Talið að 900 börn dvelji í ólöglegu húsnæði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. nóvember 2017 19:00 ReykjavíkurAkademían og Reykjavíkurborg héldu ráðstefnu um aukna búsetu í óleyfilegu atvinnuhúsnæði, en skortur á leiguhúsnæði og hátt leiguverð hefur valdið þeirri þróun. Samkvæmt vettvangsgögnum Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er ríflega þúsund manns skráð með lögheimili í atvinnuhúsnæði, þar af 647 karlar, tæplega 300 konur og 94 börn. Slökkviliðið áætlar þó að alls búi 3.660 manns í ólöglegu húsnæði. Ríflega tvö þúsund karlar, þúsund konur og tæplega níu hundruð börn. Svandís Jóna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar og gagnasérfræðingur, gerði rannsókn meðal 140 erlendra verkamanna á höfuðborgarsvæðinu og spurði út í húsnæðishagi. 11,4% búa í eigin húsnæði en langflestir, eða 82,8% búa í leiguhúsnæði. 22,5% prósent búa í atvinnuhúsnæði eða 28 af 140 manna hópi. Þar af eru sextíu með skriflegan leigusamning. „En eru þetta góðir samningar? Gildir samningar? Við höfum ekki hugmynd um það,“ segir Svandís. Meðalleiga er 140 þúsund krónur á mánuði í atvinnuhúsnæði en flestir borga tvö hundruð þúsund á mánuði. 43% greiða yfir helming af tekjum sínum í húsaleigu á mánuði. „Ég hugsa að helsta niðurstaðan sé að þetta er mjög óöruggt ástand. Þar að auki hefurðu ekki aðgengi að grunnþjónustu, heimilissorp er ekki hirt, leigan er há þrátt fyrir að húsnæðið sé ekki framúrskarandi og þú ert með lágar tekjur," segir Svandís og bætir við að við hugsum ekki um þetta fólk í daglegu lífi. „Þetta fólk er ekki til, ef svo má segja.“ Svandís vill næst kanna eignarhaldið á atvinnuhúsnæðunum. Skoða þurfi til dæmis mikla fjölgun leigufélaga. „Sem eru að kaupa atvinnuhúsnæði í stórum stíl. Mjög margir í heiðarlegum tilgangi og ætla að leigja fyrirtækjum en sumir eru ekki, kannski með það hugarfar.“ Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
ReykjavíkurAkademían og Reykjavíkurborg héldu ráðstefnu um aukna búsetu í óleyfilegu atvinnuhúsnæði, en skortur á leiguhúsnæði og hátt leiguverð hefur valdið þeirri þróun. Samkvæmt vettvangsgögnum Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er ríflega þúsund manns skráð með lögheimili í atvinnuhúsnæði, þar af 647 karlar, tæplega 300 konur og 94 börn. Slökkviliðið áætlar þó að alls búi 3.660 manns í ólöglegu húsnæði. Ríflega tvö þúsund karlar, þúsund konur og tæplega níu hundruð börn. Svandís Jóna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar og gagnasérfræðingur, gerði rannsókn meðal 140 erlendra verkamanna á höfuðborgarsvæðinu og spurði út í húsnæðishagi. 11,4% búa í eigin húsnæði en langflestir, eða 82,8% búa í leiguhúsnæði. 22,5% prósent búa í atvinnuhúsnæði eða 28 af 140 manna hópi. Þar af eru sextíu með skriflegan leigusamning. „En eru þetta góðir samningar? Gildir samningar? Við höfum ekki hugmynd um það,“ segir Svandís. Meðalleiga er 140 þúsund krónur á mánuði í atvinnuhúsnæði en flestir borga tvö hundruð þúsund á mánuði. 43% greiða yfir helming af tekjum sínum í húsaleigu á mánuði. „Ég hugsa að helsta niðurstaðan sé að þetta er mjög óöruggt ástand. Þar að auki hefurðu ekki aðgengi að grunnþjónustu, heimilissorp er ekki hirt, leigan er há þrátt fyrir að húsnæðið sé ekki framúrskarandi og þú ert með lágar tekjur," segir Svandís og bætir við að við hugsum ekki um þetta fólk í daglegu lífi. „Þetta fólk er ekki til, ef svo má segja.“ Svandís vill næst kanna eignarhaldið á atvinnuhúsnæðunum. Skoða þurfi til dæmis mikla fjölgun leigufélaga. „Sem eru að kaupa atvinnuhúsnæði í stórum stíl. Mjög margir í heiðarlegum tilgangi og ætla að leigja fyrirtækjum en sumir eru ekki, kannski með það hugarfar.“
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira