Hafa orðið fyrir aðkasti eftir að hafa fjallað um eineltið opinberlega Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. nóvember 2017 19:45 Foreldrar sextán ára stúlku gagnrýna skólayfirvöld og samfélagið þar sem þau búa en þau segja dóttur sína hafa orðið fyrir grófu ofbeldi um margra ára skeið sem ekki hafi verið tekið á. Stúlkan upplifir höfnun og útskúfun og vegna vanlíðunar reyndi hún að taka eigið líf. Forsaga málsins er sú að árið 2009 fluttu Sigrún Birna Árnadóttir og Almar Eggertsson heim til Íslands með fjölskyldu sína eftir búsettu í Danmörku og settust þau að á Húsavík. Dóttir þeirra er með ADHD greiningu sem auðveldlega gekk að vinna með í Danmörku og þegar heim var komið að skólayfirvöldum í Borgarhólsskóla á Húsavík gert viðvart þegar stúlkan hóf þar nám í þriðja bekk. Sett var saman teymi í skólanum og átti að vinna með dóttur þeirra en fljótlega fór stúlkan að lenda í félagslegum vandræðum. Almar segir að í fyrstu hafi samvinna þeirra við skólayfirvöld og félagsþjónustuna á staðnum gengið eins og í sögu en árin hafi liðið án þess að félagslegar aðstæður dóttur þeirra löguðust. „Þegar árin líða man maður ekkert ártöl eða þannig en þá er þetta komið út í greinilegt einelti,“ segir Almar Eggertsson, farið stelpunnar. Sjá einnig: Reyndi sjálfsvíg vegna eineltis á Húsavík: „Hoppaðu fram af kletti og drepstu“ Sigrún og Almar segjast oftar en ekki hafa þurft að sækja hjálpina handa dóttur sinni en oft staðið sig að því að vera meðvirk í því sem var sagt um hegðun dóttur þeirra. „Mér fannst alltaf einhvern veginn...okei, þetta er þá henni að kenna. En einhvern veginn fannst manni aldrei gerast neitt. Þetta bara viðgengst og það er svo erfitt. Maður gefst upp,“ segir Sigrún Birna Árnadóttir, móðir stelpunnar, þegar hún hugsar til baka.Almar og Sigrún gagnrýna skólayfirvöld og samfélagið á Húsavík fyrir að dóttur þeirra hafi ekki verið gefinn séns og segja að ásökunum um einelti hafi ekki verið sinnt sem skyldi. Þrátt fyrir að skólayfirvöld hafi sett saman teymisvinnu eftir að foreldrarnir hafi sett af stað eineltismál. „Það grófasta sem ég hef heyrt, það eru þessi ljótu orð; Þú ert heilalaus, þú ert skrítin og barnaleg,“ segir Sigrún. Að sögn foreldranna skánuðu félagslegar aðstæður stúlkunnar þegar hún var tekin úr skólanum og sett í annan skóla utan sveitarfélagsins þar sem hún lauk grunnskólagöngu. Hunsunin og þöggunin hafði þó haldið áfram innan samfélagsins á Húsavík og í síðustu viku hafi vanlíðan stelpunnar verið orðin það mikil að hún hafi reynt að taka eigið líf. „Ég sprakk eitt kvöld þegar dóttir mín var að koma heim af sjúkrahúsinu eftir að hún reyndi sjálfsmorð. Þegar hún fær að heyra af hverju henni hafi ekki tekist að drepast. Hún kom hérna inn og öskraði af hverju þetta hafi þetta ekki tekist og hafi fengið að heyra það út í bæ,“ segir Sigrún Birna. Eftir þetta ákvað Sigrún að segja frá málum dóttur sinnar opinberlega og óskaði eftir aðstoð frá samfélaginu. Móðirin segir að hún og dóttir hennar hafi orðið fyrir aðkasti eftir að hún setti grein um eineltið á Facebook og fjallaði hafði verið um málið á Vísi. „Þetta er ekki það sem ég vildi. Það sem ég vildi er bara að við gætum hjálpast að sem samfélag. Dóttir mín er áður búin að reyna, eða skrifa bréf og vill ekki lifa. Þú veist sem móðir, þá vildi ég bara fá hjálp. Ef það er einhver sjens.“Lengra viðtal við Almar og Sigrúnu Birnu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Foreldrar sextán ára stúlku gagnrýna skólayfirvöld og samfélagið þar sem þau búa en þau segja dóttur sína hafa orðið fyrir grófu ofbeldi um margra ára skeið sem ekki hafi verið tekið á. Stúlkan upplifir höfnun og útskúfun og vegna vanlíðunar reyndi hún að taka eigið líf. Forsaga málsins er sú að árið 2009 fluttu Sigrún Birna Árnadóttir og Almar Eggertsson heim til Íslands með fjölskyldu sína eftir búsettu í Danmörku og settust þau að á Húsavík. Dóttir þeirra er með ADHD greiningu sem auðveldlega gekk að vinna með í Danmörku og þegar heim var komið að skólayfirvöldum í Borgarhólsskóla á Húsavík gert viðvart þegar stúlkan hóf þar nám í þriðja bekk. Sett var saman teymi í skólanum og átti að vinna með dóttur þeirra en fljótlega fór stúlkan að lenda í félagslegum vandræðum. Almar segir að í fyrstu hafi samvinna þeirra við skólayfirvöld og félagsþjónustuna á staðnum gengið eins og í sögu en árin hafi liðið án þess að félagslegar aðstæður dóttur þeirra löguðust. „Þegar árin líða man maður ekkert ártöl eða þannig en þá er þetta komið út í greinilegt einelti,“ segir Almar Eggertsson, farið stelpunnar. Sjá einnig: Reyndi sjálfsvíg vegna eineltis á Húsavík: „Hoppaðu fram af kletti og drepstu“ Sigrún og Almar segjast oftar en ekki hafa þurft að sækja hjálpina handa dóttur sinni en oft staðið sig að því að vera meðvirk í því sem var sagt um hegðun dóttur þeirra. „Mér fannst alltaf einhvern veginn...okei, þetta er þá henni að kenna. En einhvern veginn fannst manni aldrei gerast neitt. Þetta bara viðgengst og það er svo erfitt. Maður gefst upp,“ segir Sigrún Birna Árnadóttir, móðir stelpunnar, þegar hún hugsar til baka.Almar og Sigrún gagnrýna skólayfirvöld og samfélagið á Húsavík fyrir að dóttur þeirra hafi ekki verið gefinn séns og segja að ásökunum um einelti hafi ekki verið sinnt sem skyldi. Þrátt fyrir að skólayfirvöld hafi sett saman teymisvinnu eftir að foreldrarnir hafi sett af stað eineltismál. „Það grófasta sem ég hef heyrt, það eru þessi ljótu orð; Þú ert heilalaus, þú ert skrítin og barnaleg,“ segir Sigrún. Að sögn foreldranna skánuðu félagslegar aðstæður stúlkunnar þegar hún var tekin úr skólanum og sett í annan skóla utan sveitarfélagsins þar sem hún lauk grunnskólagöngu. Hunsunin og þöggunin hafði þó haldið áfram innan samfélagsins á Húsavík og í síðustu viku hafi vanlíðan stelpunnar verið orðin það mikil að hún hafi reynt að taka eigið líf. „Ég sprakk eitt kvöld þegar dóttir mín var að koma heim af sjúkrahúsinu eftir að hún reyndi sjálfsmorð. Þegar hún fær að heyra af hverju henni hafi ekki tekist að drepast. Hún kom hérna inn og öskraði af hverju þetta hafi þetta ekki tekist og hafi fengið að heyra það út í bæ,“ segir Sigrún Birna. Eftir þetta ákvað Sigrún að segja frá málum dóttur sinnar opinberlega og óskaði eftir aðstoð frá samfélaginu. Móðirin segir að hún og dóttir hennar hafi orðið fyrir aðkasti eftir að hún setti grein um eineltið á Facebook og fjallaði hafði verið um málið á Vísi. „Þetta er ekki það sem ég vildi. Það sem ég vildi er bara að við gætum hjálpast að sem samfélag. Dóttir mín er áður búin að reyna, eða skrifa bréf og vill ekki lifa. Þú veist sem móðir, þá vildi ég bara fá hjálp. Ef það er einhver sjens.“Lengra viðtal við Almar og Sigrúnu Birnu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira