréfa í félaginu eftir lokun markaða í gær. Hagfræðideildin tekur fram að afkoma Skeljungs á fyrri helmingi ársins hafi verið yfir væntingum. Félaginu hafi tekist vel upp með að halda aftur af kostnaði á sama tíma og sala hafi aukist töluvert, fyrst og fremst í flugi, en fyrirtækið þjónustar bæði WOW air og Icelandair. Hagfræðideildin bendir auk þess á að félagið selji eldsneyti í heildsölu til bandaríska risans Costco. Um töluvert magn sé að ræða en að sama skapi sé framlegðin minni af þeim viðskiptum en af venjulegri bensínsölu. Á móti komi þó heildsölutekjur af mun meira magni en félagið seldi eitt og sér. Þá segir í verðmatinu að flestir ytri þættir séu hagstæðir Skeljungi um þessar mundir. Umferð hafi aukist mikið á þjóðvegum landsins, en styrkur félagsins liggi einna helst í þéttu neti stöðva um landið, hagvöxtur sé myndarlegur, fjárfesting á uppleið, umsvif í þjóðfélaginu fari vaxandi og olíuverð hækkandi. Þá hafi félaginu tekist vel að lækka kostnað og býst hagfræðideildin við því að áframhald verði á þeirri þróun. Sérfræðingar hagfræðideildarinnar gera ráð fyrir meiri tekjuvexti hjá félaginu á næstu þremur árum vegna aukinna umsvifa í flugi og mikillar heildsölu til Costco, ásamt því að efnahagshorfur séu góðar. Eftir árið 2020 verði vöxturinn hins vegar um tvö prósent vegna „skorts á tækifærum til vaxtar ótengt olíu“. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Markaðir Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans hefur hækkað verðmat sitt á Skeljungi og mælir með því að fjárfestar kaupi hlut í olíufélaginu. Samkvæmt nýju verðmati hagfræðideildarinnar, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er virði hvers hlutar í félaginu 7,54 krónur. Er verðmatsgengið um 11 prósentum hærra en gengi bréfa í félaginu eftir lokun markaða í gær. Hagfræðideildin tekur fram að afkoma Skeljungs á fyrri helmingi ársins hafi verið yfir væntingum. Félaginu hafi tekist vel upp með að halda aftur af kostnaði á sama tíma og sala hafi aukist töluvert, fyrst og fremst í flugi, en fyrirtækið þjónustar bæði WOW air og Icelandair. Hagfræðideildin bendir auk þess á að félagið selji eldsneyti í heildsölu til bandaríska risans Costco. Um töluvert magn sé að ræða en að sama skapi sé framlegðin minni af þeim viðskiptum en af venjulegri bensínsölu. Á móti komi þó heildsölutekjur af mun meira magni en félagið seldi eitt og sér. Þá segir í verðmatinu að flestir ytri þættir séu hagstæðir Skeljungi um þessar mundir. Umferð hafi aukist mikið á þjóðvegum landsins, en styrkur félagsins liggi einna helst í þéttu neti stöðva um landið, hagvöxtur sé myndarlegur, fjárfesting á uppleið, umsvif í þjóðfélaginu fari vaxandi og olíuverð hækkandi. Þá hafi félaginu tekist vel að lækka kostnað og býst hagfræðideildin við því að áframhald verði á þeirri þróun. Sérfræðingar hagfræðideildarinnar gera ráð fyrir meiri tekjuvexti hjá félaginu á næstu þremur árum vegna aukinna umsvifa í flugi og mikillar heildsölu til Costco, ásamt því að efnahagshorfur séu góðar. Eftir árið 2020 verði vöxturinn hins vegar um tvö prósent vegna „skorts á tækifærum til vaxtar ótengt olíu“. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Markaðir Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira