Biskup Íslands stendur við ákvörðun sína um að senda sóknarprest Grensáskirkju í leyfi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2017 18:41 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir/Vilhelm Biskups Íslands hefur sent sr. Ólaf Jóhannsson í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Lögmaður kvennanna segir málið í eðlilegum farveg innan úrskurðarnefndar kirkjunnar enda hafi konurnar ekki viljað fara með málið til lögreglu. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá var sr. Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grafavogskirkju, tvisvar verið sendur í leyfi á þessu ári vegna ásakana um kynferðislega áreitni, og er hann enn í leyfi. Lögmaður Ólafs sendi bréf til biskups fyrir helgi þar sem hann gagnrýnir þessa ákvörðun harðlega enda sé hún tekin á þeim forsendum að meint brot prestsins séu til rannsóknar hjá úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar. Ef sannanlega væri um refsiverða háttsemi að ræða, ætti lögregla að rannsaka málið. Einnig hafi ákvörðunin verið tekin án þess að skoða málið eða ræða við skjólstæðing hans, dómur hafi verið kveðinn án tilefnis. Í kjölfar þessarar gagnrýni sendi lögmaður fimm kvenna sem hafa kært Ólaf bréf til biskups. Þar eru konurnar nafngreindar en þær hafa allar unnið fyrir þjóðkirkjuna og ein af þeim í Grensáskirkjusókn. Í bréfinu kemur fram að brot sr. Ólafs gegn þeim hafi farið fram þegar þær voru við störf sín í kirkjuhúsum eða í tengslum við kirkjulega þjónustu og það hafi reynst þeim afar sársaukafullt.Menn séu að tjá skoðun sína Biskup Íslands byggði ákvörðun sína á starfsreglum kirkjuþings um presta nr. 1110/2011. Þar segir: Nú koma fram ásakanir á hendur presti um refsiverða háttsemi og skal honum þá veitt launað leyfi á meðan á rannsókn stendur. Biskup getur áskilið í slíkum tilvikum að prestur veiti ekki tiltekna prestsþjónustu á meðan. Í tilviki sóknarprestsins í Grensáskirkju hafi verið komnar fram ásakanir um háttsemi sem kynni að vera refsiverð. Væri því bæði rétt og skylt að beita framangreindu ákvæði. Þrátt fyrir ofangreinda skyldu til að veita leyfi hafi verið leitað eftir samþykki sóknarprestsins um þetta og hafi hann ekki sett sig upp á móti því. „Ég mat það að það væri betra fyrir alla aðila, meintan geranda, þolanda, starfsfólk í kirkjunni, fjölskyldu og vini, að senda hann í leyfi,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.Og þú stendur við þá ákvörðun? „Já, ég er sannfærð um að það var rétt ákvörðun.“ Þessa dagana stendur kirkjuþing yfir þar sem þetta mál hefur meðal annars borið á góma, einnig hefur nokkur hiti verið í kringum ráðningu dómkirkjuprests og ný þjóðkirkjulög sem Agnes tilkynnti að hún styðji ekki. „Menn eru bara að lýsa skoðun sinni og það eru allir frjálsir að hafa sína skoðun og orða hana upphátt," svarar Agnes þegar hún er spurð um gagnrýni sem hún hefur fengið á sig vegna þessara mála.Telur þú að þú hafir enn fullt traust meðal presta? „Staðan er bara svona, og sérstaklega á þingum að þá segja menn sínar skoðanir og takast á um málin en svo er fundin niðurstaða,“ segir Agnes. Tengdar fréttir Biskupi sagt til syndanna: Segja tvíhöfða þursinn hafa stungið kirkjuna í bakið Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hleypti illu blóði í kirkjuþingsfulltrúa með ákvörðun sinni um að leggja ekki stuðning sinn við frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga. 14. nóvember 2017 08:56 Fleiri ásaka sóknarprest Grensáskirkju Sr. Ólafur Jóhannesson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur verið kærður af fimm starfsmönnum kirkjunnar á síðustu mánuðum. 14. nóvember 2017 05:00 Lögmaður Ólafs um vinnubrögð biskups: „Verið að skjóta mýflugur með fallbyssum“ Séra Ólafur Jóhannsson ber biskup Íslands, Agnesi Sigurðardóttur, þungum sökum í bréfi sem lögfræðingur hans sendi henni í gær. 12. nóvember 2017 12:32 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Biskups Íslands hefur sent sr. Ólaf Jóhannsson í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Lögmaður kvennanna segir málið í eðlilegum farveg innan úrskurðarnefndar kirkjunnar enda hafi konurnar ekki viljað fara með málið til lögreglu. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá var sr. Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grafavogskirkju, tvisvar verið sendur í leyfi á þessu ári vegna ásakana um kynferðislega áreitni, og er hann enn í leyfi. Lögmaður Ólafs sendi bréf til biskups fyrir helgi þar sem hann gagnrýnir þessa ákvörðun harðlega enda sé hún tekin á þeim forsendum að meint brot prestsins séu til rannsóknar hjá úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar. Ef sannanlega væri um refsiverða háttsemi að ræða, ætti lögregla að rannsaka málið. Einnig hafi ákvörðunin verið tekin án þess að skoða málið eða ræða við skjólstæðing hans, dómur hafi verið kveðinn án tilefnis. Í kjölfar þessarar gagnrýni sendi lögmaður fimm kvenna sem hafa kært Ólaf bréf til biskups. Þar eru konurnar nafngreindar en þær hafa allar unnið fyrir þjóðkirkjuna og ein af þeim í Grensáskirkjusókn. Í bréfinu kemur fram að brot sr. Ólafs gegn þeim hafi farið fram þegar þær voru við störf sín í kirkjuhúsum eða í tengslum við kirkjulega þjónustu og það hafi reynst þeim afar sársaukafullt.Menn séu að tjá skoðun sína Biskup Íslands byggði ákvörðun sína á starfsreglum kirkjuþings um presta nr. 1110/2011. Þar segir: Nú koma fram ásakanir á hendur presti um refsiverða háttsemi og skal honum þá veitt launað leyfi á meðan á rannsókn stendur. Biskup getur áskilið í slíkum tilvikum að prestur veiti ekki tiltekna prestsþjónustu á meðan. Í tilviki sóknarprestsins í Grensáskirkju hafi verið komnar fram ásakanir um háttsemi sem kynni að vera refsiverð. Væri því bæði rétt og skylt að beita framangreindu ákvæði. Þrátt fyrir ofangreinda skyldu til að veita leyfi hafi verið leitað eftir samþykki sóknarprestsins um þetta og hafi hann ekki sett sig upp á móti því. „Ég mat það að það væri betra fyrir alla aðila, meintan geranda, þolanda, starfsfólk í kirkjunni, fjölskyldu og vini, að senda hann í leyfi,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.Og þú stendur við þá ákvörðun? „Já, ég er sannfærð um að það var rétt ákvörðun.“ Þessa dagana stendur kirkjuþing yfir þar sem þetta mál hefur meðal annars borið á góma, einnig hefur nokkur hiti verið í kringum ráðningu dómkirkjuprests og ný þjóðkirkjulög sem Agnes tilkynnti að hún styðji ekki. „Menn eru bara að lýsa skoðun sinni og það eru allir frjálsir að hafa sína skoðun og orða hana upphátt," svarar Agnes þegar hún er spurð um gagnrýni sem hún hefur fengið á sig vegna þessara mála.Telur þú að þú hafir enn fullt traust meðal presta? „Staðan er bara svona, og sérstaklega á þingum að þá segja menn sínar skoðanir og takast á um málin en svo er fundin niðurstaða,“ segir Agnes.
Tengdar fréttir Biskupi sagt til syndanna: Segja tvíhöfða þursinn hafa stungið kirkjuna í bakið Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hleypti illu blóði í kirkjuþingsfulltrúa með ákvörðun sinni um að leggja ekki stuðning sinn við frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga. 14. nóvember 2017 08:56 Fleiri ásaka sóknarprest Grensáskirkju Sr. Ólafur Jóhannesson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur verið kærður af fimm starfsmönnum kirkjunnar á síðustu mánuðum. 14. nóvember 2017 05:00 Lögmaður Ólafs um vinnubrögð biskups: „Verið að skjóta mýflugur með fallbyssum“ Séra Ólafur Jóhannsson ber biskup Íslands, Agnesi Sigurðardóttur, þungum sökum í bréfi sem lögfræðingur hans sendi henni í gær. 12. nóvember 2017 12:32 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Biskupi sagt til syndanna: Segja tvíhöfða þursinn hafa stungið kirkjuna í bakið Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hleypti illu blóði í kirkjuþingsfulltrúa með ákvörðun sinni um að leggja ekki stuðning sinn við frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga. 14. nóvember 2017 08:56
Fleiri ásaka sóknarprest Grensáskirkju Sr. Ólafur Jóhannesson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur verið kærður af fimm starfsmönnum kirkjunnar á síðustu mánuðum. 14. nóvember 2017 05:00
Lögmaður Ólafs um vinnubrögð biskups: „Verið að skjóta mýflugur með fallbyssum“ Séra Ólafur Jóhannsson ber biskup Íslands, Agnesi Sigurðardóttur, þungum sökum í bréfi sem lögfræðingur hans sendi henni í gær. 12. nóvember 2017 12:32