Stærra afrek en ég áttaði mig á Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. október 2017 06:00 Sælutilfinning. Gleði stelpnanna okkar var fölskvalaus eftir leikinn og það skiljanlega. Ótrúlegt afrek hjá þeim. fréttablaðið/getty Það höfðu líklega ekki margir trú á stelpunum okkar er þær spiluðu við eitt besta landslið heims, Þýskaland, á útivelli í gær. Skiljanlega enda er Þýskaland stórveldi í kvennaboltanum líkt og í karlaboltanum. Þýska liðið er ríkjandi Ólympíumeistari, hefur unnið HM tvisvar og EM átta sinnum. Liðið er í öðru sæti á FIFA-listanum og þetta var fyrsta tap Þýskalands í undankeppni HM síðan 1997. Þetta segir allt um hversu rosalega öflugt þýska landsliðið er.Geggjuð frammistaða Stelpurnar í íslenska landsliðinu báru aftur á móti enga virðingu fyrir þýska liðinu í gær og keyrðu á þær þýsku. Dagný Brynjarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir íslenska liðið og Elín Metta Jensen eitt. Elín Metta lagði þess utan upp bæði mörk Dagnýjar og Dagný lagði upp mark Mettu sem var einkar glæsilegt. Geggjuð frammistaða hjá þeim. Allt liðið var hins vegar stórkostlegt og íslenska liðið leiddi, 1-3, þar til tvær mínútur voru eftir af leiknum. Lokamínúturnar voru fáránlega spennandi fyrir bæði leikmenn sem og áhorfendur sem nöguðu neglurnar. Stelpurnar héldu þó út og fögnuðu að vonum vel og innilega eftir leikinn. Geggjuð frammistaða hjá þeim gegn liði sem Ísland hafði ekki skorað gegn í 30 ár. Draumurinn um fyrsta HM hjá kvennalandsliðinu lifir því góðu lífi. „Þetta er einn af bestu leikjum liðsins undir minni stjórn. Leikurinn gegn Frökkum á EM var líka með þeim betri,“ sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari yfirvegaður nokkrum tímum eftir leik. Freyr segir að það hafi vissulega nánast allt gengið upp sem hann lagði upp með fyrir leikinn. „Það kom ekki margt á óvart hjá þeim og framkvæmdin hjá leikmönnum var framúrskarandi. Við tókum mikið framfararskref í þessum leik,“ segir Freyr en hvernig leið honum með stöðuna 1-1 í hálfleik þegar Ísland hefði hæglega getað leitt með þremur mörkum? „Ég get alveg sagt það núna eftir leik að þegar við klikkum á tveimur dauðafærum í stöðunni 1-0, þá hugsaði ég að okkur yrði refsað. Maður verður að klára svona færi gegn Þýskalandi. Það er oft sagt að það sé verst að fá á sig mark rétt fyrir lok hálfleikja en ég ætla að snúa því við og segja að það sé best. Við vorum að verða passífar þarna og ég náði að grípa inn í þegar kom hálfleikur. Það var frábært.“Freyr fagnar öðru marki Dagnýjar Brynjarsdóttur með Dagnýju.fréttablaðið/afpFlökurt á hliðarlínunni Þýskaland minnkaði muninn í eitt mark tveimur mínútum fyrir leikslok og lokamínúturnar tóku á hjá þjálfaranum. „Síðustu mínúturnar eru alveg hrikalegar því þá getur maður ekki haft nein áhrif og það getur verið erfitt fyrir mann eins og mig sem vill stýra öllu. Síðustu þrjár mínúturnar var ég eins nálægt því að verða flökurt í fótboltaleik og hægt er. Sæluhrollurinn sem kom þegar flautað var af er eitthvað sem mann hefur dreymt um. Líka stoltið því ég er svo stoltur af stelpunum,“ segir Freyr en þarna var hann loksins kominn á flug um hvað afrekið væri stórt.Sagði ég bara vá „Ég vissi ekki að þær hefðu unnið alla þessa leiki á heimavelli í svona mörg ár og þegar ég vissi af því þá sagði ég bara vá. Þetta er stærra en ég áttaði mig á þó svo ég vissi að það væri stórt að vinna Þýskaland á útivelli,“ segir Freyr og bætir við að allir í kringum þýska liðið hafi verið í losti eftir leik en hann vorkenndi þeim ekki. „Þær báru enga virðingu fyrir okkur. Frá því dregið var í riðla ætluðu þær að vaða yfir öll lið og vildu að allt myndi snúast í kringum þær. Við gáfum ekkert eftir og það fór í taugarnar á þeim að við skyldum ekki leggjast niður og gera allt sem þær báðu okkur um að gera. Þetta var því einstaklega sætt að öllu leyti.“ Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 2-3 | Stelpurnar okkar stórkostlegar í sigri á Þýskalandi Stelpurnar í íslenska kvennalandsliðið unnu í dag einn allra flottasta sigurinn í sögu íslenska kvennafótboltans þegar þær sóttu 3-2 sigur á útivelli á móti á einu besta landsliði heims. Þetta er fyrsti sigur Íslands á sameiginlegu liði Þýskalands hjá bæði A-landsliðum karla og kvenna. 20. október 2017 16:00 Elín Metta: Þetta er bara snilld Elín Metta Jensen var frábær í 3-2 sigri Íslands á Þýskalandi í undankeppni HM í Þýskalandi í dag en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland vinnur Þýskaland. 20. október 2017 16:08 Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Það höfðu líklega ekki margir trú á stelpunum okkar er þær spiluðu við eitt besta landslið heims, Þýskaland, á útivelli í gær. Skiljanlega enda er Þýskaland stórveldi í kvennaboltanum líkt og í karlaboltanum. Þýska liðið er ríkjandi Ólympíumeistari, hefur unnið HM tvisvar og EM átta sinnum. Liðið er í öðru sæti á FIFA-listanum og þetta var fyrsta tap Þýskalands í undankeppni HM síðan 1997. Þetta segir allt um hversu rosalega öflugt þýska landsliðið er.Geggjuð frammistaða Stelpurnar í íslenska landsliðinu báru aftur á móti enga virðingu fyrir þýska liðinu í gær og keyrðu á þær þýsku. Dagný Brynjarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir íslenska liðið og Elín Metta Jensen eitt. Elín Metta lagði þess utan upp bæði mörk Dagnýjar og Dagný lagði upp mark Mettu sem var einkar glæsilegt. Geggjuð frammistaða hjá þeim. Allt liðið var hins vegar stórkostlegt og íslenska liðið leiddi, 1-3, þar til tvær mínútur voru eftir af leiknum. Lokamínúturnar voru fáránlega spennandi fyrir bæði leikmenn sem og áhorfendur sem nöguðu neglurnar. Stelpurnar héldu þó út og fögnuðu að vonum vel og innilega eftir leikinn. Geggjuð frammistaða hjá þeim gegn liði sem Ísland hafði ekki skorað gegn í 30 ár. Draumurinn um fyrsta HM hjá kvennalandsliðinu lifir því góðu lífi. „Þetta er einn af bestu leikjum liðsins undir minni stjórn. Leikurinn gegn Frökkum á EM var líka með þeim betri,“ sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari yfirvegaður nokkrum tímum eftir leik. Freyr segir að það hafi vissulega nánast allt gengið upp sem hann lagði upp með fyrir leikinn. „Það kom ekki margt á óvart hjá þeim og framkvæmdin hjá leikmönnum var framúrskarandi. Við tókum mikið framfararskref í þessum leik,“ segir Freyr en hvernig leið honum með stöðuna 1-1 í hálfleik þegar Ísland hefði hæglega getað leitt með þremur mörkum? „Ég get alveg sagt það núna eftir leik að þegar við klikkum á tveimur dauðafærum í stöðunni 1-0, þá hugsaði ég að okkur yrði refsað. Maður verður að klára svona færi gegn Þýskalandi. Það er oft sagt að það sé verst að fá á sig mark rétt fyrir lok hálfleikja en ég ætla að snúa því við og segja að það sé best. Við vorum að verða passífar þarna og ég náði að grípa inn í þegar kom hálfleikur. Það var frábært.“Freyr fagnar öðru marki Dagnýjar Brynjarsdóttur með Dagnýju.fréttablaðið/afpFlökurt á hliðarlínunni Þýskaland minnkaði muninn í eitt mark tveimur mínútum fyrir leikslok og lokamínúturnar tóku á hjá þjálfaranum. „Síðustu mínúturnar eru alveg hrikalegar því þá getur maður ekki haft nein áhrif og það getur verið erfitt fyrir mann eins og mig sem vill stýra öllu. Síðustu þrjár mínúturnar var ég eins nálægt því að verða flökurt í fótboltaleik og hægt er. Sæluhrollurinn sem kom þegar flautað var af er eitthvað sem mann hefur dreymt um. Líka stoltið því ég er svo stoltur af stelpunum,“ segir Freyr en þarna var hann loksins kominn á flug um hvað afrekið væri stórt.Sagði ég bara vá „Ég vissi ekki að þær hefðu unnið alla þessa leiki á heimavelli í svona mörg ár og þegar ég vissi af því þá sagði ég bara vá. Þetta er stærra en ég áttaði mig á þó svo ég vissi að það væri stórt að vinna Þýskaland á útivelli,“ segir Freyr og bætir við að allir í kringum þýska liðið hafi verið í losti eftir leik en hann vorkenndi þeim ekki. „Þær báru enga virðingu fyrir okkur. Frá því dregið var í riðla ætluðu þær að vaða yfir öll lið og vildu að allt myndi snúast í kringum þær. Við gáfum ekkert eftir og það fór í taugarnar á þeim að við skyldum ekki leggjast niður og gera allt sem þær báðu okkur um að gera. Þetta var því einstaklega sætt að öllu leyti.“
Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 2-3 | Stelpurnar okkar stórkostlegar í sigri á Þýskalandi Stelpurnar í íslenska kvennalandsliðið unnu í dag einn allra flottasta sigurinn í sögu íslenska kvennafótboltans þegar þær sóttu 3-2 sigur á útivelli á móti á einu besta landsliði heims. Þetta er fyrsti sigur Íslands á sameiginlegu liði Þýskalands hjá bæði A-landsliðum karla og kvenna. 20. október 2017 16:00 Elín Metta: Þetta er bara snilld Elín Metta Jensen var frábær í 3-2 sigri Íslands á Þýskalandi í undankeppni HM í Þýskalandi í dag en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland vinnur Þýskaland. 20. október 2017 16:08 Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 2-3 | Stelpurnar okkar stórkostlegar í sigri á Þýskalandi Stelpurnar í íslenska kvennalandsliðið unnu í dag einn allra flottasta sigurinn í sögu íslenska kvennafótboltans þegar þær sóttu 3-2 sigur á útivelli á móti á einu besta landsliði heims. Þetta er fyrsti sigur Íslands á sameiginlegu liði Þýskalands hjá bæði A-landsliðum karla og kvenna. 20. október 2017 16:00
Elín Metta: Þetta er bara snilld Elín Metta Jensen var frábær í 3-2 sigri Íslands á Þýskalandi í undankeppni HM í Þýskalandi í dag en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland vinnur Þýskaland. 20. október 2017 16:08