Buffon: Aðeins sigur í Meistaradeildinni kemur í veg fyrir að hann hætti í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2017 08:00 Gianluigi Buffon var flottur á verðlaunahátíð FIFA. Vísir/Getty Gianluigi Buffon, markvörður Juventus og Ítalíu, ætlar að leggja skóna á hilluna næsta sumar og það er aðeins eitt sem getur breytt þeirri ákvörðun hans. Buffon var valinn besti markvörður heims á verðlaunahátíð FIFA á mánudagskvöldið en hann er orðinn 39 ára gamall. Buffon stefnir á það að spila með Ítölum á HM í Rússlandi næsta sumar en ítalska landsliðið, ólíkt því íslenska, á enn eftir að tryggja sér farseðilinn þangað. Buffon hefur spilað 633 leiki fyrir Juventus og 173 leiki fyrir ítalska landsliðið. Juventus hefur tapað tvisvar sinnum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu þremur árum en sigur í Meistaradeildinni á þessu tímabili myndi breyta plönum Buffon. „Þetta er mitt síðasta tímabil og ég hef hingað til verið nokkuð öruggur að halda mig við mínar ákvarðanir,“ sagði Gianluigi Buffon við Sky Italia en BBC segir frá. „Eitt eða tvö ár í viðbót myndu hvorki bæta við eða taka frá því sem ég hef þegar afrekað á ferlinum,“ sagði Buffon. „Það eina sem gæti breytt þessu væri ef við næðum að vinna Meistaradeildina. Þá myndi ég vilja fá tækifæri til að vinna heimsmeistarakeppni félagsliða. (Wojciech) Szczesny gæti þá spilað einn leik og ég svo þann næsta,“ sagði Buffon. „Með markvörð eins og hann í liðinu þá er eðlilegt að ég stígi til hliðar á næsta ári,“ sagði Buffon. Gianluigi Buffon hóf feril sinn hjá Parma en Juventus keypti hann fyrir metupphæð fyrir markvörð árið 2001. Hann varð heimsmeistari með Ítölum 2006 og hefur tíu sinnum orðið ítalskur meistari og fjórum sinnum ítalskur bikarmeistari en hann hefur aftur á móti aldrei unnið Meistaradeildina.Gianluigi Buffon.Vísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Fleiri fréttir Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Sjá meira
Gianluigi Buffon, markvörður Juventus og Ítalíu, ætlar að leggja skóna á hilluna næsta sumar og það er aðeins eitt sem getur breytt þeirri ákvörðun hans. Buffon var valinn besti markvörður heims á verðlaunahátíð FIFA á mánudagskvöldið en hann er orðinn 39 ára gamall. Buffon stefnir á það að spila með Ítölum á HM í Rússlandi næsta sumar en ítalska landsliðið, ólíkt því íslenska, á enn eftir að tryggja sér farseðilinn þangað. Buffon hefur spilað 633 leiki fyrir Juventus og 173 leiki fyrir ítalska landsliðið. Juventus hefur tapað tvisvar sinnum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu þremur árum en sigur í Meistaradeildinni á þessu tímabili myndi breyta plönum Buffon. „Þetta er mitt síðasta tímabil og ég hef hingað til verið nokkuð öruggur að halda mig við mínar ákvarðanir,“ sagði Gianluigi Buffon við Sky Italia en BBC segir frá. „Eitt eða tvö ár í viðbót myndu hvorki bæta við eða taka frá því sem ég hef þegar afrekað á ferlinum,“ sagði Buffon. „Það eina sem gæti breytt þessu væri ef við næðum að vinna Meistaradeildina. Þá myndi ég vilja fá tækifæri til að vinna heimsmeistarakeppni félagsliða. (Wojciech) Szczesny gæti þá spilað einn leik og ég svo þann næsta,“ sagði Buffon. „Með markvörð eins og hann í liðinu þá er eðlilegt að ég stígi til hliðar á næsta ári,“ sagði Buffon. Gianluigi Buffon hóf feril sinn hjá Parma en Juventus keypti hann fyrir metupphæð fyrir markvörð árið 2001. Hann varð heimsmeistari með Ítölum 2006 og hefur tíu sinnum orðið ítalskur meistari og fjórum sinnum ítalskur bikarmeistari en hann hefur aftur á móti aldrei unnið Meistaradeildina.Gianluigi Buffon.Vísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Fleiri fréttir Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Sjá meira