Andy Dick rekinn vegna ásakana um kynferðislega áreitni Birgir Olgeirsson skrifar 31. október 2017 19:27 Leikarinn Andy Dick. Leikarinn Andy Dick hefur verið rekinn úr leikaraliði myndarinnar Raising Buchanan vegna ásakana um kynferðislega áreitni og ósæmilega hegðun við tökur myndarinnar. Greint er frá þessu á vef Hollywood Reporter en þar hafnar leikarinn ásökunum um að hafa káfað á einhverjum á tökustað en segir þó þetta: „Ég gæti hafa kysst einhverja á kinnina þegar ég var að kveðja þá og síðan sleikt á þeim kinnina. Það er eitt af því sem ég geri.“ Heimildarmenn Hollywood Reporter segja að Dick hafi verið sakaður um að grípa í kynfæri þeirra sem störfuðu á tökustað, kysst einhverja gegn þeirra vilja og óskað eftir að fá að stunda kynlíf með nokkrum þeirra . Hollywood Reporter segir óvitað hvort þetta athæfi leikarans hafi beinst gegn öðrum leikurum myndarinnar eða þeim sem voru hluti af tökuteymi hennar. Dick staðfesti í samtali við Hollywood Reporter að hann hefði verið með lítið hlutverk í myndinni en að ákveðið hefði verið að láta hann fara. Leikarinn hefur áður komist í kast við lögin. Hann er þekktur fyrir sérkennilega kímnigáfu og fyrir að reyna hvað hann getur að ganga fram af fólki. Í samtali við Hollywood Reporter sagðist hann meðvitaður um orðið sem færi af honum og grínaðist með að „ósæmileg hegðun“ væri hans annað nafn. Hann gekkst við því að ástandið í Hollywood væri viðkvæmt vegna Harvey Weinstein-málsins en neitaði því staðfastlega að hafa káfað á einhverjum við tökur myndarinnar eða berað á sér kynfærin. Hann sagði ástandið á tökustað myndarinnar hafa orðið sérlega viðkvæmt, og hann hafi ekki bætt úr skák þegar hann fór að ræða mál Harvey Weinsteins, en hann hefur gert tvær kvikmyndir með honum. Hann sagði að kvikmyndagerðarmennirnir hafi mögulega orðið reiðir þegar þeir túlkuðu orð leikarans um Weinstein sem mögulega vörn. „Fólk er svo viðkvæmt,“ sagði Andy Dick við Hollywood Reporter. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Bruce Dellis. Rene Auberjonios, Amanda Melby, Shannon Whirry og M. Emmet Walsh fara með aðalhlutverk hennar. Myndin segir frá konu sem ákveður að stela líki fyrrum forseta Bandaríkjanna í von um lausnarfé. MeToo Hollywood Bandaríkin Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Sjá meira
Leikarinn Andy Dick hefur verið rekinn úr leikaraliði myndarinnar Raising Buchanan vegna ásakana um kynferðislega áreitni og ósæmilega hegðun við tökur myndarinnar. Greint er frá þessu á vef Hollywood Reporter en þar hafnar leikarinn ásökunum um að hafa káfað á einhverjum á tökustað en segir þó þetta: „Ég gæti hafa kysst einhverja á kinnina þegar ég var að kveðja þá og síðan sleikt á þeim kinnina. Það er eitt af því sem ég geri.“ Heimildarmenn Hollywood Reporter segja að Dick hafi verið sakaður um að grípa í kynfæri þeirra sem störfuðu á tökustað, kysst einhverja gegn þeirra vilja og óskað eftir að fá að stunda kynlíf með nokkrum þeirra . Hollywood Reporter segir óvitað hvort þetta athæfi leikarans hafi beinst gegn öðrum leikurum myndarinnar eða þeim sem voru hluti af tökuteymi hennar. Dick staðfesti í samtali við Hollywood Reporter að hann hefði verið með lítið hlutverk í myndinni en að ákveðið hefði verið að láta hann fara. Leikarinn hefur áður komist í kast við lögin. Hann er þekktur fyrir sérkennilega kímnigáfu og fyrir að reyna hvað hann getur að ganga fram af fólki. Í samtali við Hollywood Reporter sagðist hann meðvitaður um orðið sem færi af honum og grínaðist með að „ósæmileg hegðun“ væri hans annað nafn. Hann gekkst við því að ástandið í Hollywood væri viðkvæmt vegna Harvey Weinstein-málsins en neitaði því staðfastlega að hafa káfað á einhverjum við tökur myndarinnar eða berað á sér kynfærin. Hann sagði ástandið á tökustað myndarinnar hafa orðið sérlega viðkvæmt, og hann hafi ekki bætt úr skák þegar hann fór að ræða mál Harvey Weinsteins, en hann hefur gert tvær kvikmyndir með honum. Hann sagði að kvikmyndagerðarmennirnir hafi mögulega orðið reiðir þegar þeir túlkuðu orð leikarans um Weinstein sem mögulega vörn. „Fólk er svo viðkvæmt,“ sagði Andy Dick við Hollywood Reporter. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Bruce Dellis. Rene Auberjonios, Amanda Melby, Shannon Whirry og M. Emmet Walsh fara með aðalhlutverk hennar. Myndin segir frá konu sem ákveður að stela líki fyrrum forseta Bandaríkjanna í von um lausnarfé.
MeToo Hollywood Bandaríkin Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“