Maradona þjálfaði Argentínu á árunum 2008-10 en hætti eftir HM í Suður-Afríku þar sem Argentínumenn steinlágu fyrir Þjóðverjum, 4-0, í 8-liða úrslitum.
Argentínska liðið tapaði 4-2 fyrir því nígeríska í vináttulandsleik í gær. Eftir leikinn birti Maradona mynd á Instagram af árangri landsliðsþjálfara Argentínu frá 8. áratug síðustu aldar.
„Hver vinnur meira? Myndum okkur skoðun. Ég er brjálaður því þeir eru að kasta orðstír okkar á glæ, en þetta er ekki leikmönnunum að kenna. ÉG VIL KOMA AFTUR!,“ skrifaði Maradona og var greinilega mikið niðri fyrir.
Maradona er með besta sigurhlutfallið sem landsliðsþjálfari Argentínu, eða 75%. Hann stýrði argentínska liðinu í 24 leikjum; 18 þeirra unnust og sex töpuðust. Gerardo Martino er næstur á blaði með 74% sigurhlutfall.
Þótt tölfræði hans sé góð verður að teljast afar ólíklegt að argentínska knattspyrnusambandið leiti aftur til Maradona.