Hættulegur glæpamaður eða katalónsk frelsishetja Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. nóvember 2017 07:00 Carles Puigdemont dvelur nú í Brussel. Vísir/AFP Undanfarnar vikur í lífi hins katalónska Carles Puigdemont hafa verið viðburðaríkari en flestir eiga að venjast. Eftir að hafa staðið í fremstu víglínu í sjálfstæðisbaráttu spænska héraðsins hefur handtökuskipun verið gefin út á hendur honum. Puigdemont á yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi en mun væntanlega ekki gefast upp í baráttunni. Skiptar skoðanir eru á Puigdemont. Ýmsir telja hann frelsishetju og verndara katalónsku þjóðarinnar. Aðrir segja hann öfgafullan uppreisnarmann sem geri allt til að slíta Spán í sundur. Spánverjar og Katalónar eru þó sameinaðir í því að augu þeirra beinast nú, og hafa undanfarið beinst, að þessum umdeilda manni.Baráttan hefstÞegar Puigdemont var svarinn í embætti forseta héraðsstjórnar Katalóníu hefur hann líklegast búist við því að sjálfstæðisbaráttan yrði erfið. Hann óraði þó ef til vill ekki fyrir því að hann myndi flýja land vegna viðbragða spænska ríkisins. „Við höfum náð miklum árangri, en við munum ekki þreytast. Við erum full vonar. Ekkert er ómögulegt,“ sagði hinn nýi forseti þegar hann ávarpaði Katalóna stuttu eftir að hann var svarinn í embætti, umkringdur katalónskum fánum. Orð hans um að hann myndi sameina Katalóníu í hinni erfiðu sjálfstæðisbaráttu féllu spænsku ríkisstjórninni ef til vill ekki í geð. En þótt Katalónar hafi ekki sameinast, eins og fjöldamótmæli gegn sjálfstæði í héraðshöfuðborginni Barcelona hafa sýnt, hefur Puigdemont uppfyllt loforð sitt um að boða til kosninga og lýsa yfir sjálfstæði.Frá Barcelona.Vísir/AFPHarkaleg viðbrögðÞær fjórar vikur frá því Katalónar gengu til kosninga og þar til héraðið lýsti loks yfir sjálfstæði voru viðburðaríkar. Puigdemont beið í nokkra daga að kosningum loknum, eftir að öll atkvæði höfðu verið talin, með að gefa út nokkra yfirlýsingu. Þegar að því kom þótti yfirlýsingin afar óskýr. Það er sanngjarnt að segja, þótt það sé ef til vill ónákvæmt, að Puigdemont hafi „nokkurn veginn“ lýst yfir sjálfstæði. Vissulega sagðist hann hafa skrifað undir yfirlýsingu þess efnis en hann frestaði gildistöku hennar í von um að fá Spánverja að borðinu til viðræðna um samhliða ákvörðun um sjálfstæði héraðsins. Þessu höfnuðu Spánverjar. Mariano Rajoy forsætisráðherra og Soraya Sáenz de Santamaria varaforsætisráðherra fóru fyrir spænska ríkinu í hörðum orðaskiptum og fóru fram á að Puigdemont skýrði mál sitt og drægi sjálfstæðisyfirlýsinguna óljósu til baka. Ellegar myndu Spánverjar svipta Katalóníu sjálfsstjórnarréttindum. Puigdemont lét hins vegar ekki segjast. Sakaði hann Spánverja um að beita öfgafullri hörku í aðgerðum og orðræðu sinni og neitaði að draga yfirlýsinguna til baka. Svo fór að þann 21. október síðastliðinn samþykkti Rajoy að svipta héraðið sjálfstjórn. Spænska öldungadeildin kaus um ákvörðunina fimm dögum síðar og samþykkti. Þann 27. október brást katalónska héraðsþingið við með því að lýsa yfir sjálfstæði og degi síðar hafði spænska ríkið lagt niður héraðsstjórnina og þingið og tekið yfir lögreglustörf í héraðinu. Í stað Puigdemont stýrir fyrrnefnd Soraya Sáenz de Santamaria nú héraðinu.Flóttinn og handtakanOg enn færðist meiri harka í leikinn þegar ríkissaksóknari Spánar krafðist þess þann 30. október að ráðamenn í héraðinu, sem að vísu höfðu þá misst stöðu sína, yrðu ákærðir fyrir uppreisn og aðra glæpi. Þrjátíu ára fangelsisdómur eru viðurlögin við uppreisninni einni. Við þetta flúði Puigdemont land með nokkrum af ráðherrum héraðsstjórnarinnar og var förinni heitið til Belgíu. Forsetinn útlægi réð sér lögfræðing þar í landi en sagði á blaðamannafundi að hann hygðist ekki sækja um hæli. Níu ráðherrar héraðsstjórnarinnar mættu fyrir rétt í Madrid til yfirheyrslna á fimmtudaginn. Tók dómstóllinn þá ákvörðun að hneppa átta í gæsluvarðhald en sleppa einum. Puigdemont auk fjögurra annarra hundsuðu boðunina. Vegna þess fór ríkissaksóknari Spánar fram á evrópska handtökuskipun á fimmmenningana. Tíminn geymir næstu skref og er ekki ljóst hvað gerist í framhaldinu. Miðað við orð Pauls Bekaert, lögmanns Puigdemont, er þó ólíklegt að hinn eftirlýsti forseti mæti sjálfviljugur til Spánar. Hefur Bekaert óskað eftir því að Puigdemont verði yfirheyrður í Belgíu.Fimm atriði sem þú þarft að vitaKatalónar gengu til kosninga þann 1. október og kaus meirihluti með því að lýsa yfir sjálfstæði. Spánverjar segja kosningarnar ólöglegar og rúmlega 800 særðust í átökum við lögreglu á kjördag. Kjörsókn var um fjörutíu prósent vegna sniðgöngu sambandssinna og aðgerða lögreglu en níutíu prósent kjósenda samþykktu að lýsa yfir sjálfstæði.Forseti héraðsstjórnar Katalóníu undirritaði óljósa sjálfstæðisyfirlýsingu eftir kosningar og fór fram á viðræður við yfirvöld á Spáni. Spánverjar kröfðust þess í kjölfarið að yfirlýsingin yrði dregin til baka. Allt kom fyrir ekki og Spánverjar sviptu héraðið sjálfsstjórn, ráku héraðsstjórnina og leystu upp þingið.Katalónska þingið kom saman stuttu áður en Spánverjar sviptu héraðið sjálfsstjórn og samþykkti að lýsa yfir sjálfstæði.Ríkissaksóknari Spánar fer fram á ákæru yfir þeim sem stóðu að sjálfstæðisyfirlýsingunni og kosningunum. Níu ráðherrar héraðsstjórnarinnar mættu fyrir rétt á fimmtudag og átta eru í gæsluvarðhaldi. Fimm, meðal annars Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar, eru á flótta í Belgíu og hefur evrópskrar handtökuskipunar verið krafist.Puigdemont ætlar ekki að sækja um hæli í Belgíu. Hann ætlar heldur ekki til Madrid til þess að mæta fyrir rétt og vill lögmaður hans að skjólstæðingur sinn sé yfirheyrður í Belgíu.Sjálfstæðisbaráttan er sögð eiga hjarta Puigdemont.Nordicphotos/AFPMeð sjálfstæðisbaráttuna í hjarta „Sjálfstæðisbaráttan á hjarta Puigdemont,“ sagði Jami Matamala, einn nánasti vinur hins brottrekna forseta, í viðtali við CNN á dögunum. Sagði Matamala að aðgerðir Puigdemont væru engin sýndarmennska. Þær væru útpældar og sýndu hvaða mann hann hefur að geyma. Þessi náni vinur segir að örin eftir harðræði Francisco Franco, einræðisherra Spánar frá 1939 til 1975, séu djúp. Franco bannaði á sínum tíma katalónska tungu og beitti sér af hörku gegn katalónskum hefðum og menningu héraðsins. Við andlát einræðisherrans hafi framtíðin hins vegar virst björt og Katalónía hafi fljótlega fengið sjálfsstjórnarvöld. „Við héldum að Franco-stefnan hefði runnið sitt skeið. Við héldum að við byggjum við lýðræði, en það sem gerðist á kjördag sýnir okkur að spænskt lýðræði er ekki áreiðanlegt,“ sagði Matamala og vitnaði til þess að fjölmargir hefðu særst í átökum við spænsku lögregluna þegar kosið var um sjálfstæði þann 1. október síðastliðinn. Annar náinn vinur Puigdemont, Antoni Puigverd, sagði í viðtali við CNN að hann væri ekki stuðningsmaður sjálfstæðisbaráttunnar. Þrátt fyrir það væru þeir perluvinir. „Puigdemont hefur aldrei verið drifinn af persónulegum metnaði. Hann hefur einungis metnað fyrir því að bæta hag Katalóna. Þetta skapar vandamál fyrir spænska ríkið. Þeir geta ekki eyðilagt feril hans því hann veit það sjálfur að hann er að fórna ferli sínum,“ sagði Puigverd í byrjun október. Þessi orð um að Puigdemont væri að fórna ferli sínum rættust síðan í lok október þegar Spánverjar lögðu forsetaembættið niður.Óeining um sjálfstæði Kosningabandalagið JxSí, eða Sameinuð um já, fékk flest þingsæti á katalónska héraðsþinginu eftir kosningar árið 2015 þótt sætum bandalagsins hafi reyndar fækkað um níu. Það dugði ekki til að mynda meirihluta á héraðsþinginu og gekk CUP til liðs við bandalagið enda flokkurinn einnig hlynntur sjálfstæði. Með sjálfstæðissinna í meirihluta á þinginu var leiðin greið til að boða til kosninga um sjálfstæði héraðsins. Það rættist þann 1. október síðastliðinn, þrátt fyrir að stjórnlagadómstóll Spánar hafi úrskurðað kosningarnar ólöglegar. Tæp fjörutíu prósent Katalóna kusu um framtíð héraðsins í kosningunum. Kjörsóknin var ekki hærri vegna ákalls katalónskra sambandssinna um að sniðganga kosningarnar og vegna þess að spænska lögreglan reyndi að koma í veg fyrir þær. Níutíu prósent þeirra sem mættu á kjörstað greiddu atkvæði með sjálfstæði. Katalónar eru nú sundraðir. Könnun El Mundo frá því í október sýnir fram á að ef gengið yrði til kosninga í héraðinu nú, líkt og Spánverjar hafa fyrirskipað að verði gert í desember, myndu JxSí og CUP missa meirihluta sinn. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Undanfarnar vikur í lífi hins katalónska Carles Puigdemont hafa verið viðburðaríkari en flestir eiga að venjast. Eftir að hafa staðið í fremstu víglínu í sjálfstæðisbaráttu spænska héraðsins hefur handtökuskipun verið gefin út á hendur honum. Puigdemont á yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi en mun væntanlega ekki gefast upp í baráttunni. Skiptar skoðanir eru á Puigdemont. Ýmsir telja hann frelsishetju og verndara katalónsku þjóðarinnar. Aðrir segja hann öfgafullan uppreisnarmann sem geri allt til að slíta Spán í sundur. Spánverjar og Katalónar eru þó sameinaðir í því að augu þeirra beinast nú, og hafa undanfarið beinst, að þessum umdeilda manni.Baráttan hefstÞegar Puigdemont var svarinn í embætti forseta héraðsstjórnar Katalóníu hefur hann líklegast búist við því að sjálfstæðisbaráttan yrði erfið. Hann óraði þó ef til vill ekki fyrir því að hann myndi flýja land vegna viðbragða spænska ríkisins. „Við höfum náð miklum árangri, en við munum ekki þreytast. Við erum full vonar. Ekkert er ómögulegt,“ sagði hinn nýi forseti þegar hann ávarpaði Katalóna stuttu eftir að hann var svarinn í embætti, umkringdur katalónskum fánum. Orð hans um að hann myndi sameina Katalóníu í hinni erfiðu sjálfstæðisbaráttu féllu spænsku ríkisstjórninni ef til vill ekki í geð. En þótt Katalónar hafi ekki sameinast, eins og fjöldamótmæli gegn sjálfstæði í héraðshöfuðborginni Barcelona hafa sýnt, hefur Puigdemont uppfyllt loforð sitt um að boða til kosninga og lýsa yfir sjálfstæði.Frá Barcelona.Vísir/AFPHarkaleg viðbrögðÞær fjórar vikur frá því Katalónar gengu til kosninga og þar til héraðið lýsti loks yfir sjálfstæði voru viðburðaríkar. Puigdemont beið í nokkra daga að kosningum loknum, eftir að öll atkvæði höfðu verið talin, með að gefa út nokkra yfirlýsingu. Þegar að því kom þótti yfirlýsingin afar óskýr. Það er sanngjarnt að segja, þótt það sé ef til vill ónákvæmt, að Puigdemont hafi „nokkurn veginn“ lýst yfir sjálfstæði. Vissulega sagðist hann hafa skrifað undir yfirlýsingu þess efnis en hann frestaði gildistöku hennar í von um að fá Spánverja að borðinu til viðræðna um samhliða ákvörðun um sjálfstæði héraðsins. Þessu höfnuðu Spánverjar. Mariano Rajoy forsætisráðherra og Soraya Sáenz de Santamaria varaforsætisráðherra fóru fyrir spænska ríkinu í hörðum orðaskiptum og fóru fram á að Puigdemont skýrði mál sitt og drægi sjálfstæðisyfirlýsinguna óljósu til baka. Ellegar myndu Spánverjar svipta Katalóníu sjálfsstjórnarréttindum. Puigdemont lét hins vegar ekki segjast. Sakaði hann Spánverja um að beita öfgafullri hörku í aðgerðum og orðræðu sinni og neitaði að draga yfirlýsinguna til baka. Svo fór að þann 21. október síðastliðinn samþykkti Rajoy að svipta héraðið sjálfstjórn. Spænska öldungadeildin kaus um ákvörðunina fimm dögum síðar og samþykkti. Þann 27. október brást katalónska héraðsþingið við með því að lýsa yfir sjálfstæði og degi síðar hafði spænska ríkið lagt niður héraðsstjórnina og þingið og tekið yfir lögreglustörf í héraðinu. Í stað Puigdemont stýrir fyrrnefnd Soraya Sáenz de Santamaria nú héraðinu.Flóttinn og handtakanOg enn færðist meiri harka í leikinn þegar ríkissaksóknari Spánar krafðist þess þann 30. október að ráðamenn í héraðinu, sem að vísu höfðu þá misst stöðu sína, yrðu ákærðir fyrir uppreisn og aðra glæpi. Þrjátíu ára fangelsisdómur eru viðurlögin við uppreisninni einni. Við þetta flúði Puigdemont land með nokkrum af ráðherrum héraðsstjórnarinnar og var förinni heitið til Belgíu. Forsetinn útlægi réð sér lögfræðing þar í landi en sagði á blaðamannafundi að hann hygðist ekki sækja um hæli. Níu ráðherrar héraðsstjórnarinnar mættu fyrir rétt í Madrid til yfirheyrslna á fimmtudaginn. Tók dómstóllinn þá ákvörðun að hneppa átta í gæsluvarðhald en sleppa einum. Puigdemont auk fjögurra annarra hundsuðu boðunina. Vegna þess fór ríkissaksóknari Spánar fram á evrópska handtökuskipun á fimmmenningana. Tíminn geymir næstu skref og er ekki ljóst hvað gerist í framhaldinu. Miðað við orð Pauls Bekaert, lögmanns Puigdemont, er þó ólíklegt að hinn eftirlýsti forseti mæti sjálfviljugur til Spánar. Hefur Bekaert óskað eftir því að Puigdemont verði yfirheyrður í Belgíu.Fimm atriði sem þú þarft að vitaKatalónar gengu til kosninga þann 1. október og kaus meirihluti með því að lýsa yfir sjálfstæði. Spánverjar segja kosningarnar ólöglegar og rúmlega 800 særðust í átökum við lögreglu á kjördag. Kjörsókn var um fjörutíu prósent vegna sniðgöngu sambandssinna og aðgerða lögreglu en níutíu prósent kjósenda samþykktu að lýsa yfir sjálfstæði.Forseti héraðsstjórnar Katalóníu undirritaði óljósa sjálfstæðisyfirlýsingu eftir kosningar og fór fram á viðræður við yfirvöld á Spáni. Spánverjar kröfðust þess í kjölfarið að yfirlýsingin yrði dregin til baka. Allt kom fyrir ekki og Spánverjar sviptu héraðið sjálfsstjórn, ráku héraðsstjórnina og leystu upp þingið.Katalónska þingið kom saman stuttu áður en Spánverjar sviptu héraðið sjálfsstjórn og samþykkti að lýsa yfir sjálfstæði.Ríkissaksóknari Spánar fer fram á ákæru yfir þeim sem stóðu að sjálfstæðisyfirlýsingunni og kosningunum. Níu ráðherrar héraðsstjórnarinnar mættu fyrir rétt á fimmtudag og átta eru í gæsluvarðhaldi. Fimm, meðal annars Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar, eru á flótta í Belgíu og hefur evrópskrar handtökuskipunar verið krafist.Puigdemont ætlar ekki að sækja um hæli í Belgíu. Hann ætlar heldur ekki til Madrid til þess að mæta fyrir rétt og vill lögmaður hans að skjólstæðingur sinn sé yfirheyrður í Belgíu.Sjálfstæðisbaráttan er sögð eiga hjarta Puigdemont.Nordicphotos/AFPMeð sjálfstæðisbaráttuna í hjarta „Sjálfstæðisbaráttan á hjarta Puigdemont,“ sagði Jami Matamala, einn nánasti vinur hins brottrekna forseta, í viðtali við CNN á dögunum. Sagði Matamala að aðgerðir Puigdemont væru engin sýndarmennska. Þær væru útpældar og sýndu hvaða mann hann hefur að geyma. Þessi náni vinur segir að örin eftir harðræði Francisco Franco, einræðisherra Spánar frá 1939 til 1975, séu djúp. Franco bannaði á sínum tíma katalónska tungu og beitti sér af hörku gegn katalónskum hefðum og menningu héraðsins. Við andlát einræðisherrans hafi framtíðin hins vegar virst björt og Katalónía hafi fljótlega fengið sjálfsstjórnarvöld. „Við héldum að Franco-stefnan hefði runnið sitt skeið. Við héldum að við byggjum við lýðræði, en það sem gerðist á kjördag sýnir okkur að spænskt lýðræði er ekki áreiðanlegt,“ sagði Matamala og vitnaði til þess að fjölmargir hefðu særst í átökum við spænsku lögregluna þegar kosið var um sjálfstæði þann 1. október síðastliðinn. Annar náinn vinur Puigdemont, Antoni Puigverd, sagði í viðtali við CNN að hann væri ekki stuðningsmaður sjálfstæðisbaráttunnar. Þrátt fyrir það væru þeir perluvinir. „Puigdemont hefur aldrei verið drifinn af persónulegum metnaði. Hann hefur einungis metnað fyrir því að bæta hag Katalóna. Þetta skapar vandamál fyrir spænska ríkið. Þeir geta ekki eyðilagt feril hans því hann veit það sjálfur að hann er að fórna ferli sínum,“ sagði Puigverd í byrjun október. Þessi orð um að Puigdemont væri að fórna ferli sínum rættust síðan í lok október þegar Spánverjar lögðu forsetaembættið niður.Óeining um sjálfstæði Kosningabandalagið JxSí, eða Sameinuð um já, fékk flest þingsæti á katalónska héraðsþinginu eftir kosningar árið 2015 þótt sætum bandalagsins hafi reyndar fækkað um níu. Það dugði ekki til að mynda meirihluta á héraðsþinginu og gekk CUP til liðs við bandalagið enda flokkurinn einnig hlynntur sjálfstæði. Með sjálfstæðissinna í meirihluta á þinginu var leiðin greið til að boða til kosninga um sjálfstæði héraðsins. Það rættist þann 1. október síðastliðinn, þrátt fyrir að stjórnlagadómstóll Spánar hafi úrskurðað kosningarnar ólöglegar. Tæp fjörutíu prósent Katalóna kusu um framtíð héraðsins í kosningunum. Kjörsóknin var ekki hærri vegna ákalls katalónskra sambandssinna um að sniðganga kosningarnar og vegna þess að spænska lögreglan reyndi að koma í veg fyrir þær. Níutíu prósent þeirra sem mættu á kjörstað greiddu atkvæði með sjálfstæði. Katalónar eru nú sundraðir. Könnun El Mundo frá því í október sýnir fram á að ef gengið yrði til kosninga í héraðinu nú, líkt og Spánverjar hafa fyrirskipað að verði gert í desember, myndu JxSí og CUP missa meirihluta sinn.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira