Englendingar eru komnir inn á HM í Rússlandi eins og við Íslendingar og hafa hafið undirbúning sinn fyrir heimsmeistaramótið næsta sumar.
Nýliðarnir eru auk Joe Gomez þeir Tammy Abraham og Ruben Loftus-Cheek en þeir báðir eru lánsmenn hjá Chelsea. Tammy Abraham er 20 ára framherji sem er á láni hjá Swansea frá Chelsea. Ruben Loftus-Cheek er 21 árs miðjumaður sem er á láni hjá Crystal Palace frá Chelsea.
Congratulations to @J_Gomez97, @rubey_lcheek and @tammyabraham on their first #ThreeLions call-ups!
We’ll have the full squad soon... pic.twitter.com/E6tuJ1rSUz
— England (@England) November 2, 2017
Liverpool keypti Joe Gomez frá Charlton Athletic sumarið 2015 en hann hefur spilað fyrir öll yngri landslið Englendinga. Þetta er hinsvegar fyrsta tímabilið þar sem hann er kominn í stórt hlutverk í Liverpool-liðinu.
Báðir leikir enska landsliðsins fara fram á Wembley. Sá fyrri er á móti Þýskalandi 10. nóvember en sá síðari á móti Brasilíu 14. nóvember.
Hér fyrir neðan má sjá allan hópinn.
Here's the #ThreeLions squad for this month's games against Germany and Brazil!
https://t.co/E4ThMiHz0C
https://t.co/hm7mZF0nVYpic.twitter.com/baVjCGjoIs
— England (@England) November 2, 2017