Faðir ADHD-drengja: „Lyfjagjöf er meðferð til að auka lífsgæði“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 21:00 Í fréttum okkar í gær var fjallað um nýja rannsókn sem sýnir að helsta og stundum eina úrræðið sem foreldrum barna með sérþarfir er boðið upp á er geð- og svefnlyfjagjöf. 58% foreldra var ráðlögð lyfjagjöf við svefnvandanum og rúmlega 70% foreldra barna með hegðunarvanda var ráðlagt að gefa þeim geðlyf. Fréttin hefur vakið hörð viðbrögð og eru foreldrar meðal annars gagnrýndir fyrir að dæla lyfjum í börnin sín. Hákon Helgi Leifsson er faðir tveggja drengja með ADHD og er sjálfur með sömu greiningu. Hann segir þetta viðhorf ríkjandi en að fólk skilji kannski ekki að lyf við ADHD sé eins og gleraugu fyrir þá sem sjá illa. „Lyfjagjöf er meðferð til að auka lífsgæði. Hún er ekki til þess að róa börn niður eða til að þóknast kennurum og skólum, til að börn hagi sér betur. Hún er til þess að börn geti plummað sig félagslega.“ Hákon segir þó sálfræðimeðferð nauðsynlega samfara lyfjagjöf en einn tími hjá sálfræðingi kostar frá tólf til sextán þúsund krónur og Hákon bendir á að þeir sem hafa ADHD hafi að meðaltali 20-30% lægri tekjur en aðrir. „Því miður er það þannig að ef börn eru með ADHD þá er líklegt að foreldrar séu líka með það, sem setur þau í lægsta tekjuhóp. Það þýðir að þau hafa ekki efni á að veita börnunum meðferðina sem þau þurfa.“ Hákon ítrekar að mikilvægast sé að efla félagslega færni og styrkja sjálfsmynd barna með ADHD. „Sálfræðiþjónusta borguð af ríkinu, fyrir þá sem þurfa, ásamt lyfjagjöf veitir tækifæri til að vera eins og aðrir og skila eins miklu og aðrir þjóðfélagshópar til samfélagsins," segir Hákon. Tengdar fréttir Meirihluta foreldra ráðlagt að gefa börnum geð- og svefnlyf Meirihluti foreldra barna með hegðunar- og svefnvanda er ráðlagt að gefa börnunum lyf og eru dæmi um að eins árs börn fái svefnlyf sem ætluð eru fullorðnum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sálfræðinema í HR. 7. nóvember 2017 20:00 Braskað með svefnlyf fyrir börn á netinu Sprenging orðið í bæði ávísunum lækna á svefnlyfinu melatónín til barna sem og ólöglegum póstsendingum frá Bandaríkjunum sem haldlagðar hafa verið af tollvörðum. Landlæknisembættið hefur áhyggjur af þróuninni. 22. september 2017 06:00 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Í fréttum okkar í gær var fjallað um nýja rannsókn sem sýnir að helsta og stundum eina úrræðið sem foreldrum barna með sérþarfir er boðið upp á er geð- og svefnlyfjagjöf. 58% foreldra var ráðlögð lyfjagjöf við svefnvandanum og rúmlega 70% foreldra barna með hegðunarvanda var ráðlagt að gefa þeim geðlyf. Fréttin hefur vakið hörð viðbrögð og eru foreldrar meðal annars gagnrýndir fyrir að dæla lyfjum í börnin sín. Hákon Helgi Leifsson er faðir tveggja drengja með ADHD og er sjálfur með sömu greiningu. Hann segir þetta viðhorf ríkjandi en að fólk skilji kannski ekki að lyf við ADHD sé eins og gleraugu fyrir þá sem sjá illa. „Lyfjagjöf er meðferð til að auka lífsgæði. Hún er ekki til þess að róa börn niður eða til að þóknast kennurum og skólum, til að börn hagi sér betur. Hún er til þess að börn geti plummað sig félagslega.“ Hákon segir þó sálfræðimeðferð nauðsynlega samfara lyfjagjöf en einn tími hjá sálfræðingi kostar frá tólf til sextán þúsund krónur og Hákon bendir á að þeir sem hafa ADHD hafi að meðaltali 20-30% lægri tekjur en aðrir. „Því miður er það þannig að ef börn eru með ADHD þá er líklegt að foreldrar séu líka með það, sem setur þau í lægsta tekjuhóp. Það þýðir að þau hafa ekki efni á að veita börnunum meðferðina sem þau þurfa.“ Hákon ítrekar að mikilvægast sé að efla félagslega færni og styrkja sjálfsmynd barna með ADHD. „Sálfræðiþjónusta borguð af ríkinu, fyrir þá sem þurfa, ásamt lyfjagjöf veitir tækifæri til að vera eins og aðrir og skila eins miklu og aðrir þjóðfélagshópar til samfélagsins," segir Hákon.
Tengdar fréttir Meirihluta foreldra ráðlagt að gefa börnum geð- og svefnlyf Meirihluti foreldra barna með hegðunar- og svefnvanda er ráðlagt að gefa börnunum lyf og eru dæmi um að eins árs börn fái svefnlyf sem ætluð eru fullorðnum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sálfræðinema í HR. 7. nóvember 2017 20:00 Braskað með svefnlyf fyrir börn á netinu Sprenging orðið í bæði ávísunum lækna á svefnlyfinu melatónín til barna sem og ólöglegum póstsendingum frá Bandaríkjunum sem haldlagðar hafa verið af tollvörðum. Landlæknisembættið hefur áhyggjur af þróuninni. 22. september 2017 06:00 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Meirihluta foreldra ráðlagt að gefa börnum geð- og svefnlyf Meirihluti foreldra barna með hegðunar- og svefnvanda er ráðlagt að gefa börnunum lyf og eru dæmi um að eins árs börn fái svefnlyf sem ætluð eru fullorðnum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sálfræðinema í HR. 7. nóvember 2017 20:00
Braskað með svefnlyf fyrir börn á netinu Sprenging orðið í bæði ávísunum lækna á svefnlyfinu melatónín til barna sem og ólöglegum póstsendingum frá Bandaríkjunum sem haldlagðar hafa verið af tollvörðum. Landlæknisembættið hefur áhyggjur af þróuninni. 22. september 2017 06:00