Vann með þjóðernishyggju að vopni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. október 2017 06:00 Flokkur Kurz bætti við sig 15 sætum á austurríska þinginu. Fréttablaðið/EPA Þegar Sebastian Kurz var kjörinn formaður ungliðahreyfingar Þjóðarflokksins í Austurríki árið 2009, þá 23 ára gamall, grunaði hann eflaust ekki að innan áratugar myndi hann leiða flokk sinn til kosningasigurs og verða þannig afar líklegur til að setjast á kanslarastól. Sú er hins vegar raunin enda bætti Þjóðarflokkurinn við sig fimmtán sætum á austurríska þinginu í nýafstöðnum kosningum undir forystu Kurz. Kosningasigurinn grundvallaðist meðal annars á persónutöfrum hins unga formanns og þjóðernishyggju.Wunderwuzzi Vínarbúinn Kurz hefur á örfáum árum skotist upp á stjörnuhimin austurrískra stjórnmála. Sökum ungs aldurs hefur hann hlotið viðurnefnið Wunderwuzzi eða undrabarnið eins og það útleggst á íslensku. Árið 2013 tapaði Þjóðarflokkurinn fjórum þingsætum í kosningu en varð þó áfram næststærsti flokkur Austurríkis. Kurz tók sæti á þingi eftir kosningarnar í fyrsta skipti og gott betur en það. Við ríkisstjórnarmyndun Þjóðarflokksins og Jafnaðarmannaflokksins varð undrabarnið utanríkisráðherra einungis 27 ára gamall. Þar með var hann orðinn yngsti ráðherra í sögu lýðveldisins og yngsti utanríkisráðherra heims. Staða Kurz styrktist í starfi. Hélt hann meðal annars utan um viðræður þeirra ríkja sem áttu eftir að komast að hinu svokallaða kjarnorkusamkomulagi um Íran árið 2014. Síðar sama ár boðaði hann jafnframt til viðræðna þrjátíu utanríkisráðherra til þess að freista þess að leysa úr Úkraínudeilunni. Árið 2014 var raunar einstaklega gott fyrir ímynd Kurz. Í lok árs varð hann leiðtogi utanríkisráðherraráðs Evrópska þjóðarflokksins, flokkasamtaka sem eiga 216 sæti á Evrópuþinginu.ÞjóðernishyggjanEf til vill lagði Kurz grunninn að kosningasigri sínum árið 2015 þegar hann fór í auknum mæli að tala fyrir málstað þjóðernishyggjufólks. Fór hann meðal annars fram á að landamæragæsla Evrópusambandsins yrði hert í ljósi flóttamannastraums og kom frumvarpi í gegnum þingið sem nefndist Islamgesetz, eða lög um íslam. Lögin kveða meðal annars á um að erlendir aðilar megi ekki fjármagna byggingar moska eða greiða ímömum laun. Sagði Kurz á sínum tíma að lögunum væri ætlað að stemma stigu við áhrifum róttækra íslamista í Austurríki. Kurz varð síðan formaður Þjóðarflokksins eftir að Reinhold Mitterlehner sagði af sér embætti í maí síðastliðnum. Fékk undrabarnið 98,7 prósent atkvæða á landsfundi og urðu ákvæði um aukin völd formannsins, meðal annars til að breyta stefnu flokksins, samþykkt á fundinum. Washington Post greinir frá því í úttekt sinni á kosningunum að það ætti ekki að koma sérstaklega á óvart að Þjóðarflokkurinn hafi borið sigur úr býtum í kosningunum. Augljóst hafi verið að meginþorri kjósenda hafi verið kominn með nóg af samstarfi Þjóðarflokksins og Jafnaðarmannaflokksins. Þessi óánægja gaf Frelsisflokknum, sem lengi hefur verið helsti þjóðernishyggjuflokkur Austurríkis, byr í seglin. Mældist Frelsisflokkurinn með mest fylgi og útlit var fyrir mikinn kosningasigur. Kurz var hins vegar ekki á þeim buxunum að tapa kosningum. Hann sprengdi stjórnarsamstarfið, flýtti kosningum og gerði þjóðernishyggjunni hátt undir höfði í kosningastefnu flokksins. Skiljanlega urðu Frelsisflokksmenn ekkert sérstaklega ánægðir með Kurz. Minntu þeir sífellt á í kosningabaráttunni að flokkurinn hefði verið leiðandi afl þegar kæmi að því að taka á flóttamannavandanum og íslam og að hann hefði barist fyrir hertri landamæragæslu. Hin nýja ímynd Þjóðarflokksins stuðlaði að því að virkja áður óáhugasama kjósendur. Kurz setti sjálfan sig í fyrsta sæti, talaði um „hinn nýja Þjóðarflokk“ og lofaði að binda enda á ólöglegan innflutning fólks til þess að tryggja öryggi Austurríkismanna.Sá yngsti Kurz verður yngsti þjóðarleiðtogi heims þegar eða ef hann sest á kanslarastól. Verður hann þar með einn af allnokkrum ungum þjóðarleiðtogum Vesturlanda, sem fer nú fjölgandi. Á meðal annarra ungra þjóðarleiðtoga eru Justin Trudeau (45), forsætisráðherra Kanada, Emmanuel Macron (39), forseti Frakklands og Leo Varadkar (38), forsætisráðherra Írlands. Í samantekt New Jersey Herald á ungum leiðtogum er einnig minnst á Matteo Renzi, sem tók við ítalska forsætisráðuneytinu 39 ára gamall en sagði af sér á síðasta ári, og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, sem tók við íslenska forsætisráðuneytinu 38 ára árið 2013 en sagði af sér árið 2016. Austurríki Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Þegar Sebastian Kurz var kjörinn formaður ungliðahreyfingar Þjóðarflokksins í Austurríki árið 2009, þá 23 ára gamall, grunaði hann eflaust ekki að innan áratugar myndi hann leiða flokk sinn til kosningasigurs og verða þannig afar líklegur til að setjast á kanslarastól. Sú er hins vegar raunin enda bætti Þjóðarflokkurinn við sig fimmtán sætum á austurríska þinginu í nýafstöðnum kosningum undir forystu Kurz. Kosningasigurinn grundvallaðist meðal annars á persónutöfrum hins unga formanns og þjóðernishyggju.Wunderwuzzi Vínarbúinn Kurz hefur á örfáum árum skotist upp á stjörnuhimin austurrískra stjórnmála. Sökum ungs aldurs hefur hann hlotið viðurnefnið Wunderwuzzi eða undrabarnið eins og það útleggst á íslensku. Árið 2013 tapaði Þjóðarflokkurinn fjórum þingsætum í kosningu en varð þó áfram næststærsti flokkur Austurríkis. Kurz tók sæti á þingi eftir kosningarnar í fyrsta skipti og gott betur en það. Við ríkisstjórnarmyndun Þjóðarflokksins og Jafnaðarmannaflokksins varð undrabarnið utanríkisráðherra einungis 27 ára gamall. Þar með var hann orðinn yngsti ráðherra í sögu lýðveldisins og yngsti utanríkisráðherra heims. Staða Kurz styrktist í starfi. Hélt hann meðal annars utan um viðræður þeirra ríkja sem áttu eftir að komast að hinu svokallaða kjarnorkusamkomulagi um Íran árið 2014. Síðar sama ár boðaði hann jafnframt til viðræðna þrjátíu utanríkisráðherra til þess að freista þess að leysa úr Úkraínudeilunni. Árið 2014 var raunar einstaklega gott fyrir ímynd Kurz. Í lok árs varð hann leiðtogi utanríkisráðherraráðs Evrópska þjóðarflokksins, flokkasamtaka sem eiga 216 sæti á Evrópuþinginu.ÞjóðernishyggjanEf til vill lagði Kurz grunninn að kosningasigri sínum árið 2015 þegar hann fór í auknum mæli að tala fyrir málstað þjóðernishyggjufólks. Fór hann meðal annars fram á að landamæragæsla Evrópusambandsins yrði hert í ljósi flóttamannastraums og kom frumvarpi í gegnum þingið sem nefndist Islamgesetz, eða lög um íslam. Lögin kveða meðal annars á um að erlendir aðilar megi ekki fjármagna byggingar moska eða greiða ímömum laun. Sagði Kurz á sínum tíma að lögunum væri ætlað að stemma stigu við áhrifum róttækra íslamista í Austurríki. Kurz varð síðan formaður Þjóðarflokksins eftir að Reinhold Mitterlehner sagði af sér embætti í maí síðastliðnum. Fékk undrabarnið 98,7 prósent atkvæða á landsfundi og urðu ákvæði um aukin völd formannsins, meðal annars til að breyta stefnu flokksins, samþykkt á fundinum. Washington Post greinir frá því í úttekt sinni á kosningunum að það ætti ekki að koma sérstaklega á óvart að Þjóðarflokkurinn hafi borið sigur úr býtum í kosningunum. Augljóst hafi verið að meginþorri kjósenda hafi verið kominn með nóg af samstarfi Þjóðarflokksins og Jafnaðarmannaflokksins. Þessi óánægja gaf Frelsisflokknum, sem lengi hefur verið helsti þjóðernishyggjuflokkur Austurríkis, byr í seglin. Mældist Frelsisflokkurinn með mest fylgi og útlit var fyrir mikinn kosningasigur. Kurz var hins vegar ekki á þeim buxunum að tapa kosningum. Hann sprengdi stjórnarsamstarfið, flýtti kosningum og gerði þjóðernishyggjunni hátt undir höfði í kosningastefnu flokksins. Skiljanlega urðu Frelsisflokksmenn ekkert sérstaklega ánægðir með Kurz. Minntu þeir sífellt á í kosningabaráttunni að flokkurinn hefði verið leiðandi afl þegar kæmi að því að taka á flóttamannavandanum og íslam og að hann hefði barist fyrir hertri landamæragæslu. Hin nýja ímynd Þjóðarflokksins stuðlaði að því að virkja áður óáhugasama kjósendur. Kurz setti sjálfan sig í fyrsta sæti, talaði um „hinn nýja Þjóðarflokk“ og lofaði að binda enda á ólöglegan innflutning fólks til þess að tryggja öryggi Austurríkismanna.Sá yngsti Kurz verður yngsti þjóðarleiðtogi heims þegar eða ef hann sest á kanslarastól. Verður hann þar með einn af allnokkrum ungum þjóðarleiðtogum Vesturlanda, sem fer nú fjölgandi. Á meðal annarra ungra þjóðarleiðtoga eru Justin Trudeau (45), forsætisráðherra Kanada, Emmanuel Macron (39), forseti Frakklands og Leo Varadkar (38), forsætisráðherra Írlands. Í samantekt New Jersey Herald á ungum leiðtogum er einnig minnst á Matteo Renzi, sem tók við ítalska forsætisráðuneytinu 39 ára gamall en sagði af sér á síðasta ári, og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, sem tók við íslenska forsætisráðuneytinu 38 ára árið 2013 en sagði af sér árið 2016.
Austurríki Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira