Aron viðurkenndi að hafa gert alvarleg mistök og slapp við tveggja ára bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2017 11:00 Aron Pálmarsson. Vísir/Getty Aron Pálmarsson er laus úr prísundinni hjá ungverska félaginu Veszprém og getur nú farið að spila handbolta á nýjan leik eftir mjög erfitt haust. Barcelona tilkynnti í morgun að Aron hafði gengið frá fjögurra ára samningi við spænska félagið en Aron hefur hafið æfingar með liðinu. Veszprém segir frá þessu líka á heimasíðu sinni og þar kemur ýmislegt athyglisvert fram í mjög sérstakri grein um málið. Veszprém fer þar yfir gang mála allt frá því að Aron skrópaði á fyrstu æfingu tímabilsins 24. júlí síðastliðinn og ungverska félagið hótaði honum málsókn. Í greininni á heimasíðu Veszprém kemur fram að Aron hefði getað fengið allt að tveggja ára bann vegna þessa máls sem hefðu ekki aðeins verið mjög slæmar fréttir fyrir hann heldur einnig íslenska handknattleik enda er hér á ferðinni besti handboltamaður landsins. Þar segir ennfremur að Mr. David Barrufet Bofill yfirmaður handknattleiksmála hjá Barcelona hafi haft samband við Veszprém um að fá Aron fyrr til liðsins. Það var vitað að íslenski landsliðsmaðurinn var búinn að gera samning við Barcelona frá 1. júlí 2018 en Veszprém ætlaði ekki að láta hann frá sér nema að fá alvöru bætur. Veszprém var heldur ekki tilbúið að fara í samningaviðræður fyrr en að Aron hafi viðurkennt að hann hafi gert þarna mjög alvarleg mistök. Eftir að Aron viðurkenndi það og baðst afsökunar þá fór loksins eitthvað að gerast í málinu samkvæmt fyrrnefndri frétt Veszprém. Veszprém bað ungverska sambandið síðan margoft um að fresta því að taka mál Arons fyrir á meðan samningaviðræður voru í gangi milli Veszprém og Barcelona.Aron Pálmarsson is the latest addition to @FCBhandbol . Great to have you here, Aron! Velkominn!https://t.co/yIxeRtbOVN — FCB Handbol (@FCBhandbol) October 23, 2017 Veszprém segir að peningaupphæðin sem endanlega var samið um væri miklu hærri en sú sem hefur verið skrifað um í fjölmiðlum. Í greininni segir að Aron hafi móðgað bæði stuðningsmenn Veszprém og liðsfélaga gríðarlega með hegðun sinni en því sé þó ekki hægt að neita að hann hafi átt mikinn þátt í velgengni liðsins síðustu ár. Aron vann tvöfalt með Veszprém bæði tímabilin sín í Ungverjalandi en tókst ekki að vinna Meistaradeildina þrátt fyrir að komast á úrslitahelgina bæði árin. Liðið varð í 2. sæti í Meistaradeildinni 2016 og 3. sæti síðasta vor. EM 2018 í handbolta Handbolti Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ Sjá meira
Aron Pálmarsson er laus úr prísundinni hjá ungverska félaginu Veszprém og getur nú farið að spila handbolta á nýjan leik eftir mjög erfitt haust. Barcelona tilkynnti í morgun að Aron hafði gengið frá fjögurra ára samningi við spænska félagið en Aron hefur hafið æfingar með liðinu. Veszprém segir frá þessu líka á heimasíðu sinni og þar kemur ýmislegt athyglisvert fram í mjög sérstakri grein um málið. Veszprém fer þar yfir gang mála allt frá því að Aron skrópaði á fyrstu æfingu tímabilsins 24. júlí síðastliðinn og ungverska félagið hótaði honum málsókn. Í greininni á heimasíðu Veszprém kemur fram að Aron hefði getað fengið allt að tveggja ára bann vegna þessa máls sem hefðu ekki aðeins verið mjög slæmar fréttir fyrir hann heldur einnig íslenska handknattleik enda er hér á ferðinni besti handboltamaður landsins. Þar segir ennfremur að Mr. David Barrufet Bofill yfirmaður handknattleiksmála hjá Barcelona hafi haft samband við Veszprém um að fá Aron fyrr til liðsins. Það var vitað að íslenski landsliðsmaðurinn var búinn að gera samning við Barcelona frá 1. júlí 2018 en Veszprém ætlaði ekki að láta hann frá sér nema að fá alvöru bætur. Veszprém var heldur ekki tilbúið að fara í samningaviðræður fyrr en að Aron hafi viðurkennt að hann hafi gert þarna mjög alvarleg mistök. Eftir að Aron viðurkenndi það og baðst afsökunar þá fór loksins eitthvað að gerast í málinu samkvæmt fyrrnefndri frétt Veszprém. Veszprém bað ungverska sambandið síðan margoft um að fresta því að taka mál Arons fyrir á meðan samningaviðræður voru í gangi milli Veszprém og Barcelona.Aron Pálmarsson is the latest addition to @FCBhandbol . Great to have you here, Aron! Velkominn!https://t.co/yIxeRtbOVN — FCB Handbol (@FCBhandbol) October 23, 2017 Veszprém segir að peningaupphæðin sem endanlega var samið um væri miklu hærri en sú sem hefur verið skrifað um í fjölmiðlum. Í greininni segir að Aron hafi móðgað bæði stuðningsmenn Veszprém og liðsfélaga gríðarlega með hegðun sinni en því sé þó ekki hægt að neita að hann hafi átt mikinn þátt í velgengni liðsins síðustu ár. Aron vann tvöfalt með Veszprém bæði tímabilin sín í Ungverjalandi en tókst ekki að vinna Meistaradeildina þrátt fyrir að komast á úrslitahelgina bæði árin. Liðið varð í 2. sæti í Meistaradeildinni 2016 og 3. sæti síðasta vor.
EM 2018 í handbolta Handbolti Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ Sjá meira