Áfengisgjaldið þungur baggi fyrir lítil frumkvöðlabrugghús Sveinn Arnarsson skrifar 20. október 2017 06:00 Framboð á innlendum bjór hefur stóraukist síðustu ár. Fréttablaðið/Ernir Brugghúsið Lady Brewery segir álagningu áfengisgjalds afar erfiða fyrir frumkvöðla sem bruggi gæðabjór í litlu magni. Þar sem bruggunin sé smá í sniðum og áfengisstyrkur bjórsins um 6,1 prósent, þurfi fyrirtækið að greiða 452 krónur á hvern lítra til hins opinbera í formi áfengisgjalds. Ragnheiður Axel og Þórey Björk Halldórsdóttir reka frumkvöðlafyrirtækið. Þær hafa unnið að því að setja á markað vandaða vöru og er IPA-bjórinn frá þeim, „First Lady“, nú að finna á völdum öldurhúsum í Reykjavík og nágrenni. „Bjórinn hjá okkur er að fara út úr brugghúsi á um 1.200 krónur lítrinn plús virðisaukaskattur vegna mikillar álagningar hins opinbera,“ segir Ragnheiður. „Því kostar bjórinn okkar um 1.550 krónur að lágmarki á krám. Það er mjög erfitt fyrir lítil brugghús að bjórinn þurfi að vera svona dýr til að hann standi undir sér.“ Í framlögðu fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2018, sem bíður umræðu fram yfir kosningar, mun áfengisgjald hækka um 2,2 prósent í takt við verðlagsbreytingar ársins. Því mun krónutalan hækka á næsta ári nái þessi hækkun fram að ganga. „Við erum ósáttar við að þetta litla fyrirtæki sem er að byrja rekstur fái þennan rosalega þunga bagga. Þetta er auðvitað auðveldara þegar um stórfyrirtæki er að ræða sem geta lagt minna á hvern kút og selt gríðarlegt magn á ársgrundvelli,“ bætir Ragnheiður við. Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Brugghúsið Lady Brewery segir álagningu áfengisgjalds afar erfiða fyrir frumkvöðla sem bruggi gæðabjór í litlu magni. Þar sem bruggunin sé smá í sniðum og áfengisstyrkur bjórsins um 6,1 prósent, þurfi fyrirtækið að greiða 452 krónur á hvern lítra til hins opinbera í formi áfengisgjalds. Ragnheiður Axel og Þórey Björk Halldórsdóttir reka frumkvöðlafyrirtækið. Þær hafa unnið að því að setja á markað vandaða vöru og er IPA-bjórinn frá þeim, „First Lady“, nú að finna á völdum öldurhúsum í Reykjavík og nágrenni. „Bjórinn hjá okkur er að fara út úr brugghúsi á um 1.200 krónur lítrinn plús virðisaukaskattur vegna mikillar álagningar hins opinbera,“ segir Ragnheiður. „Því kostar bjórinn okkar um 1.550 krónur að lágmarki á krám. Það er mjög erfitt fyrir lítil brugghús að bjórinn þurfi að vera svona dýr til að hann standi undir sér.“ Í framlögðu fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2018, sem bíður umræðu fram yfir kosningar, mun áfengisgjald hækka um 2,2 prósent í takt við verðlagsbreytingar ársins. Því mun krónutalan hækka á næsta ári nái þessi hækkun fram að ganga. „Við erum ósáttar við að þetta litla fyrirtæki sem er að byrja rekstur fái þennan rosalega þunga bagga. Þetta er auðvitað auðveldara þegar um stórfyrirtæki er að ræða sem geta lagt minna á hvern kút og selt gríðarlegt magn á ársgrundvelli,“ bætir Ragnheiður við.
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira