Andri Rúnar: Var með tilboð frá Suður-Kóreu, Suður-Afríku og Kasakstan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2017 17:00 Andri Rúnar Bjarnason. Mynd/Twitter/@HelsingborgsIF Markakóngurinn Andri Rúnar Bjarnason skrifaði um helgina undir tveggja ára samning við sænska b-deildarliðið Helsingborg. Hann fékk þó tilboð frá öllum heimshornum eins og hann sagði frá í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í dag. Andri Rúnar jafnaði markametið í Pepsi-deildinni í sumar með því að skora 19 mörk fyrir nýliða Grindavíkur í 22 leikjum og var kosinn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar af KSÍ. Hann er nú einn af fimm leikmönnum sem hafa náð að skora svo mörg mörk á einu tímabili í efstu deild. „Það voru nokkrir hlutir sem spiluðu inn í. Mér fannst fyrir eitt það mjög skemmtilegt að þjálfarinn gerði sér ferð til Íslands til að horfa á mig spila. Hann sjálfur var því mjög áhugasamur. Þetta er líka risaklúbbur og ég er ekkert viss um að fólk átti sig á því hversu stór klúbbur þetta er.,“ sagði Andri Rúnar í viðtalinu við Hjört í Akraborginni. „Ég vissi að þetta væri stór klubbur en ég áttaði mig ekki almennilega á því fyrr en ég fór þangað um helgina. Ég sá þá umgjörðina og allt þarna í kring og þetta er bara risastórt dæmi,“ sagði Andri Rúnar en liðið er þó ekki í efstu deild í Svíþjóð. „Ég reikna ekki með því að Helsingborg verði lengi í þessari deild miðað við þann metnað sem er þarna. Ég held að það sé bara gott að taka þátt í þessu verkefni með þeim, stilla mig inn og taka síðan úrvalsdeildina með þeim af krafti líka,“ sagði Andri Rúnar en hann átti möguleika að fara annað og þá á framandi staði. „Ég sá fyrir mér að það væri meira endastöð ferilsins og var ekki að sjá einhver spennandi skref í boði eftir það. Maður er svolítið að veðja á sjálfan mig og finnst ég eiga helling inni. Ég vil ekki vera að fara í svona framandi dæmi þegar mér finnst ég helling eftir að sanna,“ sagði Andri Rúnar en hvaðan komu þessi tilboð. „Það var lið í Suður-Kóreu, lið frá Kasakastan og lið í Suður-Afríku,“ sagði Andri Rúnar sem dæmi um þessi fjölbreyttu tillboð. „Það hefði verið ágætis peningur í þessu en það var ekki það sem mér fannst það rétta í stöðunni. Ég á helling af árum eftir og er bara mjög spenntur fyrir Helsingborg á þessum tímapunkti á ferlinum,“ sagði Andri Rúnar en það má hlusta á allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan. Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Markakóngurinn Andri Rúnar Bjarnason skrifaði um helgina undir tveggja ára samning við sænska b-deildarliðið Helsingborg. Hann fékk þó tilboð frá öllum heimshornum eins og hann sagði frá í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í dag. Andri Rúnar jafnaði markametið í Pepsi-deildinni í sumar með því að skora 19 mörk fyrir nýliða Grindavíkur í 22 leikjum og var kosinn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar af KSÍ. Hann er nú einn af fimm leikmönnum sem hafa náð að skora svo mörg mörk á einu tímabili í efstu deild. „Það voru nokkrir hlutir sem spiluðu inn í. Mér fannst fyrir eitt það mjög skemmtilegt að þjálfarinn gerði sér ferð til Íslands til að horfa á mig spila. Hann sjálfur var því mjög áhugasamur. Þetta er líka risaklúbbur og ég er ekkert viss um að fólk átti sig á því hversu stór klúbbur þetta er.,“ sagði Andri Rúnar í viðtalinu við Hjört í Akraborginni. „Ég vissi að þetta væri stór klubbur en ég áttaði mig ekki almennilega á því fyrr en ég fór þangað um helgina. Ég sá þá umgjörðina og allt þarna í kring og þetta er bara risastórt dæmi,“ sagði Andri Rúnar en liðið er þó ekki í efstu deild í Svíþjóð. „Ég reikna ekki með því að Helsingborg verði lengi í þessari deild miðað við þann metnað sem er þarna. Ég held að það sé bara gott að taka þátt í þessu verkefni með þeim, stilla mig inn og taka síðan úrvalsdeildina með þeim af krafti líka,“ sagði Andri Rúnar en hann átti möguleika að fara annað og þá á framandi staði. „Ég sá fyrir mér að það væri meira endastöð ferilsins og var ekki að sjá einhver spennandi skref í boði eftir það. Maður er svolítið að veðja á sjálfan mig og finnst ég eiga helling inni. Ég vil ekki vera að fara í svona framandi dæmi þegar mér finnst ég helling eftir að sanna,“ sagði Andri Rúnar en hvaðan komu þessi tilboð. „Það var lið í Suður-Kóreu, lið frá Kasakastan og lið í Suður-Afríku,“ sagði Andri Rúnar sem dæmi um þessi fjölbreyttu tillboð. „Það hefði verið ágætis peningur í þessu en það var ekki það sem mér fannst það rétta í stöðunni. Ég á helling af árum eftir og er bara mjög spenntur fyrir Helsingborg á þessum tímapunkti á ferlinum,“ sagði Andri Rúnar en það má hlusta á allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan.
Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira