Ísland hefur ekki verið lengra frá kóngasæti norðursins í 38 mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2017 09:15 Alfreð Finnbogason og félagar í íslenska landsliðinu detta niður í 3. sæti meðal Noðurlandaþjóðanna á nýjum FIFA lista. Vísir/Getty Íslenska fótboltalandsliðið dettur niður um eitt sæti á nýja FIFA-listanum sem gefinn verður út í næstu viku en það er aðallega upprisa Dana og Svía sem er að sjá til þess að íslenska liðið er langt frá því að bera konungstitil Norðurlandanna. Ísland, Danmörk og Svíþjóð eru öll á leiðinni á HM í Rússlandi og Norðurlöndin eiga því meira en níu prósent af þáttökuþjóðunum. Allar þjóðir hafa því verið að gera vel á FIFA-listanum á síðustu mánuðum. Íslendingar voru konungar Norðurlanda á fimmtán listum í röð frá apríl 2016 til júní 2017 en þetta breyttist í haust og tekur enn meiri breytingum á nýjasta FIFA-listanum sem verður gefinn út í næstu viku. Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo hefur nú reiknað saman listann sem verður gefinn út á fimmtudaginn í næstu viku. Hann má sjá hér fyrir neðan.Os adelanto el TOP-70 del próximo Ranking FIFA que se publicará dentro de 8 días. Nada más y nada menos que DIEZ selecciones de las 32 que se han clasificado para la Copa del Mundo están fuera del TOP-32 y hay cuatro selecciones en el TOP-20 que NO estarán en #Rusia2018. pic.twitter.com/Hlqwzkf7WT — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 16, 2017 Íslenska liðið var mest með 24 sæta forystu á febrúar listanum þegar liðið var í 20. sæti en Svíar komu næstir í 44. sæti. Íslenska landsliðið er á svipuðum stað í dag en það eru Danir og Svíar sem hafa hækkað sig mikið á listanum síðan í byrjun ársins. Danir sem voru í 51. sæti í júní, 29 sætum á eftir okkur Íslendingum, en þeir hafa tekið hvert stökkið á fætur öðru á síðustu FIFA-listanum. Danir taka eitt stökkið til viðbótar á listanum sem verður gefinn út í næstu viku. Þeir eru þá komnir upp í 12. sæti og verða þá tíu sætum á undan okkur Íslendingum. Íslenska landsliðið verður í 22. sæti listans og er nú komið niður í 3. sæti á Norðurlöndunum í fyrsta sinn í 38 mánuði því Svíarnir eru í 18. sæti. Danir fóru upp um fjögur sæti í júlí, upp um 1 sæti í ágúst, upp um 20 sæti í september, upp um 7 sæti í október og fara nú upp um sjö sæti. Nú eru þeir í efsta sæti af Norðurlandaþjóðunum á öðrum listanum í röð og eru hreinlega að stinga okkur Íslendinga af. Hér fyrir neðan má sjá stöðu Íslands, Danmerkur og Svíþjóðar á síðustu styrkleikalistum Alþjóðaknattspyrnusambandsins.Sæti Íslands, Danmerkur og Svíþjóðar á síðustu FIFA-listum.Nóvember 2017 12. sæti Danmörk 18. sæti Svíþjóð22. sæti ÍslandOktóber 2017 19. sæti Danmörk21. sæti Ísland 25. sæti SvíþjóðSeptember 201722. sæti Ísland 23. sæti Svíþjóð 26. sæti DanmörkÁgúst 2017 19. sæti Svíþjóð20. sæti Ísland 46. sæti DanmörkJúlí 2017 18. sæti Svíþjóð19. sæti Ísland 47. sæti DanmörkJúní 201722. sæti Ísland 34. sæti Svíþjóð 51. sæti DanmörkMaí 201721. sæti Ísland 34. sæti Svíþjóð 51. sæti Danmörk Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Sjá meira
Íslenska fótboltalandsliðið dettur niður um eitt sæti á nýja FIFA-listanum sem gefinn verður út í næstu viku en það er aðallega upprisa Dana og Svía sem er að sjá til þess að íslenska liðið er langt frá því að bera konungstitil Norðurlandanna. Ísland, Danmörk og Svíþjóð eru öll á leiðinni á HM í Rússlandi og Norðurlöndin eiga því meira en níu prósent af þáttökuþjóðunum. Allar þjóðir hafa því verið að gera vel á FIFA-listanum á síðustu mánuðum. Íslendingar voru konungar Norðurlanda á fimmtán listum í röð frá apríl 2016 til júní 2017 en þetta breyttist í haust og tekur enn meiri breytingum á nýjasta FIFA-listanum sem verður gefinn út í næstu viku. Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo hefur nú reiknað saman listann sem verður gefinn út á fimmtudaginn í næstu viku. Hann má sjá hér fyrir neðan.Os adelanto el TOP-70 del próximo Ranking FIFA que se publicará dentro de 8 días. Nada más y nada menos que DIEZ selecciones de las 32 que se han clasificado para la Copa del Mundo están fuera del TOP-32 y hay cuatro selecciones en el TOP-20 que NO estarán en #Rusia2018. pic.twitter.com/Hlqwzkf7WT — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 16, 2017 Íslenska liðið var mest með 24 sæta forystu á febrúar listanum þegar liðið var í 20. sæti en Svíar komu næstir í 44. sæti. Íslenska landsliðið er á svipuðum stað í dag en það eru Danir og Svíar sem hafa hækkað sig mikið á listanum síðan í byrjun ársins. Danir sem voru í 51. sæti í júní, 29 sætum á eftir okkur Íslendingum, en þeir hafa tekið hvert stökkið á fætur öðru á síðustu FIFA-listanum. Danir taka eitt stökkið til viðbótar á listanum sem verður gefinn út í næstu viku. Þeir eru þá komnir upp í 12. sæti og verða þá tíu sætum á undan okkur Íslendingum. Íslenska landsliðið verður í 22. sæti listans og er nú komið niður í 3. sæti á Norðurlöndunum í fyrsta sinn í 38 mánuði því Svíarnir eru í 18. sæti. Danir fóru upp um fjögur sæti í júlí, upp um 1 sæti í ágúst, upp um 20 sæti í september, upp um 7 sæti í október og fara nú upp um sjö sæti. Nú eru þeir í efsta sæti af Norðurlandaþjóðunum á öðrum listanum í röð og eru hreinlega að stinga okkur Íslendinga af. Hér fyrir neðan má sjá stöðu Íslands, Danmerkur og Svíþjóðar á síðustu styrkleikalistum Alþjóðaknattspyrnusambandsins.Sæti Íslands, Danmerkur og Svíþjóðar á síðustu FIFA-listum.Nóvember 2017 12. sæti Danmörk 18. sæti Svíþjóð22. sæti ÍslandOktóber 2017 19. sæti Danmörk21. sæti Ísland 25. sæti SvíþjóðSeptember 201722. sæti Ísland 23. sæti Svíþjóð 26. sæti DanmörkÁgúst 2017 19. sæti Svíþjóð20. sæti Ísland 46. sæti DanmörkJúlí 2017 18. sæti Svíþjóð19. sæti Ísland 47. sæti DanmörkJúní 201722. sæti Ísland 34. sæti Svíþjóð 51. sæti DanmörkMaí 201721. sæti Ísland 34. sæti Svíþjóð 51. sæti Danmörk
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Sjá meira