Fjörutíu prósent aukning á tilkynntum kynferðisbrotum í ár Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. nóvember 2017 18:47 Í skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um afbrot árið 2016 kemur fram að á árinu bárust 8.648 tilkynningar um hegningarlagabrot en þeim fækkaði um tæplega sjö prósent milli ára. 51% brotanna voru auðgunarbrot og bárust að meðaltali tólf tilkynningar á hverjum degi. Flest þessarar brota eru þjófnaðarbrot en þau hafa ekki verið færri síðan árið 2007. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir fækkun auðgunarbrota vera þekkta þegar uppgangur er í samfélaginu. 277 tilkynningar bárust um kynferðisbrot og þar af 45% vegna nauðgana. Flestar tilkynntar nauðganir urðu í miðbænum, eða 49 talsins. Í fyrra bárust um það bil tíu prósent fleiri tilkynningar um kynferðisbrot en að meðaltali árin 2009 til 2015. Grímur segir erfitt að átta sig á því af hverju tilkynningum fjölgar. „En öll umræða um kynferðisbrot leiðir til aukningar á tilkynningum," segir Grímur og bætir við að aukningin sé enn meiri í ár. „Það hefur orðið töluverð aukning á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við fyrstu níu mánuði í fyrra, eða fjörutíu prósent." Grímur segir þá miklu umræðu sem hefur verið í sumar geta útskýrt fjölgunina í ár en einnig að unnið sé að því með samstarfi ýmissa aðila í Bjarkahlíð að auðvelda aðgengi að lögreglu. „Þar geta allir þolendur ofbeldis komið og fengið ráðgjöf fagmanna, og við vonumst til að það geti orðið til þess að þeim sem fannst erfitt að leita til lögreglu, finni leiðina." Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Í skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um afbrot árið 2016 kemur fram að á árinu bárust 8.648 tilkynningar um hegningarlagabrot en þeim fækkaði um tæplega sjö prósent milli ára. 51% brotanna voru auðgunarbrot og bárust að meðaltali tólf tilkynningar á hverjum degi. Flest þessarar brota eru þjófnaðarbrot en þau hafa ekki verið færri síðan árið 2007. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir fækkun auðgunarbrota vera þekkta þegar uppgangur er í samfélaginu. 277 tilkynningar bárust um kynferðisbrot og þar af 45% vegna nauðgana. Flestar tilkynntar nauðganir urðu í miðbænum, eða 49 talsins. Í fyrra bárust um það bil tíu prósent fleiri tilkynningar um kynferðisbrot en að meðaltali árin 2009 til 2015. Grímur segir erfitt að átta sig á því af hverju tilkynningum fjölgar. „En öll umræða um kynferðisbrot leiðir til aukningar á tilkynningum," segir Grímur og bætir við að aukningin sé enn meiri í ár. „Það hefur orðið töluverð aukning á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við fyrstu níu mánuði í fyrra, eða fjörutíu prósent." Grímur segir þá miklu umræðu sem hefur verið í sumar geta útskýrt fjölgunina í ár en einnig að unnið sé að því með samstarfi ýmissa aðila í Bjarkahlíð að auðvelda aðgengi að lögreglu. „Þar geta allir þolendur ofbeldis komið og fengið ráðgjöf fagmanna, og við vonumst til að það geti orðið til þess að þeim sem fannst erfitt að leita til lögreglu, finni leiðina."
Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira