Neyðarkallinn rokselst en tekjurnar fást ekki uppgefnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2017 15:15 Neyðarkallinn í ár ásamt forverum hans. Landsbjörg Sala á Neyðarkalli björgunarsveitanna í ár gekk vonum framar að sögn björgunarsveitarfólks Ársæls sem blaðamaður hitti fyrir á sölugír á Granda í Reykjavík um helgina. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir söluna hafa gengið vel eins og undanfarin ár. Slysavarnafélagið vill þó ekki gefa upp hversu vel hann selst, það er magn og hve hár styrkur landsmanna til sveitanna var í sölunni undanfarna daga.„Menn hafa ekki viljað flækja málin með þessum tölum,“ segir upplýsingafulltrúinn Davíð Már Bjarnason. Hið árlega átak til að efla búnað og styrkja þjálfun björgunarsveitarfólks hófst fimmtudaginn 2. nóvember þegar Eliza Reid forsetafrú seldi gestum í Smáralind Neyðarkallinn.Björgunarsveitarfólk við störf.LandsbjörgBjörgunarsveitarfólk frá Ársæli sem stóð vaktina fyrir utan ísbúðina Valdísi á laugardagskvöldið tjáðu blaðamanni að sala hefði gengið betur í ár og í fyrra. Sömu sögu hafði björgunarsveitarfólk við Krónuna á Granda að segja síðdegis í gær. Neyðarkallinn í ár er vélsleðakappi sem heldur á talstöð og kostar 2000 krónur. Hafa einhverjir haft orð á því að kappinn virðist allt eins halda á rafsígarettu eins og talstöð, þ.e. sé veipari. Rúmlega 250 björgunarsveitarmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru við störf í óveðrinu á sunnudaginn að takmarka tjón og sinna öðrum verkefnum. Voru þau fleiri hundruð að sögn Jónasar Guðmundssonar hjá Landsbjörg.Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.LandsbjörgDavíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir söluna á Neyðarkallinum eina af þremur lykilfjáröflunum björgunarsveitanna. Flugeldasala og bakvarðarsveitin til viðbótar við Neyðarkallinn haldi lífi í samtökunum.„Björgunarsveitin væri ekki til ef ekki væri fyrir þetta,“ segir Davíð Már.En hversu margir Neyðarkallar seldust um helgina? Þær upplýsingar vill Landsbjörg helst ekki gefa út að sögn Davíðs Más. „Menn hafa ekki viljað flækja málin með þessum tölum,“ segir Davíð Már.Hver sveit sjái um sölu á Neyðarkallinum fyrir sig, til að fjármagna starfsemi eigin sveitar. Hann hafi engar tölur um sölu á kallinum í ár.„Við höfum bara heyrt að það var hugur í mönnum og gekk vel.“Davíð Már ítrekar hve vel björgunarsveitirnar kunna að meta þann stuðning sem sveitirnar fái í sölu Neyðarkallsins á hverju ári, hve jákvætt fólk sé gagnvart lyklakippunni sem sé fastur liður hjá fólki á ári hverju.„Mikilvægustu upplýsingarnar frá okkur eru að landsmenn eru að taka fjáröfluninni mjög vel. Þetta átak og hinar tvær fjáraflanirnar eru þær sem að skipta sköpum.“Hann minnir á að peningurinn sem fáist með sölunni renni nánast óskiptur til björgunarsveitanna. Þakklæti sé ofarlega í huga.Uppfært klukkan 15:45: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem rétt er að segja „tekjur“ í staðinn fyrir „innkoma“ eins og stóð upphaflega. Veður Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Sala á Neyðarkalli björgunarsveitanna í ár gekk vonum framar að sögn björgunarsveitarfólks Ársæls sem blaðamaður hitti fyrir á sölugír á Granda í Reykjavík um helgina. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir söluna hafa gengið vel eins og undanfarin ár. Slysavarnafélagið vill þó ekki gefa upp hversu vel hann selst, það er magn og hve hár styrkur landsmanna til sveitanna var í sölunni undanfarna daga.„Menn hafa ekki viljað flækja málin með þessum tölum,“ segir upplýsingafulltrúinn Davíð Már Bjarnason. Hið árlega átak til að efla búnað og styrkja þjálfun björgunarsveitarfólks hófst fimmtudaginn 2. nóvember þegar Eliza Reid forsetafrú seldi gestum í Smáralind Neyðarkallinn.Björgunarsveitarfólk við störf.LandsbjörgBjörgunarsveitarfólk frá Ársæli sem stóð vaktina fyrir utan ísbúðina Valdísi á laugardagskvöldið tjáðu blaðamanni að sala hefði gengið betur í ár og í fyrra. Sömu sögu hafði björgunarsveitarfólk við Krónuna á Granda að segja síðdegis í gær. Neyðarkallinn í ár er vélsleðakappi sem heldur á talstöð og kostar 2000 krónur. Hafa einhverjir haft orð á því að kappinn virðist allt eins halda á rafsígarettu eins og talstöð, þ.e. sé veipari. Rúmlega 250 björgunarsveitarmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru við störf í óveðrinu á sunnudaginn að takmarka tjón og sinna öðrum verkefnum. Voru þau fleiri hundruð að sögn Jónasar Guðmundssonar hjá Landsbjörg.Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.LandsbjörgDavíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir söluna á Neyðarkallinum eina af þremur lykilfjáröflunum björgunarsveitanna. Flugeldasala og bakvarðarsveitin til viðbótar við Neyðarkallinn haldi lífi í samtökunum.„Björgunarsveitin væri ekki til ef ekki væri fyrir þetta,“ segir Davíð Már.En hversu margir Neyðarkallar seldust um helgina? Þær upplýsingar vill Landsbjörg helst ekki gefa út að sögn Davíðs Más. „Menn hafa ekki viljað flækja málin með þessum tölum,“ segir Davíð Már.Hver sveit sjái um sölu á Neyðarkallinum fyrir sig, til að fjármagna starfsemi eigin sveitar. Hann hafi engar tölur um sölu á kallinum í ár.„Við höfum bara heyrt að það var hugur í mönnum og gekk vel.“Davíð Már ítrekar hve vel björgunarsveitirnar kunna að meta þann stuðning sem sveitirnar fái í sölu Neyðarkallsins á hverju ári, hve jákvætt fólk sé gagnvart lyklakippunni sem sé fastur liður hjá fólki á ári hverju.„Mikilvægustu upplýsingarnar frá okkur eru að landsmenn eru að taka fjáröfluninni mjög vel. Þetta átak og hinar tvær fjáraflanirnar eru þær sem að skipta sköpum.“Hann minnir á að peningurinn sem fáist með sölunni renni nánast óskiptur til björgunarsveitanna. Þakklæti sé ofarlega í huga.Uppfært klukkan 15:45: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem rétt er að segja „tekjur“ í staðinn fyrir „innkoma“ eins og stóð upphaflega.
Veður Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira