Talið að 900 börn dvelji í ólöglegu húsnæði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. nóvember 2017 19:00 ReykjavíkurAkademían og Reykjavíkurborg héldu ráðstefnu um aukna búsetu í óleyfilegu atvinnuhúsnæði, en skortur á leiguhúsnæði og hátt leiguverð hefur valdið þeirri þróun. Samkvæmt vettvangsgögnum Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er ríflega þúsund manns skráð með lögheimili í atvinnuhúsnæði, þar af 647 karlar, tæplega 300 konur og 94 börn. Slökkviliðið áætlar þó að alls búi 3.660 manns í ólöglegu húsnæði. Ríflega tvö þúsund karlar, þúsund konur og tæplega níu hundruð börn. Svandís Jóna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar og gagnasérfræðingur, gerði rannsókn meðal 140 erlendra verkamanna á höfuðborgarsvæðinu og spurði út í húsnæðishagi. 11,4% búa í eigin húsnæði en langflestir, eða 82,8% búa í leiguhúsnæði. 22,5% prósent búa í atvinnuhúsnæði eða 28 af 140 manna hópi. Þar af eru sextíu með skriflegan leigusamning. „En eru þetta góðir samningar? Gildir samningar? Við höfum ekki hugmynd um það,“ segir Svandís. Meðalleiga er 140 þúsund krónur á mánuði í atvinnuhúsnæði en flestir borga tvö hundruð þúsund á mánuði. 43% greiða yfir helming af tekjum sínum í húsaleigu á mánuði. „Ég hugsa að helsta niðurstaðan sé að þetta er mjög óöruggt ástand. Þar að auki hefurðu ekki aðgengi að grunnþjónustu, heimilissorp er ekki hirt, leigan er há þrátt fyrir að húsnæðið sé ekki framúrskarandi og þú ert með lágar tekjur," segir Svandís og bætir við að við hugsum ekki um þetta fólk í daglegu lífi. „Þetta fólk er ekki til, ef svo má segja.“ Svandís vill næst kanna eignarhaldið á atvinnuhúsnæðunum. Skoða þurfi til dæmis mikla fjölgun leigufélaga. „Sem eru að kaupa atvinnuhúsnæði í stórum stíl. Mjög margir í heiðarlegum tilgangi og ætla að leigja fyrirtækjum en sumir eru ekki, kannski með það hugarfar.“ Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
ReykjavíkurAkademían og Reykjavíkurborg héldu ráðstefnu um aukna búsetu í óleyfilegu atvinnuhúsnæði, en skortur á leiguhúsnæði og hátt leiguverð hefur valdið þeirri þróun. Samkvæmt vettvangsgögnum Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er ríflega þúsund manns skráð með lögheimili í atvinnuhúsnæði, þar af 647 karlar, tæplega 300 konur og 94 börn. Slökkviliðið áætlar þó að alls búi 3.660 manns í ólöglegu húsnæði. Ríflega tvö þúsund karlar, þúsund konur og tæplega níu hundruð börn. Svandís Jóna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar og gagnasérfræðingur, gerði rannsókn meðal 140 erlendra verkamanna á höfuðborgarsvæðinu og spurði út í húsnæðishagi. 11,4% búa í eigin húsnæði en langflestir, eða 82,8% búa í leiguhúsnæði. 22,5% prósent búa í atvinnuhúsnæði eða 28 af 140 manna hópi. Þar af eru sextíu með skriflegan leigusamning. „En eru þetta góðir samningar? Gildir samningar? Við höfum ekki hugmynd um það,“ segir Svandís. Meðalleiga er 140 þúsund krónur á mánuði í atvinnuhúsnæði en flestir borga tvö hundruð þúsund á mánuði. 43% greiða yfir helming af tekjum sínum í húsaleigu á mánuði. „Ég hugsa að helsta niðurstaðan sé að þetta er mjög óöruggt ástand. Þar að auki hefurðu ekki aðgengi að grunnþjónustu, heimilissorp er ekki hirt, leigan er há þrátt fyrir að húsnæðið sé ekki framúrskarandi og þú ert með lágar tekjur," segir Svandís og bætir við að við hugsum ekki um þetta fólk í daglegu lífi. „Þetta fólk er ekki til, ef svo má segja.“ Svandís vill næst kanna eignarhaldið á atvinnuhúsnæðunum. Skoða þurfi til dæmis mikla fjölgun leigufélaga. „Sem eru að kaupa atvinnuhúsnæði í stórum stíl. Mjög margir í heiðarlegum tilgangi og ætla að leigja fyrirtækjum en sumir eru ekki, kannski með það hugarfar.“
Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira