Ráðherra í starfsstjórn gæti skipað nýjan ferðamálastjóra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. nóvember 2017 15:15 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra ferðamála í starfsstjórn. Svo gæti farið að hún skipi nýjan ferðamálastjóra til næstu fimm ára. vísir/ernir Hæfnisnefnd sem skipuð var vegna ráðningar nýs ferðamálastjóra hefur farið yfir umsóknir þeirra 23 sem sóttu um starfið. Ekki er víst hver verður ráðherra þegar skipað verður í stöðuna en aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála,-iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í starfsstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, segir ekki deilt um það að ráðherrar í starfsstjórn geti skipað í embætti. Að lokinni yfirferð hæfnisnefndarinnar var ákveðið að sex umsækjendur kæmu til greina í starfið. Þeir munu fara í viðtöl þar sem þeir fá tækifæri til að tjá sig um það sem framundan væri í ferðamálum og hvernig viðkomandi sæi fyrir sér að hann myndi takast á við þau verkefni sem framundan eru, eins og segir í skriflegu svari upplýsingafulltrúa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Á meðal þeirra sem sóttu um starf ferðamálastjóra eru Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, Dofri Hermannsson, leikari, og Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, en nöfn þeirra sex sem fara í viðtöl eru ekki gefin upp. Gert er ráð fyrir að þessum viðtölum ljúki eftir helgi. Í framhaldinu verður svo unnin skýrsla og er gert ráð fyrir að henni verði skilað til ráðherra í seinni hluta næstu viku. Hæfnisnefndin er skipuð þeim Guðrúnu Gísladóttur, skrifstofustjóra í atvinnu-og nýsköpunarráðuneytinu, Herði Þórhallssyni, forstjóra Ice Pharma, og Guðnýju Elísabetu Ingadóttur, mannauðsstjóra, sem er formaður nefndarinnar. Ráðherra ferðamála skipar ferðamálastjóra til fimm ára. Eins og kunnugt er nú starfsstjórn í landinu sem hefur ekki meirihluta Alþingis á bak við sig. Vísir grennslaðist því fyrir um hvort að Þórdís Kolbrún hygðist skipa í embættið sem ráðherra í starfsstjórn eða hvort beðið verði með skipunina þar til ný ríkisstjórn hefur tekið við völdum. Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Teiti Guðnasyni, aðstoðarmanni ráðherra, verður ráðningarferlinu hvorki flýtt né seinkað vegna stjórnarskiptanna. Þá bendir hann jafnframt á að ekki sé deilt um það að ráðherrar í starfsstjórn geta skipað í embætti á vegum hins opinbera. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Sjá meira
Hæfnisnefnd sem skipuð var vegna ráðningar nýs ferðamálastjóra hefur farið yfir umsóknir þeirra 23 sem sóttu um starfið. Ekki er víst hver verður ráðherra þegar skipað verður í stöðuna en aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála,-iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í starfsstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, segir ekki deilt um það að ráðherrar í starfsstjórn geti skipað í embætti. Að lokinni yfirferð hæfnisnefndarinnar var ákveðið að sex umsækjendur kæmu til greina í starfið. Þeir munu fara í viðtöl þar sem þeir fá tækifæri til að tjá sig um það sem framundan væri í ferðamálum og hvernig viðkomandi sæi fyrir sér að hann myndi takast á við þau verkefni sem framundan eru, eins og segir í skriflegu svari upplýsingafulltrúa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Á meðal þeirra sem sóttu um starf ferðamálastjóra eru Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, Dofri Hermannsson, leikari, og Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, en nöfn þeirra sex sem fara í viðtöl eru ekki gefin upp. Gert er ráð fyrir að þessum viðtölum ljúki eftir helgi. Í framhaldinu verður svo unnin skýrsla og er gert ráð fyrir að henni verði skilað til ráðherra í seinni hluta næstu viku. Hæfnisnefndin er skipuð þeim Guðrúnu Gísladóttur, skrifstofustjóra í atvinnu-og nýsköpunarráðuneytinu, Herði Þórhallssyni, forstjóra Ice Pharma, og Guðnýju Elísabetu Ingadóttur, mannauðsstjóra, sem er formaður nefndarinnar. Ráðherra ferðamála skipar ferðamálastjóra til fimm ára. Eins og kunnugt er nú starfsstjórn í landinu sem hefur ekki meirihluta Alþingis á bak við sig. Vísir grennslaðist því fyrir um hvort að Þórdís Kolbrún hygðist skipa í embættið sem ráðherra í starfsstjórn eða hvort beðið verði með skipunina þar til ný ríkisstjórn hefur tekið við völdum. Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Teiti Guðnasyni, aðstoðarmanni ráðherra, verður ráðningarferlinu hvorki flýtt né seinkað vegna stjórnarskiptanna. Þá bendir hann jafnframt á að ekki sé deilt um það að ráðherrar í starfsstjórn geta skipað í embætti á vegum hins opinbera.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Sjá meira