Síðustu dagar kalífadæmisins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. nóvember 2017 07:00 Sýrlenskur hermaður fagnar sigri í gær. Nordicphotos/AFP Deir al-Zour, síðasta stóra vígi hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, féll í hendur Sýrlandshers í gær. Frá þessu greindi ríkissjónvarpið þar í landi en aðrir miðlar greindu jafnframt frá því að herinn væri nú að hrekja ISIS burt af öðrum smærri svæðum á sama tíma. Þá var sömu sögu að segja af störfum írakska hersins sem rekur um þessar mundir hryðjuverkamenn frá síðustu bæjum þeirra sín megin við landamæri ríkjanna. ISIS hefur verið við völd í Deir al-Zour undanfarin þrjú ár en borgin gegndi lykilhlutverki í hinu svokallaða kalífadæmi samtakanna vegna nálægðar við landamærin að Írak. Á undanförnum mánuðum hafa hryðjuverkasamtökin einnig misst höfuðvígin Mósúl og Raqqa. Er því farið að syrta allverulega í álinn fyrir ISIS. Þessir stóru ósigrar hafa leitt til þess að hið svokallaða kalífadæmi ISIS virðist vera á enda. Lýst var yfir stofnun kalífadæmis í júní 2014 og gerðu forsprakkar þess tilkall til trúarlegra, pólitískra og hernaðarlegra yfirvalda yfir öllum múslimum heimsins. Það var jafnframt á þessum tíma sem samtökin hófu að kenna sig við íslamskt ríki. Engin sjálfstæð ríki viðurkenndu sjálfstæði þessa kalífadæmis. Að mati utanríkismálagreinanda BBC, Jonathans Marcus, er góður árangur Sýrlandshers góð áminning um að stríðið gegn kalífadæminu sé að vinnast. Þrátt fyrir það sé staðan að flækjast. Marcus hélt því fram í gær að vegna stríðsins hafi sýrlenskir uppreisnarmenn, ríkisstjórnarherinn og Kúrdar beint sjónum sínum að ISIS en nú gæti það farið að breytast. Kalífadæmið spannar nú einungis brotabrot af því sem var þegar það var sem stærst. Fara liðsmenn ISIS einungis með völd á litlum svæðum í Deir al-Zour-héraði sem og Íraksmegin við landamærin. Eins og áður segir sækja herir beggja ríkja þó stíft og er útlit fyrir að samtökin missi allt sitt landsvæði á næstunni. Samkvæmt hernaðarbandalaginu gegn ISIS, sem Bandaríkin eru í forsvari fyrir, hefur tekist að hrekja samtökin á brott frá 95 prósentum þess landsvæðis sem áður voru undir hæl hryðjuverkasamtakanna. Jafnframt hefur tekist að frelsa 4,4 milljónir írakskra borgara undan samtökunum, að því er bandalagið greinir frá. Undir lok októbermánaðar voru liðsmenn samtakanna á Filippseyjum hraktir frá borginni Marawi eftir fimm mánaða orrustu. Er borgin nú öll á valdi ríkisstjórnarinnar en talið er að 87 almennir borgarar hafi látið lífið í átökunum og rúm milljón misst heimili sín. Þótt kalífadæmið sé á síðasta snúningi hafa hryðjuverkasamtökin ekki verið sigruð, að því er kemur fram í fréttaskýringu The Guardian. Enn eru liðsmenn þeirra margir og dreifðir víða um Mið-Austurlönd og jafnframt heiminn og verður því erfitt að uppræta starfsemi samtakanna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Deir al-Zour, síðasta stóra vígi hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, féll í hendur Sýrlandshers í gær. Frá þessu greindi ríkissjónvarpið þar í landi en aðrir miðlar greindu jafnframt frá því að herinn væri nú að hrekja ISIS burt af öðrum smærri svæðum á sama tíma. Þá var sömu sögu að segja af störfum írakska hersins sem rekur um þessar mundir hryðjuverkamenn frá síðustu bæjum þeirra sín megin við landamæri ríkjanna. ISIS hefur verið við völd í Deir al-Zour undanfarin þrjú ár en borgin gegndi lykilhlutverki í hinu svokallaða kalífadæmi samtakanna vegna nálægðar við landamærin að Írak. Á undanförnum mánuðum hafa hryðjuverkasamtökin einnig misst höfuðvígin Mósúl og Raqqa. Er því farið að syrta allverulega í álinn fyrir ISIS. Þessir stóru ósigrar hafa leitt til þess að hið svokallaða kalífadæmi ISIS virðist vera á enda. Lýst var yfir stofnun kalífadæmis í júní 2014 og gerðu forsprakkar þess tilkall til trúarlegra, pólitískra og hernaðarlegra yfirvalda yfir öllum múslimum heimsins. Það var jafnframt á þessum tíma sem samtökin hófu að kenna sig við íslamskt ríki. Engin sjálfstæð ríki viðurkenndu sjálfstæði þessa kalífadæmis. Að mati utanríkismálagreinanda BBC, Jonathans Marcus, er góður árangur Sýrlandshers góð áminning um að stríðið gegn kalífadæminu sé að vinnast. Þrátt fyrir það sé staðan að flækjast. Marcus hélt því fram í gær að vegna stríðsins hafi sýrlenskir uppreisnarmenn, ríkisstjórnarherinn og Kúrdar beint sjónum sínum að ISIS en nú gæti það farið að breytast. Kalífadæmið spannar nú einungis brotabrot af því sem var þegar það var sem stærst. Fara liðsmenn ISIS einungis með völd á litlum svæðum í Deir al-Zour-héraði sem og Íraksmegin við landamærin. Eins og áður segir sækja herir beggja ríkja þó stíft og er útlit fyrir að samtökin missi allt sitt landsvæði á næstunni. Samkvæmt hernaðarbandalaginu gegn ISIS, sem Bandaríkin eru í forsvari fyrir, hefur tekist að hrekja samtökin á brott frá 95 prósentum þess landsvæðis sem áður voru undir hæl hryðjuverkasamtakanna. Jafnframt hefur tekist að frelsa 4,4 milljónir írakskra borgara undan samtökunum, að því er bandalagið greinir frá. Undir lok októbermánaðar voru liðsmenn samtakanna á Filippseyjum hraktir frá borginni Marawi eftir fimm mánaða orrustu. Er borgin nú öll á valdi ríkisstjórnarinnar en talið er að 87 almennir borgarar hafi látið lífið í átökunum og rúm milljón misst heimili sín. Þótt kalífadæmið sé á síðasta snúningi hafa hryðjuverkasamtökin ekki verið sigruð, að því er kemur fram í fréttaskýringu The Guardian. Enn eru liðsmenn þeirra margir og dreifðir víða um Mið-Austurlönd og jafnframt heiminn og verður því erfitt að uppræta starfsemi samtakanna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira