Hvað þá þegar þrír leikmenn úr sama liðinu eru komnir í gegn og eiga aðeins eftir að senda boltann í tómt markið.
Þremur leikmönnum litháenska liðsins Gintra Universitetas tókst hið ómögulega í kvöld í fyrri leik liðsins á móti Barcelona í sextán liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta sem fram fór í Siauliai í Litháen í kvöld.
Barcelona vann leikinn 6-0 og Börsungar eru því komnir með níu tær inn í átta liða úrslitin.
Í stöðunni 3-0 fengu heimastúlkur í Gintra hinsvegar ótrúlega gott færi eftir flotta stungusendingu og mistök markvarðar Barcelona liðsins.
Hvernig þessir þrír leikmenn Gintra klúðruðu þessu færi er varla hægt að útskýra í orðum og best er að horfa bara myndbandið af klúðri ársins í fótboltanum.
Það má bæði sjá þetta á Twitter-síðu Womens Soccer United ...
Could this be the Miss of year ? Gintra-University players get all mixed up against Barcelona, UEFA Women's Champions League #womensfootball#UWCL Video: Barcelona TV pic.twitter.com/wPAKtzKMt0
— WomensSoccerUnited (@WSUasa) November 8, 2017
... sem og á Twitter-síðu Barcelona liðsins.
Jaysus - Gintra clear on goal with 3 players & they trip each other up! pic.twitter.com/mUrGyguweX
— Barça Women (@BarcaWomen) November 8, 2017