Aðdáendur myndanna hafa beðið stiklunnar með mikilli eftirvæntingu en í henni má sjá Rey sveifla geislasverði sínu, að því er virðist undir leiðsögn Luke Skywalker. Sömuleiðis má sjá Leiu prinsessu með áhyggjusvip um borð í geimskipi og ýmislegt fleira til sem gefur aðdáendum tækifæri á að velta frekari vöngum yfir söguþræði myndarinnar og örlögum söguhetjanna.
Nýtt auglýsingaplakat fyrir myndina var sömuleiðis birt í gær, nokkrum klukkustundum fyrir frumsýningu stiklunnar.
Kvikmyndin verður frumsýnd þann 15. desember næstkomandi, en sjá má stikluna að neðan.