Stofnendur United vilja stöðva yfirtöku Arion Haraldur Guðmundsson skrifar 8. nóvember 2017 06:00 Magnús Garðarsson, stofnandi kísilversins í Helguvík, vill lögbann á yfirtöku Arion banka á hlutafé hans í United Silicon. vísir/eyþór Fjórir fyrrverandi hluthafar United Silicon, þar á meðal Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri kísilversins, vilja að Héraðsdómur Reykjavíkur ógildi ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að synja beiðni þeirra um lögbann á yfirtöku Arion banka á hlutabréfum þeirra í fyrirtækinu. Málið verður tekið fyrir í héraði á föstudag en hluthafarnir fyrrverandi fóru fram á lögbannið í lok september. Þorsteinn Einarsson, lögmaður Magnúsar og Kísils Íslands hf. og hollensku félaganna United Silicon Holding B.V. og USI Holding B.V., staðfestir að hann muni þar leggja fram greinargerð með rökstuðningi þeirra um að bankanum hafi ekki verið heimilt að ganga að hlutafénu. Um er að ræða helstu stofnendur kísilversins í Helguvík en Kísill Ísland er í eigu United Silicon Holding B.V. Aftur á móti hefur aldrei verið upplýst um raunverulega eigendur þess félags en ljóst er að hollenska hrávörufyrirtækið Bit Fondel er í þeim hópi. Kísill Ísland átti í árslok 2016 um 37 prósenta hlut í United Silicon. Arion banki, stærsti lánveitandi kísilversins, gekk um miðjan september að veðum í fyrirtækinu og tók þá hlutabréfin yfir. Bankinn og fimm lífeyrissjóðir sem fjárfestu í United Silicon eiga í dag 98 prósent í félaginu en eins og komið hefur fram er Arion með um átta milljarða króna útistandandi við kísilverið í lánsloforðum og ábyrgðum. Fulltrúar Kísils Íslands misstu þá stjórnarsæti sín í félaginu en bankinn sagði yfirráðin einungis tímabundin og að til stæði að endurskipuleggja félagið og fá inn nýja fjárfesta. Bankinn hefur, eins og Fréttablaðið greindi frá mánuði eftir yfirtökuna, sent kæru til héraðssaksóknara vegna meintrar mögulegrar refsiverðrar háttsemi Magnúsar. Kom kæran í kjölfar ákvörðunar stjórnar United Silicon um að kæra hann til sama embættis vegna gruns um meint stórfelld auðgunarbrot og skjalafals allt frá árinu 2014 eða þegar framkvæmdir við kísilverið hófust. Ekki náðist í Magnús við vinnslu fréttarinnar og talsmaður Arion banka vildi ekki tjá sig um málareksturinn fyrir héraðsdómi. United Silicon Tengdar fréttir Arion banki kærir stofnanda United Silicon 13. október 2017 06:00 Eignir Magnúsar kísilkóngs kyrrsettar Sýslumaður telur ósk stjórnar United Silicon réttmæta og hafa eignir Magnúsar Garðarssonar á Íslandi nú verið kyrrsettar. 26. september 2017 14:39 Hnerri hafi mögulega orsakað 180 km hraða á Reykjanesbrautinni Magnús Ólafur Garðarsson var ekki viðstaddur aðalmeðferð í ofsaakstursmáli hans fyrir héraðsdómi í gær. 7. nóvember 2017 23:30 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Fjórir fyrrverandi hluthafar United Silicon, þar á meðal Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri kísilversins, vilja að Héraðsdómur Reykjavíkur ógildi ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að synja beiðni þeirra um lögbann á yfirtöku Arion banka á hlutabréfum þeirra í fyrirtækinu. Málið verður tekið fyrir í héraði á föstudag en hluthafarnir fyrrverandi fóru fram á lögbannið í lok september. Þorsteinn Einarsson, lögmaður Magnúsar og Kísils Íslands hf. og hollensku félaganna United Silicon Holding B.V. og USI Holding B.V., staðfestir að hann muni þar leggja fram greinargerð með rökstuðningi þeirra um að bankanum hafi ekki verið heimilt að ganga að hlutafénu. Um er að ræða helstu stofnendur kísilversins í Helguvík en Kísill Ísland er í eigu United Silicon Holding B.V. Aftur á móti hefur aldrei verið upplýst um raunverulega eigendur þess félags en ljóst er að hollenska hrávörufyrirtækið Bit Fondel er í þeim hópi. Kísill Ísland átti í árslok 2016 um 37 prósenta hlut í United Silicon. Arion banki, stærsti lánveitandi kísilversins, gekk um miðjan september að veðum í fyrirtækinu og tók þá hlutabréfin yfir. Bankinn og fimm lífeyrissjóðir sem fjárfestu í United Silicon eiga í dag 98 prósent í félaginu en eins og komið hefur fram er Arion með um átta milljarða króna útistandandi við kísilverið í lánsloforðum og ábyrgðum. Fulltrúar Kísils Íslands misstu þá stjórnarsæti sín í félaginu en bankinn sagði yfirráðin einungis tímabundin og að til stæði að endurskipuleggja félagið og fá inn nýja fjárfesta. Bankinn hefur, eins og Fréttablaðið greindi frá mánuði eftir yfirtökuna, sent kæru til héraðssaksóknara vegna meintrar mögulegrar refsiverðrar háttsemi Magnúsar. Kom kæran í kjölfar ákvörðunar stjórnar United Silicon um að kæra hann til sama embættis vegna gruns um meint stórfelld auðgunarbrot og skjalafals allt frá árinu 2014 eða þegar framkvæmdir við kísilverið hófust. Ekki náðist í Magnús við vinnslu fréttarinnar og talsmaður Arion banka vildi ekki tjá sig um málareksturinn fyrir héraðsdómi.
United Silicon Tengdar fréttir Arion banki kærir stofnanda United Silicon 13. október 2017 06:00 Eignir Magnúsar kísilkóngs kyrrsettar Sýslumaður telur ósk stjórnar United Silicon réttmæta og hafa eignir Magnúsar Garðarssonar á Íslandi nú verið kyrrsettar. 26. september 2017 14:39 Hnerri hafi mögulega orsakað 180 km hraða á Reykjanesbrautinni Magnús Ólafur Garðarsson var ekki viðstaddur aðalmeðferð í ofsaakstursmáli hans fyrir héraðsdómi í gær. 7. nóvember 2017 23:30 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Eignir Magnúsar kísilkóngs kyrrsettar Sýslumaður telur ósk stjórnar United Silicon réttmæta og hafa eignir Magnúsar Garðarssonar á Íslandi nú verið kyrrsettar. 26. september 2017 14:39
Hnerri hafi mögulega orsakað 180 km hraða á Reykjanesbrautinni Magnús Ólafur Garðarsson var ekki viðstaddur aðalmeðferð í ofsaakstursmáli hans fyrir héraðsdómi í gær. 7. nóvember 2017 23:30