Tímabilið búið hjá efnilegasta leikmanni NFL-deildarinnar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. nóvember 2017 17:15 Watson í leik með Houston. vísir/getty Hinn stórkostlegi nýliðaleikstjórnandi Houston Texans í NFL-deildinni, Deshaun Watson, meiddist illa á æfingu hjá Texans í gær og spilar ekki meira í vetur. Hann varð ekki fyrir neinni slæmri tæklingu. Hnéð bara gaf sig er hann hrasaði og hann þarf að fara í aðgerð í dag. Hrikalega svekkjandi fyrir nýliðann sem hefur verið með bestu leikmönnum deildarinnar síðan hann fékk tækifærið. Enginn nýliðaleikstjórnandi hefur byrjað sinn feril eins vel á síðustu tíu árum. Hann er þegar búinn að kasta fyrir 19 snertimörkum í deildinni sem er mest allra. Frábær árangur sérstaklega þar sem hann spilaði ekki fyrstu leikina. Hann er þess utan með flesta hlaupametra allra leikstjórnanda í deildinni. Hann er nýbúinn að kasta yfir 400 jarda og fyrir fjórum snertimörkum í leik gegn frábæru varnarliði Seattle. Þá sáu allir endanlega að hann er afar sérstakur. Þökk sé honum er Houston stigahæsta liðið í deildinni en var fjórða lélegasta sóknarliðið á síðustu leiktíð. Tom Savage mun væntanlega taka við leikstjórnandastöðunni hjá liðinu sem er þess utan búið að semja við Matt McGloin til þess að styðja við bakið á Watson. Íþróttaheimurinn fann virkilega til með Watson í gær sem fékk batakveðjur frá flestum af stærstu íþróttastjörnum Bandaríkjanna.This seriously just made me sad man!! Get well and stronger asap @deshaunwatson!! https://t.co/Zhy9o2QCRU— LeBron James (@KingJames) November 2, 2017 Awful news about @deshaunwatson ... praying for a speedy recovery! Hate to hear that but he still has a bright future!— Richard Sherman (@RSherman_25) November 2, 2017 I know you'll come back stronger from this. Prayers up @deshaunwatson pic.twitter.com/Z8FHhpgYnW— Russell Wilson (@DangeRussWilson) November 2, 2017 NFL Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Sjá meira
Hinn stórkostlegi nýliðaleikstjórnandi Houston Texans í NFL-deildinni, Deshaun Watson, meiddist illa á æfingu hjá Texans í gær og spilar ekki meira í vetur. Hann varð ekki fyrir neinni slæmri tæklingu. Hnéð bara gaf sig er hann hrasaði og hann þarf að fara í aðgerð í dag. Hrikalega svekkjandi fyrir nýliðann sem hefur verið með bestu leikmönnum deildarinnar síðan hann fékk tækifærið. Enginn nýliðaleikstjórnandi hefur byrjað sinn feril eins vel á síðustu tíu árum. Hann er þegar búinn að kasta fyrir 19 snertimörkum í deildinni sem er mest allra. Frábær árangur sérstaklega þar sem hann spilaði ekki fyrstu leikina. Hann er þess utan með flesta hlaupametra allra leikstjórnanda í deildinni. Hann er nýbúinn að kasta yfir 400 jarda og fyrir fjórum snertimörkum í leik gegn frábæru varnarliði Seattle. Þá sáu allir endanlega að hann er afar sérstakur. Þökk sé honum er Houston stigahæsta liðið í deildinni en var fjórða lélegasta sóknarliðið á síðustu leiktíð. Tom Savage mun væntanlega taka við leikstjórnandastöðunni hjá liðinu sem er þess utan búið að semja við Matt McGloin til þess að styðja við bakið á Watson. Íþróttaheimurinn fann virkilega til með Watson í gær sem fékk batakveðjur frá flestum af stærstu íþróttastjörnum Bandaríkjanna.This seriously just made me sad man!! Get well and stronger asap @deshaunwatson!! https://t.co/Zhy9o2QCRU— LeBron James (@KingJames) November 2, 2017 Awful news about @deshaunwatson ... praying for a speedy recovery! Hate to hear that but he still has a bright future!— Richard Sherman (@RSherman_25) November 2, 2017 I know you'll come back stronger from this. Prayers up @deshaunwatson pic.twitter.com/Z8FHhpgYnW— Russell Wilson (@DangeRussWilson) November 2, 2017
NFL Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Sjá meira