Tilfinningaþrungin stund þegar fyrrverandi sjómaður hitti bjargvætt sinn aftur: "Þú hefðir gert það sama fyrir mig“ Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 9. nóvember 2017 20:45 Fyrrverandi sjómaður frá Belgíu hitti bjargvætt sinn, fyrrverandi slökkviliðsmann í Vestmannaeyjum, í fyrsta skipti í dag, en sá síðarnefndi bjargaði lífi hans eftir að belgískur togari strandaði í Vestmannaeyjum fyrir um 35 árum. Belgíumaðurinn Bart Gulpen var aðeins 17 ára þegar hann horfðist í augu við dauðann í um sjö klukkustundir, þegar togarinn, Pelagus, strandaði í hrauninu í Vestmannaeyjum í janúar árið 1982. Hann var hættur að finna fyrir fótunum af kulda þegar Guðmundur Ólafsson, 23 ára slökkviliðsmaður frá eynni, náði að koma honum til bjargar á ögurstundu. Fimm félögum Barts var bjargað en tveir úr áhöfn togarans létu lífið. Einnig fórust íslenskur læknir og hjálparsveitarmaður en óhætt er að segja að þetta hafi verið einn dramatískasti atburður í björgunarsögu Íslendinga.Kom þeim á óvart Bart er nú er kominn hingað til lands í tilefni af útgáfu nýjustu Útkallsbókar Óttars Sveinssonar sem fjallar um þessa atburði. Bart vissi hins vegar ekki að Guðmundur er einnig komin hingað, frá Norður Noregi þar sem hann býr í dag, en Óttar ákvað að leiða þá óvænt saman. Skjáskot/Stöð2Stundin var nokkuð tilfinningaþrungin enda hafa þeir í raun aldrei talað saman, ekki fyrr en í dag, en lifað með þennan sorglega atburð í huga öll þessi ár. Báðum fannst þeim magnað að hitta hvorn annan og voru þakklátir fyrir það tækifæri. Þá segjast þeir báðir hafa hugsað um atburðinn margoft á þeim 35 árum sem eru liðinn frá honum. Guðmundur var hógvær þegar þeir hittust og sagði: „Þú hefðir gert það sama fyrir mig“ Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Fyrrverandi sjómaður frá Belgíu hitti bjargvætt sinn, fyrrverandi slökkviliðsmann í Vestmannaeyjum, í fyrsta skipti í dag, en sá síðarnefndi bjargaði lífi hans eftir að belgískur togari strandaði í Vestmannaeyjum fyrir um 35 árum. Belgíumaðurinn Bart Gulpen var aðeins 17 ára þegar hann horfðist í augu við dauðann í um sjö klukkustundir, þegar togarinn, Pelagus, strandaði í hrauninu í Vestmannaeyjum í janúar árið 1982. Hann var hættur að finna fyrir fótunum af kulda þegar Guðmundur Ólafsson, 23 ára slökkviliðsmaður frá eynni, náði að koma honum til bjargar á ögurstundu. Fimm félögum Barts var bjargað en tveir úr áhöfn togarans létu lífið. Einnig fórust íslenskur læknir og hjálparsveitarmaður en óhætt er að segja að þetta hafi verið einn dramatískasti atburður í björgunarsögu Íslendinga.Kom þeim á óvart Bart er nú er kominn hingað til lands í tilefni af útgáfu nýjustu Útkallsbókar Óttars Sveinssonar sem fjallar um þessa atburði. Bart vissi hins vegar ekki að Guðmundur er einnig komin hingað, frá Norður Noregi þar sem hann býr í dag, en Óttar ákvað að leiða þá óvænt saman. Skjáskot/Stöð2Stundin var nokkuð tilfinningaþrungin enda hafa þeir í raun aldrei talað saman, ekki fyrr en í dag, en lifað með þennan sorglega atburð í huga öll þessi ár. Báðum fannst þeim magnað að hitta hvorn annan og voru þakklátir fyrir það tækifæri. Þá segjast þeir báðir hafa hugsað um atburðinn margoft á þeim 35 árum sem eru liðinn frá honum. Guðmundur var hógvær þegar þeir hittust og sagði: „Þú hefðir gert það sama fyrir mig“
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira