Ólöglegar áfengisauglýsingar „úti um allt“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. nóvember 2017 20:30 Þrátt fyrir að yfir fimmtán hundruð tilkynningar um ólöglegar áfengisauglýsingar hafi borist stjórnvöldum þá hefur ekki verið gripið í taumana. Aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, segir áfengisauglýsingum fjölga á samfélagsmiðlunum þar sem þeim er sérstaklega beint til barna og unglinga. Á ráðstefnunni Íslenskar æskulýðsrannsóknir var fjallað sérstaklega um áfengisauglýsingar sem beint er að börnum og unglingum en samkvæmt íslenskum lögum eru hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum bannaðar. Árni Guðmundsson , aðjúnkt á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, segir áfengisauglýsingum hafa fjölgað mjög á síðustu árum. Ekki síst á samfélagsmiðlunum þar sem þeim er beint sérstaklega að ungmennum en einnig á öðrum stöðum. „Þær eru úti um allt. Ég hef verið krítiskur gagnvart RÚV, þar hafa verið auglýsingar í kringum fjölskylduþætti, hjá íþróttafélögunum, í sporti - maður sér þetta á vettvangi þar sem áhorfendur eru börn og ungmenni,“ segir Árni. Árni er einnig formaður Foreldrafélags gegn áfengisauglýsingum en samtökunum hefur fimmtán til sextán hundruð tilkynningar um áfengisauglýsingar á síðustu árum. „Við höfum fengið fjöldann allan í gegnum vefinn okkar og sent til yfirvalda. Það er svo skrýtið að réttindi æskunnar komist ekki á dagskrá, þannig að það eru ekki gefnar út neinar kærur og þá veltir maður fyrir sér hvort réttindi barna og ungmenna séu minna virði en annarra samfélagsþegna. Þeir sem ættu að gera eitthvað í málunum - það er bara á tali hjá þeim, eins og maður segir,“ segir Árni. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Þrátt fyrir að yfir fimmtán hundruð tilkynningar um ólöglegar áfengisauglýsingar hafi borist stjórnvöldum þá hefur ekki verið gripið í taumana. Aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, segir áfengisauglýsingum fjölga á samfélagsmiðlunum þar sem þeim er sérstaklega beint til barna og unglinga. Á ráðstefnunni Íslenskar æskulýðsrannsóknir var fjallað sérstaklega um áfengisauglýsingar sem beint er að börnum og unglingum en samkvæmt íslenskum lögum eru hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum bannaðar. Árni Guðmundsson , aðjúnkt á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, segir áfengisauglýsingum hafa fjölgað mjög á síðustu árum. Ekki síst á samfélagsmiðlunum þar sem þeim er beint sérstaklega að ungmennum en einnig á öðrum stöðum. „Þær eru úti um allt. Ég hef verið krítiskur gagnvart RÚV, þar hafa verið auglýsingar í kringum fjölskylduþætti, hjá íþróttafélögunum, í sporti - maður sér þetta á vettvangi þar sem áhorfendur eru börn og ungmenni,“ segir Árni. Árni er einnig formaður Foreldrafélags gegn áfengisauglýsingum en samtökunum hefur fimmtán til sextán hundruð tilkynningar um áfengisauglýsingar á síðustu árum. „Við höfum fengið fjöldann allan í gegnum vefinn okkar og sent til yfirvalda. Það er svo skrýtið að réttindi æskunnar komist ekki á dagskrá, þannig að það eru ekki gefnar út neinar kærur og þá veltir maður fyrir sér hvort réttindi barna og ungmenna séu minna virði en annarra samfélagsþegna. Þeir sem ættu að gera eitthvað í málunum - það er bara á tali hjá þeim, eins og maður segir,“ segir Árni.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira