Air Berlin flýgur til Íslands þrátt fyrir skuldir Heimir Már Pétursson skrifar 20. október 2017 19:38 Þýska flugfélagið Air Berlin getur flogið áfram til Íslands þótt ein af þotum félagsins hafi verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli vegna vangoldinna gjalda. Félagið þarf hins vegar að staðgreiða öll gjöld á flugvellinum jafnóðum. Talsmaður Air Berlin segir kyrrsetninguna ólöglega og óviðunandi. Isavia kyrrsetti Airbus 320 flugvél Air Berlin sem kom frá Dusseldorf í gærkvöldi vegna vangoldinna gjalda á Keflavíkurflugvelli. En gjöldin skiptast í lendingargjald, farþegagjald, stæðisgjald, flugverndargjald og fleira. Upplýsingafulltrúi Isavia segir fyrirtækið ekki hafa séð fram á að Air Berlin ætlaði að greiða skuldina. „Og þá notuðum við þessa 136. grein loftferðalaga um heimild til að kyrrsetja flugvél þangað til greiðsla hefur verið tryggð,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Það gæti hins vegar reynst erfitt þar sem félagið fór í greiðslustöðvun hinn 15. ágúst síðast liðinn en skuldin við Isavia varð til fyrir þann tíma. Air Berlin á sér langa sögu eða allt aftur til 1978 en upp úr aldamótum varð það annað stærsta flugfélag Þýskalands. Talsmaður flugfélagsins segir í viðtali við Reuters að kyrrsetningin sé ólögmæt og óviðunandi. En Guðni segir íslensk lög algerlega skýr hvað þetta varðar. Um háar upphæðir sé að ræða. „Þetta er innifalið í flugmiðanum þegar fólk kaupir sér flugmiða. Það er gott að taka það fram. Farþegar eru búnir að greiða fyrir þessi gjöld í rauninni.“ Air Berlin flaug átta sinnum mill Berlínar, fjórum sinnum milli Dusselforf og þrisvar milli til Munchen og Keflavíkur í sumar. Í fyrra vetur flaug félagið síðan tvisvar í viku til Berlínar og Dusseldorf. Farþegar sem komu með flugvélinni frá Dusseldorf og kyrrsett var í Keflavík í gærkvöldi komust allir nema þrír með flugvél félagsins til Berlínar síðar um kvöldið. „Við höfum ítrekað það við Air Berlin að við munum ekki aðhafast neitt varðandi flug þeirra að frátalinni þessari tilteknu flugvél. Þannig að þeir geta haldið flugáætlun sinni óhræddir áfram.“Þannig að þessi flugvél dugar fyrir reikningnum? „Já svo sannarlega.“ Air Berlin er ekki að safna nýjum skuldum við Isavia og hefur þurft að staðgreiða öll gjöld til Isavía frá 15 ágúst þegar það fór í greiðslustöðvun, en Guðni segir flugvélinni verða haldið þar til gengið hafi verið frá greiðslu skuldarinnar. Flugfélagið hefur hins vegar lýst yfir að það muni hætta alfarið starfsemi eftir um viku, eða hinn 28. október. Tengdar fréttir Kyrrsettu flugvél Air Berlin í Keflavík Isavia kyrrsetti í gærkvöld flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli vegna notendagjalda sem eru í vanskilum sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar Air Berlin. 20. október 2017 06:58 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira
Þýska flugfélagið Air Berlin getur flogið áfram til Íslands þótt ein af þotum félagsins hafi verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli vegna vangoldinna gjalda. Félagið þarf hins vegar að staðgreiða öll gjöld á flugvellinum jafnóðum. Talsmaður Air Berlin segir kyrrsetninguna ólöglega og óviðunandi. Isavia kyrrsetti Airbus 320 flugvél Air Berlin sem kom frá Dusseldorf í gærkvöldi vegna vangoldinna gjalda á Keflavíkurflugvelli. En gjöldin skiptast í lendingargjald, farþegagjald, stæðisgjald, flugverndargjald og fleira. Upplýsingafulltrúi Isavia segir fyrirtækið ekki hafa séð fram á að Air Berlin ætlaði að greiða skuldina. „Og þá notuðum við þessa 136. grein loftferðalaga um heimild til að kyrrsetja flugvél þangað til greiðsla hefur verið tryggð,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Það gæti hins vegar reynst erfitt þar sem félagið fór í greiðslustöðvun hinn 15. ágúst síðast liðinn en skuldin við Isavia varð til fyrir þann tíma. Air Berlin á sér langa sögu eða allt aftur til 1978 en upp úr aldamótum varð það annað stærsta flugfélag Þýskalands. Talsmaður flugfélagsins segir í viðtali við Reuters að kyrrsetningin sé ólögmæt og óviðunandi. En Guðni segir íslensk lög algerlega skýr hvað þetta varðar. Um háar upphæðir sé að ræða. „Þetta er innifalið í flugmiðanum þegar fólk kaupir sér flugmiða. Það er gott að taka það fram. Farþegar eru búnir að greiða fyrir þessi gjöld í rauninni.“ Air Berlin flaug átta sinnum mill Berlínar, fjórum sinnum milli Dusselforf og þrisvar milli til Munchen og Keflavíkur í sumar. Í fyrra vetur flaug félagið síðan tvisvar í viku til Berlínar og Dusseldorf. Farþegar sem komu með flugvélinni frá Dusseldorf og kyrrsett var í Keflavík í gærkvöldi komust allir nema þrír með flugvél félagsins til Berlínar síðar um kvöldið. „Við höfum ítrekað það við Air Berlin að við munum ekki aðhafast neitt varðandi flug þeirra að frátalinni þessari tilteknu flugvél. Þannig að þeir geta haldið flugáætlun sinni óhræddir áfram.“Þannig að þessi flugvél dugar fyrir reikningnum? „Já svo sannarlega.“ Air Berlin er ekki að safna nýjum skuldum við Isavia og hefur þurft að staðgreiða öll gjöld til Isavía frá 15 ágúst þegar það fór í greiðslustöðvun, en Guðni segir flugvélinni verða haldið þar til gengið hafi verið frá greiðslu skuldarinnar. Flugfélagið hefur hins vegar lýst yfir að það muni hætta alfarið starfsemi eftir um viku, eða hinn 28. október.
Tengdar fréttir Kyrrsettu flugvél Air Berlin í Keflavík Isavia kyrrsetti í gærkvöld flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli vegna notendagjalda sem eru í vanskilum sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar Air Berlin. 20. október 2017 06:58 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira
Kyrrsettu flugvél Air Berlin í Keflavík Isavia kyrrsetti í gærkvöld flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli vegna notendagjalda sem eru í vanskilum sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar Air Berlin. 20. október 2017 06:58