Alþjóðlegur dagur dánaraðstoðar Ingrid Kuhlman skrifar 2. nóvember 2017 07:00 Í dag 2. nóvember 2017 er í annað sinn haldið upp á dag dánaraðstoðar víða um heim. Tilgangurinn er að hvetja til umræðu um þau mikilvægu mannréttindi að fá að hafa yfirráð yfir líkama sínum, lífi og dauða og eftir atvikum að fá aðstoð lækna við að deyja með reisn. Síðastliðinn janúar var stofnað félag um dánaraðstoð á Íslandi en markmið þess eru þríþætt: (1) að stuðla að opinni, uppbyggilegri og víðtækri umræðu um dánaraðstoð; (2) að vinna að því að samþykkt verði löggjöf um það að í vissum, vel skilgreindum aðstæðum, og að uppfylltum ströngum skilyrðum verði dánaraðstoð mannúðlegur valkostur fyrir þá sem kjósa að yfirlögðu ráði að deyja með reisn; og (3) að standa fyrir upplýsingagjöf, fundum og ráðstefnum um dánaraðstoð og vera í góðum tengslum við sambærileg félög erlendis. Í umræðunni má oft og tíðum heyra ýmsar fullyrðingar um dánaraðstoð, eins og til dæmis þá að umræðan um dánaraðstoð hafi aldrei verið hávær hér á landi. Dauðsjúkir og þeir sem eru fangar í eigin líkama eru því miður ekki líklegir til að vera hávær hagsmunahópur og því er líklegra að hærra heyrist í andstæðingum dánaraðstoðar en fylgjendum. Annað sem hefur verið haldið fram er að þegar dánaraðstoð verði leyfð verði farið að beita henni á víðtækari forsendum en ætlað var í upphafi. Læknar muni fara offari við beitingu dánaraðstoðar. Reynsla annarra landa eins og t.d. í Hollandi sýnir ótvírætt að svo er ekki. Vissulega hefur hlutfall þeirra sem fá dánaraðstoð hækkað síðan lögin tóku gildi 1. apríl 2002 en hlutfall þeirra lækna sem binda enda á líf sjúklings án samþykkis hans hefur lækkað á móti. Sumir hafa viljað meina að líknandi meðferð sé mun lakari í þeim löndum þar sem dánaraðstoð hefur verið leyfð, eins og t.d. Hollandi, Belgíu og Lúxemborg, og því kjósi margir að enda líf sitt. Þessi staðhæfing er fjarri sannleikanum og staðfestist í skýrslu um gæði líknandi meðferðar frá 2015 (The 2015 Quality of Death Index: Ranking palliative care accross the world). Í skýrslunni kemur fram að Holland og Belgía standa sig vel í veitingu líknandi meðferðar en Belgía er í fimmta sæti á heimsvísu og Holland í því áttunda. Ef bara Evrópulöndin eru skoðuð er Belgía í þriðja sæti og Holland í því fjórða. Oft er fullyrt að það séu engin takmörk fyrir því að hægt sé að veita fullnægjandi líknandi meðferð. Það þurfi því enginn að óttast að líða þjáningar á dánarbeðinum og dánaraðstoð sé því óþörf. Því miður er óskhyggja að halda að líknandi meðferð geti afmáð alla þjáningu. Það hverfur ekki öll þjáning þótt hægt sé að stilla flesta líkamlega verki. Oft er þetta einnig spurning um tilvistarlega eða andlega þjáningu vegna skertra og óásættanlegra lífsgæða. Margir tala í þessu samhengi um að vilja halda reisn sinni. Að lokum er því oft fleygt fram að Ísland sé of lítið land og að það væri erfitt að vera þekktur sem læknirinn sem deyðir sjúklinga. Sennilega hafa margir sagt það sama um fóstureyðingar sem voru leyfðar hér á landi árið 1935 en það kom þó ekki í veg fyrir að lög voru sett. Í tilefni af degi dánaraðstoðar opnar Lífsvirðing fyrir gátt á heimasíðunni www.lifsvirding.is þar sem hægt verður að senda inn reynslusögur. Hefur þú þurft að horfa upp á óbærilegar kvalir ástvinar og sannfærst um að gott væri að leyfa dánaraðstoð sem mannúðlegan valkost? Eða ertu sjálf/ur á þeim stað að vilja fá að deyja með reisn? Sendu okkur þá sögu þína, nafnlaust ef þú óskar þess. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ingrid Kuhlman Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í dag 2. nóvember 2017 er í annað sinn haldið upp á dag dánaraðstoðar víða um heim. Tilgangurinn er að hvetja til umræðu um þau mikilvægu mannréttindi að fá að hafa yfirráð yfir líkama sínum, lífi og dauða og eftir atvikum að fá aðstoð lækna við að deyja með reisn. Síðastliðinn janúar var stofnað félag um dánaraðstoð á Íslandi en markmið þess eru þríþætt: (1) að stuðla að opinni, uppbyggilegri og víðtækri umræðu um dánaraðstoð; (2) að vinna að því að samþykkt verði löggjöf um það að í vissum, vel skilgreindum aðstæðum, og að uppfylltum ströngum skilyrðum verði dánaraðstoð mannúðlegur valkostur fyrir þá sem kjósa að yfirlögðu ráði að deyja með reisn; og (3) að standa fyrir upplýsingagjöf, fundum og ráðstefnum um dánaraðstoð og vera í góðum tengslum við sambærileg félög erlendis. Í umræðunni má oft og tíðum heyra ýmsar fullyrðingar um dánaraðstoð, eins og til dæmis þá að umræðan um dánaraðstoð hafi aldrei verið hávær hér á landi. Dauðsjúkir og þeir sem eru fangar í eigin líkama eru því miður ekki líklegir til að vera hávær hagsmunahópur og því er líklegra að hærra heyrist í andstæðingum dánaraðstoðar en fylgjendum. Annað sem hefur verið haldið fram er að þegar dánaraðstoð verði leyfð verði farið að beita henni á víðtækari forsendum en ætlað var í upphafi. Læknar muni fara offari við beitingu dánaraðstoðar. Reynsla annarra landa eins og t.d. í Hollandi sýnir ótvírætt að svo er ekki. Vissulega hefur hlutfall þeirra sem fá dánaraðstoð hækkað síðan lögin tóku gildi 1. apríl 2002 en hlutfall þeirra lækna sem binda enda á líf sjúklings án samþykkis hans hefur lækkað á móti. Sumir hafa viljað meina að líknandi meðferð sé mun lakari í þeim löndum þar sem dánaraðstoð hefur verið leyfð, eins og t.d. Hollandi, Belgíu og Lúxemborg, og því kjósi margir að enda líf sitt. Þessi staðhæfing er fjarri sannleikanum og staðfestist í skýrslu um gæði líknandi meðferðar frá 2015 (The 2015 Quality of Death Index: Ranking palliative care accross the world). Í skýrslunni kemur fram að Holland og Belgía standa sig vel í veitingu líknandi meðferðar en Belgía er í fimmta sæti á heimsvísu og Holland í því áttunda. Ef bara Evrópulöndin eru skoðuð er Belgía í þriðja sæti og Holland í því fjórða. Oft er fullyrt að það séu engin takmörk fyrir því að hægt sé að veita fullnægjandi líknandi meðferð. Það þurfi því enginn að óttast að líða þjáningar á dánarbeðinum og dánaraðstoð sé því óþörf. Því miður er óskhyggja að halda að líknandi meðferð geti afmáð alla þjáningu. Það hverfur ekki öll þjáning þótt hægt sé að stilla flesta líkamlega verki. Oft er þetta einnig spurning um tilvistarlega eða andlega þjáningu vegna skertra og óásættanlegra lífsgæða. Margir tala í þessu samhengi um að vilja halda reisn sinni. Að lokum er því oft fleygt fram að Ísland sé of lítið land og að það væri erfitt að vera þekktur sem læknirinn sem deyðir sjúklinga. Sennilega hafa margir sagt það sama um fóstureyðingar sem voru leyfðar hér á landi árið 1935 en það kom þó ekki í veg fyrir að lög voru sett. Í tilefni af degi dánaraðstoðar opnar Lífsvirðing fyrir gátt á heimasíðunni www.lifsvirding.is þar sem hægt verður að senda inn reynslusögur. Hefur þú þurft að horfa upp á óbærilegar kvalir ástvinar og sannfærst um að gott væri að leyfa dánaraðstoð sem mannúðlegan valkost? Eða ertu sjálf/ur á þeim stað að vilja fá að deyja með reisn? Sendu okkur þá sögu þína, nafnlaust ef þú óskar þess. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun