Arnar Freyr reyndi að verja sig og var sýknaður Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. nóvember 2017 06:27 Arnar Freyr Karlsson gerði garðinn frægan í Vaktaseríunni svokölluðu. Hér er hann að mótmæla falli bankanna árið 2008. Arnar Freyr Karlsson, sem þekktur er fyrir leik sinn í Næturvaktinni, Dagvaktinni og Fangavaktinni, var í gær sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í nóvember fyrir tveimur árum. Var honum gefið að sök að ráðast að manni á veitingastað í Reykjavík. Félagi Arnars játaði fyrir dómi að hafa veist að manninum, sem og að hafa slegið konu fyrir utan staðinn. Hann var dæmdur í sex mánaða fangelsi, skilorsðbundið að hluta. Arnar færði rök fyrir því að hann hafi verið verjast áras hóps manna sem lét höggin dynja á honum eftir að félagi hans hafði flúið af vettvangi. Í ryskingunum hafi hann svo verið stunginn í lærið með mjóum oddhvössum hlut.Á snyrtingunni Atburðarásin átti sér stað í og við veitingastaðinn Moe's aðfaranótt laugardagsins 7. nóvember árið 2015. Skömmu fyrir lokun staðarins hafi félagi Arnars ráðist að manni á fimmtugsaldri inni á staðnum og slegið hann ítrekað í höfuðið og andlit með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut mar og aðra yfirborðsáverka í andliti og framtönn í efri gómi brotnaði. Að sögn Arnars hafði félagi hans átt í útistöðum við son mannsins. Meðan þetta átti sér stað var Arnar á snyrtingunni.Sjá einnig: Ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Fyrir utan staðinn héldu svo átökin áfram. Félaginn sló stúlku bylmingshöggi í andlitið, þannig að hún kjálkabrotnaði og framtennur hennar skekktust, og hljóp af vettvangi. Arnar reyndi að sama skapi að flýja en hópur mannanna náði honum og slengdi honum í jörðina. Eftir að hafa orðið fyrir fjölda högga og stungu í lærið náði hann að flýja og hringdi á sjúkralið.Alvarlegir áverkar Samkvæmt læknisvottorði hlaut Arnar fjóra grunna skurði á hægra læri og að í andliti hafi verið byrjandi glóðarauga hægra megin en engin opin sár. Þá hafi bólga verið í enni hans og var hann aumur „við þreifingu yfir neðstu rifjum og mjóbaki.“ Var það því mat sérfræðinga á slysa- og bráðadeld Landspítala að um alvarlega líkamsárás hafi verið að ræða. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að Arnar hafi verið að verjast ólögmætri árás og „beitt vörnum sem ekki voru augsýnilega hættulegri en árásin og tjón það sem af henni mátti vænta gaf ástæðu til,“ eins og það er orðað. Hann hafi verið eltur uppi og ráðist á hann að ósekju. „Verður að leggja trúnað á þann framburð ákærða að hann hafi mjög óttast um líf sitt við þessar aðstæður.“ Því hafi Arnar verið sýknaður en félagi hans dæmdur til fyrrnefndrar fangelsisvistar og til greiðslu miskabóta. Tengdar fréttir Ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Arnar Freyr Karlsson, sem þekktur er fyrir leik sinn í Næturvaktinni, Dagvaktinni og Fangavaktinni, hefur verið ákærður af héraðssaksóknara. 26. september 2017 11:15 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira
Arnar Freyr Karlsson, sem þekktur er fyrir leik sinn í Næturvaktinni, Dagvaktinni og Fangavaktinni, var í gær sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í nóvember fyrir tveimur árum. Var honum gefið að sök að ráðast að manni á veitingastað í Reykjavík. Félagi Arnars játaði fyrir dómi að hafa veist að manninum, sem og að hafa slegið konu fyrir utan staðinn. Hann var dæmdur í sex mánaða fangelsi, skilorsðbundið að hluta. Arnar færði rök fyrir því að hann hafi verið verjast áras hóps manna sem lét höggin dynja á honum eftir að félagi hans hafði flúið af vettvangi. Í ryskingunum hafi hann svo verið stunginn í lærið með mjóum oddhvössum hlut.Á snyrtingunni Atburðarásin átti sér stað í og við veitingastaðinn Moe's aðfaranótt laugardagsins 7. nóvember árið 2015. Skömmu fyrir lokun staðarins hafi félagi Arnars ráðist að manni á fimmtugsaldri inni á staðnum og slegið hann ítrekað í höfuðið og andlit með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut mar og aðra yfirborðsáverka í andliti og framtönn í efri gómi brotnaði. Að sögn Arnars hafði félagi hans átt í útistöðum við son mannsins. Meðan þetta átti sér stað var Arnar á snyrtingunni.Sjá einnig: Ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Fyrir utan staðinn héldu svo átökin áfram. Félaginn sló stúlku bylmingshöggi í andlitið, þannig að hún kjálkabrotnaði og framtennur hennar skekktust, og hljóp af vettvangi. Arnar reyndi að sama skapi að flýja en hópur mannanna náði honum og slengdi honum í jörðina. Eftir að hafa orðið fyrir fjölda högga og stungu í lærið náði hann að flýja og hringdi á sjúkralið.Alvarlegir áverkar Samkvæmt læknisvottorði hlaut Arnar fjóra grunna skurði á hægra læri og að í andliti hafi verið byrjandi glóðarauga hægra megin en engin opin sár. Þá hafi bólga verið í enni hans og var hann aumur „við þreifingu yfir neðstu rifjum og mjóbaki.“ Var það því mat sérfræðinga á slysa- og bráðadeld Landspítala að um alvarlega líkamsárás hafi verið að ræða. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að Arnar hafi verið að verjast ólögmætri árás og „beitt vörnum sem ekki voru augsýnilega hættulegri en árásin og tjón það sem af henni mátti vænta gaf ástæðu til,“ eins og það er orðað. Hann hafi verið eltur uppi og ráðist á hann að ósekju. „Verður að leggja trúnað á þann framburð ákærða að hann hafi mjög óttast um líf sitt við þessar aðstæður.“ Því hafi Arnar verið sýknaður en félagi hans dæmdur til fyrrnefndrar fangelsisvistar og til greiðslu miskabóta.
Tengdar fréttir Ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Arnar Freyr Karlsson, sem þekktur er fyrir leik sinn í Næturvaktinni, Dagvaktinni og Fangavaktinni, hefur verið ákærður af héraðssaksóknara. 26. september 2017 11:15 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira
Ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Arnar Freyr Karlsson, sem þekktur er fyrir leik sinn í Næturvaktinni, Dagvaktinni og Fangavaktinni, hefur verið ákærður af héraðssaksóknara. 26. september 2017 11:15