Aðventukransinn alltaf að breytast Elín Albertsdóttir skrifar 18. nóvember 2017 10:00 Elísa hefur langa reynslu í blómaskreytingum og veit hvað er vinsælast hverju sinni. MYNDIR/ANTON BRINK Elísa Ólöf Guðmundsdóttir, blómaskreytir og eigandi blómabúðarinnar 4 Árstíðir, hefur starfað við fagið frá því hún var unglingur. Hún segir að miklar breytingar hafi orðið í jólaskreytingum. Aðventan byrjar seint í ár eða 3. desember. Margir eru engu að síður farnir að huga að aðventuskreytingum, jafnvel byrjaðir að setja upp jólaskrautið. Elísa segir að margvíslegar breytingar hafi orðið í skreytingum á undanförnum árum, til dæmis sé hinn hefðbundni kringlótti aðventukrans á undanhaldi. Fósturfaðir Elísu rak Alaska blómabúðirnar og hún var aðeins tólf ára þegar hún hóf störf þar fyrir jólin og á sumrin. Elísa var verslunarstjóri í Alaska í Breiðholti til ársins 1994 þegar hún byrjaði að vinna sjálfstætt sem blómaskreytingameistari.Glæsileg aðventuskreyting þar sem Elísa leitar til náttúrunnar eftir efniviði. MYND/ANTON BRINKDempaðir litir „Ég vinn sjálf nær eingöngu með efni úr náttúrunni, vil hafa skreytingarnar ferskar og sem náttúrulegastar. Við blöndum saman mismunandi greni og tilheyrandi greinum. Svo bæti ég við hinum ýmsu plöntum úr náttúrunni. Litirnir eru muskaðir eða dempaðir, dumbrauður, -grænn, -fjólublár, eða -blár. Með þessum litum eru notaðir beige, hvítur og svo auðvitað gull og silfur sem mikill áhugi er fyrir. Fjólublái liturinn er mjög vinsæll og gerir skreytingarnar jólalegar. Kertakrúsir eru gylltar og sömuleiðis jólaskreytingar,“ útskýrir Elísa. „Þetta hringlaga form í aðventukrönsum er á undanhaldi en í staðinn erum við að vinna með ferkantaða eða ílanga bakka. Einnig eru ég með glerhús sem skreytingar eru unnar ofan í. Í rauninni er verið að vinna í alls kyns formum með kertum,“ segir Elísa en hún hefur rekið 4 Árstíðir í Lágmúla í þrjú ár.Hinn hefðbundi aðventukrans er á undanhaldi en í staðinn má leika sér með formið.Í blómum alla tíð Elísa segist alltaf hafa haft áhuga á blómaskreytingum. „Þetta var mér eiginlega í blóð borið. Amma mín var mikil blómakona og fyrir alls kyns plöntur. Svo ólst ég upp með blómabúðinni Alaska. Ég held samt að maður fæðist með græna fingur því mér finnst þessi vinna alveg dásamlega skemmtilegt. Þess vegna opnaði ég blómabúð aftur. Mér finnst svo æðislegt að fólk vill aftur hafa lifandi plöntur í kringum sig á heimilum. Blómabúðir hafa líka breyst, það er heldur meiri metnaður en var um árabil. Mikið úrval af alls kyns plöntum og fallegum gjafavörum.Fólk vill gera kósí í kringum sig, þá sérstaklega yfir vetrartímann meðan það er mikið innandyra. Það er mikið úrval af fallegum kertum, sum með góðum ilmi og það er hægt að fegra heimilið á auðveldan hátt. Allar árstíðir hafa sjarma í blómabúðinni. Ég fagna því. Sjálf er ég jólabarn og byrja að skreyta smátt og smátt eftir því sem aðventan líður. Ég hlakka alltaf til jólanna, þetta er fjölskyldutími og svo margt að þakka fyrir,“ segir Elísa. Garðyrkja Jól Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Elísa Ólöf Guðmundsdóttir, blómaskreytir og eigandi blómabúðarinnar 4 Árstíðir, hefur starfað við fagið frá því hún var unglingur. Hún segir að miklar breytingar hafi orðið í jólaskreytingum. Aðventan byrjar seint í ár eða 3. desember. Margir eru engu að síður farnir að huga að aðventuskreytingum, jafnvel byrjaðir að setja upp jólaskrautið. Elísa segir að margvíslegar breytingar hafi orðið í skreytingum á undanförnum árum, til dæmis sé hinn hefðbundni kringlótti aðventukrans á undanhaldi. Fósturfaðir Elísu rak Alaska blómabúðirnar og hún var aðeins tólf ára þegar hún hóf störf þar fyrir jólin og á sumrin. Elísa var verslunarstjóri í Alaska í Breiðholti til ársins 1994 þegar hún byrjaði að vinna sjálfstætt sem blómaskreytingameistari.Glæsileg aðventuskreyting þar sem Elísa leitar til náttúrunnar eftir efniviði. MYND/ANTON BRINKDempaðir litir „Ég vinn sjálf nær eingöngu með efni úr náttúrunni, vil hafa skreytingarnar ferskar og sem náttúrulegastar. Við blöndum saman mismunandi greni og tilheyrandi greinum. Svo bæti ég við hinum ýmsu plöntum úr náttúrunni. Litirnir eru muskaðir eða dempaðir, dumbrauður, -grænn, -fjólublár, eða -blár. Með þessum litum eru notaðir beige, hvítur og svo auðvitað gull og silfur sem mikill áhugi er fyrir. Fjólublái liturinn er mjög vinsæll og gerir skreytingarnar jólalegar. Kertakrúsir eru gylltar og sömuleiðis jólaskreytingar,“ útskýrir Elísa. „Þetta hringlaga form í aðventukrönsum er á undanhaldi en í staðinn erum við að vinna með ferkantaða eða ílanga bakka. Einnig eru ég með glerhús sem skreytingar eru unnar ofan í. Í rauninni er verið að vinna í alls kyns formum með kertum,“ segir Elísa en hún hefur rekið 4 Árstíðir í Lágmúla í þrjú ár.Hinn hefðbundi aðventukrans er á undanhaldi en í staðinn má leika sér með formið.Í blómum alla tíð Elísa segist alltaf hafa haft áhuga á blómaskreytingum. „Þetta var mér eiginlega í blóð borið. Amma mín var mikil blómakona og fyrir alls kyns plöntur. Svo ólst ég upp með blómabúðinni Alaska. Ég held samt að maður fæðist með græna fingur því mér finnst þessi vinna alveg dásamlega skemmtilegt. Þess vegna opnaði ég blómabúð aftur. Mér finnst svo æðislegt að fólk vill aftur hafa lifandi plöntur í kringum sig á heimilum. Blómabúðir hafa líka breyst, það er heldur meiri metnaður en var um árabil. Mikið úrval af alls kyns plöntum og fallegum gjafavörum.Fólk vill gera kósí í kringum sig, þá sérstaklega yfir vetrartímann meðan það er mikið innandyra. Það er mikið úrval af fallegum kertum, sum með góðum ilmi og það er hægt að fegra heimilið á auðveldan hátt. Allar árstíðir hafa sjarma í blómabúðinni. Ég fagna því. Sjálf er ég jólabarn og byrja að skreyta smátt og smátt eftir því sem aðventan líður. Ég hlakka alltaf til jólanna, þetta er fjölskyldutími og svo margt að þakka fyrir,“ segir Elísa.
Garðyrkja Jól Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira