Dimm él og hvassviðri Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. nóvember 2017 06:53 VÍSIR/ERNIR Veðurstofan gerir ráð fyrir éljagangi um vestanvert landið í dag. Þá verður vestlæg átt, 10 til 15 m/s við ströndian en 5 til 10 m/s í uppsveitum sunnan- og vestanlands. Þá verða gular viðvaranir í gildi fyrir þrjú svæði á Austurlandi á morgun. Einnig telur Veðurstofan einhverjar líkur á stökum „dimmum éljum“ vestanlands og að þar gæti vindur farið upp í 18 m/s. Það styttir upp á annesjum norðaustanlands með morgninum og þá verður „svo gott sem“ úrkomulaust á austurhelmingi landsins. Vestan 8 til 15 m/s fyrir austan og sumstaðar hvassari og byljóttari vindur við fjöll á austan Öræfa og á sunnanverðum Austfjörðum. Það mun þó draga úr vindi á þeim slóðum upp úr hádegi.Sjá einnig: Vegfarendur sýni aðgát á SuðausturlandiÞað muni þó hvessa aftur í nótt á Austur- og Suðausturlandi. Af þeim sökum verður gul viðvörun í gildi fyrir þrjú landsvæði á morgun, eins og Vísir greindi frá í gær. Vestan og norðvestan 15 til 23 m/s austanlands og él eða snjókoma norðatil á morgun en mun hægari vindur suðvestanlands og áfram éljagangur. Hiti við frostmark við sjávarsíðuna en frost inn til landsins.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Norðvestan 8-15 m/s, en 15-23 austanlands. Él eða snjókoma á Norður- og Austurlandi og stöku él með vesturströndinni, en bjartviðri sunnanlands. Hiti um frostmark við sjávarsíðuna, en vægt frost til landins. Á laugardag:Norðlæg eða breytileg átt 3-8, en norðan 8-13 austast á landinu. Él eða snjókoma við ströndina norðan- og austanlands, en léttskýjað sunnan heiða. Frost 0 til 8 stig, mest inn til landsins. Á sunnudag:Norðaustan- og austanátt, víða á bilinu 5-10 m/s. Lítilsháttar él með norður- og austurströndinni, en þurrt og bjart sunnan- og vestantil. Áfram fremur kalt í veðri. Á mánudag:Norðaustan 5-10 og stöku él við sjávarsíðuna norðanlands en austan 10-18, hvassast allra syðst, og snjókoma sunnantil. Hiti nálægt frostmarki en frost 2 til 7 stig fyrir norðan. Á þriðjudag:Útlit fyrir ákveðna norðan- og norðaustanátt með snjókomu víða um land en úrkomulítið á Vesturlandi. Hiti nálægt frostmarki. Á miðvikudag:Líkur á norðaustan hvassviðri eða storm og snjókomu en úrkomulítið á Suðurlandi. Hiti um og undir frostmarki. Veður Mest lesið „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Innlent Áslaug Arna boðar til fundar Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Segist ekki muna eftir atburðunum Innlent Meiriháttar líkamsárás í miðbænum Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Fleiri fréttir Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Sjá meira
Veðurstofan gerir ráð fyrir éljagangi um vestanvert landið í dag. Þá verður vestlæg átt, 10 til 15 m/s við ströndian en 5 til 10 m/s í uppsveitum sunnan- og vestanlands. Þá verða gular viðvaranir í gildi fyrir þrjú svæði á Austurlandi á morgun. Einnig telur Veðurstofan einhverjar líkur á stökum „dimmum éljum“ vestanlands og að þar gæti vindur farið upp í 18 m/s. Það styttir upp á annesjum norðaustanlands með morgninum og þá verður „svo gott sem“ úrkomulaust á austurhelmingi landsins. Vestan 8 til 15 m/s fyrir austan og sumstaðar hvassari og byljóttari vindur við fjöll á austan Öræfa og á sunnanverðum Austfjörðum. Það mun þó draga úr vindi á þeim slóðum upp úr hádegi.Sjá einnig: Vegfarendur sýni aðgát á SuðausturlandiÞað muni þó hvessa aftur í nótt á Austur- og Suðausturlandi. Af þeim sökum verður gul viðvörun í gildi fyrir þrjú landsvæði á morgun, eins og Vísir greindi frá í gær. Vestan og norðvestan 15 til 23 m/s austanlands og él eða snjókoma norðatil á morgun en mun hægari vindur suðvestanlands og áfram éljagangur. Hiti við frostmark við sjávarsíðuna en frost inn til landsins.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Norðvestan 8-15 m/s, en 15-23 austanlands. Él eða snjókoma á Norður- og Austurlandi og stöku él með vesturströndinni, en bjartviðri sunnanlands. Hiti um frostmark við sjávarsíðuna, en vægt frost til landins. Á laugardag:Norðlæg eða breytileg átt 3-8, en norðan 8-13 austast á landinu. Él eða snjókoma við ströndina norðan- og austanlands, en léttskýjað sunnan heiða. Frost 0 til 8 stig, mest inn til landsins. Á sunnudag:Norðaustan- og austanátt, víða á bilinu 5-10 m/s. Lítilsháttar él með norður- og austurströndinni, en þurrt og bjart sunnan- og vestantil. Áfram fremur kalt í veðri. Á mánudag:Norðaustan 5-10 og stöku él við sjávarsíðuna norðanlands en austan 10-18, hvassast allra syðst, og snjókoma sunnantil. Hiti nálægt frostmarki en frost 2 til 7 stig fyrir norðan. Á þriðjudag:Útlit fyrir ákveðna norðan- og norðaustanátt með snjókomu víða um land en úrkomulítið á Vesturlandi. Hiti nálægt frostmarki. Á miðvikudag:Líkur á norðaustan hvassviðri eða storm og snjókomu en úrkomulítið á Suðurlandi. Hiti um og undir frostmarki.
Veður Mest lesið „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Innlent Áslaug Arna boðar til fundar Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Segist ekki muna eftir atburðunum Innlent Meiriháttar líkamsárás í miðbænum Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Fleiri fréttir Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Sjá meira