Fékk sér i glas og reykti maríjúana fyrir flesta leiki Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. nóvember 2017 13:00 Josh Gordon í leik með Cleveland fyrir þremur árum síðan. vísir/getty Helsti vandræðapési NFL-deildarinnar, Josh Gordon, hefur loksins opnað sig varðandi sín vandamál með vímuefni. Saga hans er í einu orði sagt ótrúleg. Gordon er orðinn 26 ára gamall. Hann var valinn af Cleveland Browns í nýliðavalinu árið 2012 en hefur lítið spila enda nánast verið í leikbanni frá því hann kom inn í deildina. Gordon fór í opinskátt viðtal hjá GQ þar sem hann opnaði sig loksins og greindi frá því að hann hefði reglulega notað áfengi og eiturlyf fyrir leiki. „Þetta var komið upp í vana hjá mér. Ef ég hafði farið í lyfjapróf í vikunni þá var klárt að ég myndi alltaf fá tvo aukadaga til þess að hreinsa kerfið. Ég átti það til að reykja mikið marijúana fyrir leiki og reyndi svo að fela lyktina af fötunum. Það er reyndar fullt af leikmönnum sem reykja fyrir leiki en það er enginn að tala um þá,“ segir Gordon en hann fékk sér líka í glas fyrir leiki. „Ég var alltaf tilbúinn með glös. Ég elskaði Grand Marnier. Það rann ljúflega niður. Ég gat venjulega drukkið mjög mikið. Ef það var ekki Grand þá drakk ég vískí eða eitthvað álíka. Ég tók kannski tvo staup til þess að hita upp kerfið. Koma vélinni í gang. Þetta er það sem ég gerði fyrir leiki. Svo var alltaf partí eftir leiki. Það var eitthvað í mér fyrir nánast alla leiki.“ Gordon segir að þetta hafi hann gert fyrir nánast alla leiki bæði í háskóla og NFL-deildinni. Þar sem hann hefur ítrekað fallið á lyfjaprófum síðustu ár þá hefur hann ekki spilað síðan árið 2014. Gríðarlegur missir fyrir Cleveland enda ótrúlega hæfileikaríkur leikmaður sem var með flesta jarda hjá útherjum deildarinnar árið 2013 og það aðeins í fjórtán leikjum. NFL-deildin hefur nú sett hann á skilorð og hann má snúa aftur í þrettándu leikviku ef hann fer eftir þeim reglum sem deildin hefur sett honum. Á meðal þess sem hann þarf að gera er að taka regluleg lyfjapróf og sækja AA-fundi. Það verður klárlega hans síðasta tækifæri í deildinni. NFL Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Elvar úr leik á EM Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Dagskráin: Meistaradeildin og Njarðvík fær Keflavík í heimsókn EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Sjá meira
Helsti vandræðapési NFL-deildarinnar, Josh Gordon, hefur loksins opnað sig varðandi sín vandamál með vímuefni. Saga hans er í einu orði sagt ótrúleg. Gordon er orðinn 26 ára gamall. Hann var valinn af Cleveland Browns í nýliðavalinu árið 2012 en hefur lítið spila enda nánast verið í leikbanni frá því hann kom inn í deildina. Gordon fór í opinskátt viðtal hjá GQ þar sem hann opnaði sig loksins og greindi frá því að hann hefði reglulega notað áfengi og eiturlyf fyrir leiki. „Þetta var komið upp í vana hjá mér. Ef ég hafði farið í lyfjapróf í vikunni þá var klárt að ég myndi alltaf fá tvo aukadaga til þess að hreinsa kerfið. Ég átti það til að reykja mikið marijúana fyrir leiki og reyndi svo að fela lyktina af fötunum. Það er reyndar fullt af leikmönnum sem reykja fyrir leiki en það er enginn að tala um þá,“ segir Gordon en hann fékk sér líka í glas fyrir leiki. „Ég var alltaf tilbúinn með glös. Ég elskaði Grand Marnier. Það rann ljúflega niður. Ég gat venjulega drukkið mjög mikið. Ef það var ekki Grand þá drakk ég vískí eða eitthvað álíka. Ég tók kannski tvo staup til þess að hita upp kerfið. Koma vélinni í gang. Þetta er það sem ég gerði fyrir leiki. Svo var alltaf partí eftir leiki. Það var eitthvað í mér fyrir nánast alla leiki.“ Gordon segir að þetta hafi hann gert fyrir nánast alla leiki bæði í háskóla og NFL-deildinni. Þar sem hann hefur ítrekað fallið á lyfjaprófum síðustu ár þá hefur hann ekki spilað síðan árið 2014. Gríðarlegur missir fyrir Cleveland enda ótrúlega hæfileikaríkur leikmaður sem var með flesta jarda hjá útherjum deildarinnar árið 2013 og það aðeins í fjórtán leikjum. NFL-deildin hefur nú sett hann á skilorð og hann má snúa aftur í þrettándu leikviku ef hann fer eftir þeim reglum sem deildin hefur sett honum. Á meðal þess sem hann þarf að gera er að taka regluleg lyfjapróf og sækja AA-fundi. Það verður klárlega hans síðasta tækifæri í deildinni.
NFL Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Elvar úr leik á EM Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Dagskráin: Meistaradeildin og Njarðvík fær Keflavík í heimsókn EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti